Hvers vegna á að afnema verðtryggingu á Íslandi.

Heimilin á hrakhólum. Núna er borgarafundur hjá Akureyringum um vandamál heimilanna í kjölfar kreppunnar. Sökum þess að hitastig umhverfisins lækkaði hér fyrir sunnan og hríðarkófið hóf sinn dans varð manni hugsað norður fyrir heiðar. Aftur á móti tel ég fólki sé heitt í hamsi núna fyrir norðan. Verðtryggingin verður sjálfsagt aðalmálið. Hún verður sjálfsagt meðhöndluð með hefðbundnum skotgrafahernaði. Unga fólkið losnar við verðtrygginguna og setur gamla fólkið út á guð og gaddinn. Þvílík heimtufrekja og óskammfeilni af þessu ofdekraða liði. Bara svona í framhjáhlaupi ætla ég minna á það að þeir sem hafa verið að fara á eftirlaun á liðnum árum byggðu sín hús með lánum sem brunnu upp til agna í verðbólgunni á sínum tíma.

Ég tel að nauðsyn þess að afnema verðtrygginguna sé ekki fyrst og síðast budda húseigenda og lífeyrisþega. Mun mikilvægara er að afnema verðtrygginguna vegna þeirra skaðlegu áhrifa sem hún hefur á allar lánastofnanir landsins og stjórnendur þeirra. Þeir sem stunda lánastarfsemi á Íslandi þurfa aldrei að hafa áhyggjur af afkomu stofnana sinna. Þeir geta bara grætt en aldrei tapað, lántakandinn er einn um þá hlið mála. Mjög sérkennilegt og óeðlilegt fyrirkomulag. Þegar reynir aldrei á hæfni manna að reka lánastofnun þá er augljóst að vanhæfir einstaklingar geta setið þar tryggir í sínum stólum. Meðan ég bjó í Svíþjóð fékk ég húsnæðislán á föstum vöxtum til ákveðins tíma, 1 til 10 ára. Lánið sjálft var til 30 til 40 ára en nýir vextir með jöfnu árabili. Verðbólgan gat verið hærri og þá tapaði bankinn en ég græddi. Því þurftu sænskir bankamenn virkilega að gæta hófs og sýna mikla skynsemi við rekstur fyrirtækja sinna.

Því hefur íslenska verðtryggingin alið af sér óhæfar lánastofnanir á Íslandi. Stjórnendur hafa aldrei þurft að takast á við stjórnunarlega ábyrgð eins og starfsbræður þeirra í nágrannalöndunum. Ætli yfirbygging og flottheit hjá viðkomandi lánastofnunum væri eins ef þeir þyrftu að reka sín fyrirtæki eins og aðrir þegnar þessa lands. Þetta er svipað ef að læknir meðhöndlar sjúklinga sem geta ekki dáið hvaða vitleysu sem lækninum dettur  í hug. Þess vegna er nauðsynlegt að afnema þessa verðtryggingu. Þar fyrir utan er það algjör geggjun að verðlag á bílum sem ekki seljast á Íslandi í dag hækki lánin á húsinu mínu. Amen

 

 http://www.productwiki.com/upload/images/monopoly_electronic_banking_edition.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég held að þú sért búinn að sannfæra mig.

Berglind Steinsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:00

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ekki slæmt!

Gunnar Skúli Ármannsson, 13.2.2009 kl. 00:34

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.2.2009 kl. 00:53

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega!

Arinbjörn Kúld, 13.2.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband