Hvað er í gangi.

Alveg hræðilega hefðbundin leikatriði. Maður er farinn að klípa sig í handlegginn í þeirri von að maður vakni. Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli eins og ekkert hafi í skorist. Geir er með meiningar um þinglok. Frjálslyndi frjálshyggjupostulinn Geir vill alls ekki að við kjósendur fáum aukið frelsi í kjörklefanaum Páfinn, þe Bjarni Ben talar um sátt og traust. Gleymum fortíðinni og horfum fram á veginn. Hvar var samviska Bjarna Ben meðan Geir neitaði að viðurkenna staðreyndir lífsins. Hann kóaði með Geir og er því samábyrgur-hann vill heldur ekki persónukjör né Stjórnlagaþing.Bjarni Ben vill bara völd. Því er leikritið svo hræðilega hefðbundið og farsakennt. Og við kokgleypum það eins og atvinnumella.

Það er ekki margt til ráða. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins skilja ekki hvernig venjulegt launafólk á samleið með flokki auðmanna og sérhagsmuna. Þetta er svolítið sérstök ráðgáta í íslensku samfélagi. Meðan þessi tvöfeldni er ekki leyst held ég að fátt breytist. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað sagði nú hann Óli kommi við Ómar Ragnarsson í viðtalinu á Hornbjargsvita þarna um árið? Ómar vakti máls á því að Óli væri ekki með hund hjá sér í einverunni, hann væri bara með kött og svo væri hann að laða að sér rebbana úr nágrenninu!

"Eiginlega hefur mér aldrei verið neitt sérlega um hunda gefið. Þeir minna mig alltaf svo mikið á verkamenn sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn".

Árni Gunnarsson, 13.3.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér er hætt að lítast á blikuna.  Ég vona að kosningaúrslitin verði ekki svona slæm, að sjálfsstæðisflokkurinn haldi velli.  Allt er skárra en íhaldið að mínu mati.  Nema framsókn 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.3.2009 kl. 00:49

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sjálfstæðisflokkur kemur oft betur út úr könnunum en kosningum. Svo er ekki búið að velja formann fyrir Samfylkinguna, eftir að halda landsfundi, þingið að ljúka störfum. Sjálfstæðisstefnan er líka meira trúarbrögð, sérstaklega hjá eldra fólki. það er ekki öll nótt úti nema síður sé. Eva Joly fer að vinna og hvað kemur úr pokanum, kannski ekki mikið strax en þó eitthvað trúi ég. Horfum bjart fram og munum samt að starf Evu getur verið í hættu ef stjórnarmynstur breytist eftir kosningar. Spái nýju framboðunum ekki fylgi og ekki Frjálslyndum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.3.2009 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband