9.2.2009 | 22:03
Sturla í Frjálslynda flokkinn.
Sturla í Frjálslynda flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Formúla 1 | Aukaflokkar: Enski boltinn, Spaugilegt, Spil og leikir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- helgatho
- sigurjonth
- haddi9001
- kreppan
- thjodarsalin
- marinogn
- jonl
- egill
- jari
- gretarmar
- hedinnb
- vilhjalmurarnason
- reykur
- larahanna
- kreppuvaktin
- georg
- andrigeir
- gretar-petur
- gullvagninn
- astromix
- andres
- thorsaari
- baldvinj
- lillo
- berglist
- hehau
- ragnar73
- siggith
- axelthor
- xfakureyri
- arikuld
- gmaria
- fiski
- alla
- framtid
- jakobk
- lillagud
- skessa
- birgitta
- neddi
- aevark
- jon-o-vilhjalmsson
- benediktae
- jensgud
- thorolfursfinnsson
- svanurg
- brell
- manisvans
- jax
- saemi7
- sigurbjorns
- inhauth
- smali
- olinathorv
- heidistrand
- doddyjones
- esk
- gunnaraxel
- valli57
- lydurarnason
- kolbrunerin
- rannveigh
- gammon
- tolliagustar
- hist
- zoa
- photo
- jhe
- gudni-is
- jonvalurjensson
- arh
- martasmarta
- hallarut
- gusg
- zeriaph
- kokkurinn
- luf
- hallgrimurg
- sifjar
- harpabraga
- ffreykjavik
- fuf
- arabina
- steinibriem
- lucas
- liljabolla
- solir
- glamor
- vesteinngauti
- duna54
- gunnsithor
- vestskafttenor
- bingi
- jogamagg
- jenfo
- jennystefania
- lehamzdr
- andresm
- kreppukallinn
- maeglika
- gattin
- isspiss
- valgeirskagfjord
- gus
- minos
- gudbjorng
- jaj
- agbjarn
- thorgunnl
- fullvalda
- zumann
- theodorn
- thoragud
- skarfur
- omarragnarsson
- ludvikludviksson
- vest1
- dramb
- reynir
- bjarnimax
- raudurvettvangur
- hvirfilbylur
- creel
- tilveran-i-esb
- gudruntora
- eyglohardar
- snorrima
- ingagm
- baldher
- einarbb
- thjodarheidur
- tryggvigunnarhansen
- jonarni
- eirikurgudmundsson
- postdoc
- halldorjonsson
- ludvikjuliusson
- eeelle
- altice
- bergthorg
- au
- jp
- andres08
- bofs
- ding
- stebbifr
- huxa
- elkris
- daliaa
- salvor
- krist
- bjarnihardar
- eldlinan
- socialcredit
- epeturs
- drsaxi
- falconer
- samstada-thjodar
Athugasemdir
Já Gunnar minn það er vonandi að forystunni hugnist hann betur en liðið sem er farið. Þetta heitir að lofta almennilega út. Magnús Þór og Viðar leika á alsoddi við þessa viðbót í flokkinn. Ég held að við verðum að bíta í það súra að sumir eru þóknanlegir og aðrir ekki.
Rannveig H, 9.2.2009 kl. 22:19
Enginn fagnaði okkur eins og Sturlu, ég með mitt meirapróf og þú þitt mótorhjólapróf. Við höfum greinilega ekki rétta tötsið.
Gunnar Skúli Ármannsson, 9.2.2009 kl. 22:38
Nei Gunnar og úr því verður ekki bætt, stefnan er fram á við hjá okkur.
Rannveig H, 9.2.2009 kl. 23:04
það er alltaf gott að hafa eitthvað til að hlæja að.
Ekki veitir okkur af í þjóðarþrengingunum hans Geirs. Segi nú svona.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 9.2.2009 kl. 23:13
"Allir sótraftar á sjó dregnir" Ekki má minna gagn gera ef forysta flokksins ætlar að halda völdum á sveitahótelinu.
Sigurður Þórðarson, 9.2.2009 kl. 23:24
Mér er sagt að þeir þarna í Hólminum séu svo uppveðraðir af þessum óvænta heiðri að sveitarstjórnin sé búin að kjósa undirbúningsnefnd.
Fyrsta verk þeirrar nefndar var að gefa út tilskipun um að þá daga sem landsfundurinn stendur yfir verði einvörðungu leyft að tala dönsku í plátzinu.
Sturla á trukknum gladdist ekki við þessa frétt. Hann er nefnilega ekki vel að sér í dönskunni og kvíðir því að eiga bágt með að gera sig skiljanlegan á hótelinu.
En þetta getur svosem verið ein lygin frá þeim úr Nýju afli.
Árni Gunnarsson, 10.2.2009 kl. 00:15
Ég hefði viljað vera viðstödd þegar þú fékkst þessar fréttir! Ég hefði nefnilega svo gjarnan viljað heyra það sem þú sagðir en settir ekki hérna inn Bið kærlega að heilsa Helgu! og þakka ykkur báðum fyrir síðast!!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.2.2009 kl. 05:04
Ég veit ekki betur en að Jón Magnússon var dæmdur fyrirfram að fólki eins og ykkur, fannst þetta ömurlegt og hallærislegt og ég veit ekki hvað og hvað.
Ekki er það flokksforystan sem ákveður að senda svona tilkynningu til fjölmiðla, annað hvort er það Sturla sjálfur eða einhver fjölmiðlamaður sem hefur séð hann á fundi hjá kjördæmaráði um daginn og farið að tala við hann eftir þann fund.
og eina ástæða þess að Sturla kemur fram á miðlum landsins er að hann var fremstur í flokki í þessum mótmælum trukkamanna sem allir fögnuðu mótmælum hjá honum vegna bensínokurs en síðan þegar allt fór í bál og brand við lögguna þá vældu sömu menn yfir honum að ganga svona gegn löggunni.
ég ætla ekki að dæma verk manna fyrirfram, frekar við ég sjá þá að verkum til þess að geta dæmt um hvernig menn séu.
En ég ætla að bjóða fólk bara velkomið til liðs við flokksins alveg eins og ég hef alltaf gert.
Meira segja við bróður þinn Sigurður Þórðar þó að nánast engin kannaðist við hann nema skagafjörðurinn.
liðið heil
Arnar B. (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 19:16
Furðuleg skrif hér fyrir ofan. Maðurinn gengur í flokkinn og ég bauð hann velkominn. Það er sjálfsögð kurteisi að gera slíkt. Allt tal um að sumir séu þóknanlegir umfram aðra er rakalaust. Skil ekki svona málflutning. Ég veit ekki til að ég hafi nokkru sinni verið með nein leiðindi í garð þeirra sem tjá sig hér fyrir ofan heldur ávallt sýnt ykkur fulla vinsemd og virðingu í hvívetna.
Magnús Þór Hafsteinsson, 10.2.2009 kl. 19:22
Eruð þið ekkert gestrisin í Frjálslynda.? Kanski væri gott fyrir ykkur að hafa tvennskonar námskeið í Hólminum - Dönsku - námskeið og Gestrisni - námskeið ! Kanski liggur leyndardómur% Frjálslynda. í þessu ??? Bara hugmynd - Gunnar Skúlu.
Benedikta E, 10.2.2009 kl. 19:57
Sammála Guðrúnu Þóru, þetta er fyndið.
Halla Rut , 10.2.2009 kl. 21:05
Sæll Arnar B:
Aldrei fannst mér Jón Mag neitt hallærislegur þannig að þetta á engan veginn við mig.
Mótmæli Sturlu fundust mér ætið sérkennileg. Fyrst og fremst vegna þess að þau snérust um sérhagsmuni og á þeim forsendum fannst mér aðferðir hans ekki eiga rétt á sér.
Ég á engan bróður sem heitir Sigurður Þórðarson þannig að þú hlýtur að vera að rugla mér saman við einhvern annan.
Þú hefur aldrei boðið mig velkominn í Frjálslynda flokkinn þannig að ég fagna þessari hegðun þinni og hvet þig til að ástunda hana af kappi. Dregur úr fýlupokahætti eins og hjá mér.
Gunnar Skúli Ármannsson, 10.2.2009 kl. 21:34
Sæll Magnús Þór:
Takk fyrir innlitið. Hvort þú bauðst mig velkominn í Frjálslynda flokkinn á sínum tíma skal ég ósagt látið, en ég minnist þess ekki sérstaklega. Það er rétt hjá þér að þú hefur alltaf verið kurteis og almennilegur við mig. Aftur á móti tel ég mig vissan í minni sök að engin sérstök fagnaðarlæti hafi brotist út þegar ég gekk í Frjálslynda flokkinn. Þá er ég að höfða til viðbragða miðstjórnarmannsins og formanns ungra Frjálslyndra, Viðars Guðjónsjen. Hann heldur ekki vatni yfir Sturlu og hans vinnuaðferðum. Ég er þeirrar skoðunar að það var engin ástæða til að fagna komu minni neitt sérstaklega á sínum tíma. Ég var bara svona ósköp venjulegur maður, ekkert spes. Því eru grunsemdir þínar á rökum reistar, þó þú reynir að hafna þeim, að um mismunun sé að ræða. Það blandast engum hugur um að Sturla á sér mun áhugaverðari fortíð en ég.
Magnús, þú nefnir að þú hafir ekki verið með nein leiðindi. Það er líka rétt. Gagnrýni mín á forustuna og þar með þig snýst um stjórnun á flokknum. Það fannst ekkert verklag innan flokksins til að virkja áhuga einstaklinga til góðra verka innan flokksins. Ég hef rakið það á öðrum stað á bloggsíðu minni og vísa til þess. Ég hef hitt marga Sjálfstæðismenn sem segja að gamla góða sjálfstæðisstefnan sem þeir aðhylltust sé fangi frjálshyggjumanna flokksins. Hin góða stefna sem Frjálslyndi flokkurinn hefur mótað er að mínu mati fangi landsbyggðarinnar og sér í lagi Vestfjarða.
Þrátt fyrir það vona ég svo innilega eitthvað gott og jákvætt komi út úr þinginu á Stykkishólmi.
Kveðja,
Gunnar Skúli og hin 3 atkvæðin.
Gunnar Skúli Ármannsson, 10.2.2009 kl. 22:00
Magnús Þór ég vil gera öll orð Gunnars að mínum.
Kveðja frá mér og 5 atkvæðum.
Rannveig H, 10.2.2009 kl. 22:36
Sæll Gunnar
Það er þá gott að það á ekki við þig, mér alveg ágætlega á Jón, ég þekkti ekkert til hans sem pólítíkus og gat ekkert dæmt hann þannig.
Einnig kom hann vel fyrir í persónu og hann var alveg fínn maður.
Ég get alveg viðurkennt það mótmæli Sturtu voru oft frekar skrautleg, en hvort þau voru um sérhagsmuni er ég ekki alveg endilega sammála, fannst hann einnig vera berjast fyrir mig fyrir lækkandi olíuverð á minn einkabíl.
En mér fannst þetta stundum ganga of langt, en stundum þarf að gera það svo hlustað sé á fólk, Því miður með það.
Nei ég var að tala um að ég bauð Sigurjón Þórðar bróður Sigurðar Þórðar velkominn í hópinn, ég þekkti hann ekkert en vissi að hann var frá skagafirði eins og svo margir sem ég þekki þaðan í dag. :)
Mér líkar enn mjög vel við Sigurjón, ég vildi meðal annars fá hann sem framkvæmdastjóra og var ekki sáttur þegar gengið var framhjá honum. sumir fengu að heyra það frá mér.
Ég afsaka að ég hafi ekki boðið þig velkominn í flokkinn á sínum tíma, Geri það hér með og býð þig velkominn :) veit nátturulega ekkert um hvort þú sért þar enn eða ekki, en alveg sama. býð þig þá bara velkominn aftur :)
Mig langar frekar að hafa jákvæðni að leiðarljósi heldur en neikvæðni þó kannski margt virðist neikvætt þá verður maður samt að reyna. ég á samt mjög erfitt að vera jákvæður yfir atvinnuhorfur í dag þar sem ég er atvinnulaus og það er bara ekkert að fá. en ég reyni eftir minni bestu getu :)
Arnar B. (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:40
Ég hef verið talsmaður þess að flokkurinn væri opinn öllum sem í hann vildu koma, svo framarlega sem viðkomandi væru ekki í öðrum stjórnmálaflokkum. Þannig er það í lögum flokksins. Ég hef reynt að bjóða nýliða velkomna þegar ég hef hitt þá, en má vera að slíkt hafi farist fyrir í nokkrum tilvikum og þá biðst ég forláts á því. Ekki illa meint. Ég háði mikla orrustu þegar viss öfl vildu sortera nýja félaga inn í flokkinn þegar aðilar sem höfðu verið í Nýju Afli gengu til liðs við FF. Það fólk var velkomið eins og annað sem hefur gengið í flokkinn.
Ég hef ekki orðið var við að Viðar "haldi ekki vatni yfir Sturlu og hans baráttuaðferðum". Og ég hef aldrei haft fantasíu til að ímynda mér að ég væri að mismuna fólki þó ég hafi boðið Sturlu velkominn í flokkinn inni á fésbókinni. Í mínum huga er hann venjulegur alþýðumaður, einn fjölmargra borgara þessa lands sem eru að fara skelfilega út úr kreppunni. Hann hefur brugðist við með sínum hætti, en á ég að fordæma hann fyrir það? Hefði ég haft minnsta grun um að innan raða FF væri fólk sem teldi slíkt hina mestu ósvinnu sem fæli í sér mismunun að senda fólki vinsamlega kveðju á bloggsíðu eða fésbók, þá hefði ég vísast látið það eiga sig. Er það þá ekki mismunun Gunnar, að ég skuli yfir höfuð kommenta hér á þínu bloggi og ekki annars staðar.
Og enn meira framandi er að uppgötva að það virðast vera í okkar röðum fólk sem hugsar eins og Margrét Sverrisdóttir og hennar hirð gerði á sínum tíma þegar þau vildu fara að flokka fólk inn í flokkinn á grundvelli pólitískrar fortíðar þess.
Eigi vil ég kannast við að steinn hafi verið lagður í götu fólks sem vildi vinna. Slíkt hefur þá farið fram hjá mér. Húsnæði var tekið á leigu og fólk hafði fullkomlega frjálsar hendur til að láta hendur standa framúr ermum. Forystan sem svo mjög er í tísku að skamma hefur aldrei, endurtek aldrei, haft nein afskipti af stjórnarkjöri til að mynda í félög í Reykjavík. Þar hafa verið stofnuð félög með stjórnum. Hafi starf í Reykjavík verið svo bágborið þá spyr ég; hvar er ábyrgð þeirra stjórna?
Auðvitað hefði ýmislegt mátt fara betur og ég kinoka mér ekki við gagnrýni eða ábyrgð. Ég hef hins vegar ekki ráðið ferðinni einn og ég hef ekki alltaf verið sáttur. En þá vinn ég út frá því en hleyp ekki í burtu. Koma tímar, koma ráð. En þessi endalausa neikvæðni er mjög slítandi. Þetta eru ekki eintómir mínusar. Það er fullt af plúsum líka. Gott fólk, góð málefnastaða, dýrmæt reynsla og áfram má telja.
Ég ætla ekki að gefast upp. Það er enginn dans á rósum að vera í pólitík en ég trúi á málstaðinn og þau gildi sem Frjálslyndi flokkurinn stendur fyrir.
Magnús Þór Hafsteinsson, 11.2.2009 kl. 00:15
Sæll Magnús,
takk fyrir innlitið, ég vissi eingöngu um það sem kom fram á heimasíðu Viðars. Ég vissi ekki að þú hefðir boðið Sturlu velkominn á Fésbókinni. Í sjálfu sér eru þau mál aukaatriði og um smá skæting af minni hálfu. Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi stungið upp á því að meina eigi Sturlu inngöngu í flokkinn. Það er ekki hægt að meina nokkrum slíkt og því erum við ekki að hugsa eins og Margrét.
Eigi vil ég kannast við að steinn hafi verið lagður í götu fólks sem vildi vinna. Slíkt hefur þá farið fram hjá mér. Húsnæði var tekið á leigu og fólk hafði fullkomlega frjálsar hendur til að láta hendur standa framúr ermum. Forystan sem svo mjög er í tísku að skamma hefur aldrei, endurtek aldrei, haft nein afskipti af stjórnarkjöri til að mynda í félög í Reykjavík. Þar hafa verið stofnuð félög með stjórnum. Hafi starf í Reykjavík verið svo bágborið þá spyr ég; hvar er ábyrgð þeirra stjórna?
Það er einmitt þetta sem ég hef gagnrýnt í starfi flokksins. Það eru ekki til neinir verkferlar, tæki eða hvað maður á að kalla það til að virkja þann mannskap sem þó var til staðar. Afskiptaleysi er líka synd. Við máttum gera allt sem okkur datt í hug. Við og þið. Það hefði verið full þörf á mjög nánu samstarfi milli aðila og ábyrgðin er meiri hjá þeim sem hafa meiri reynslu af pólitísku starfi en okkur nýliðanna. Það hefði verið svo gott ef mikið samstarf hefði getað kæft allt nöldur í fæðingu og frekar leyst úr læðingi oflugt starf. Þar var ábyrgð reynsluboltanna. Við komum nefnilega alltaf aftur að sama punktinum, mannleg samskipti og tilfinningargreind. Þú veist svona diplómatsíu, Rommel gaf oft eftir hólinn en vann fjallið.
Gangi þér allt í haginn og vonandi gengur starf ykkar vel því stefnumál FF eru góð og mikilvæg.
Gunnar Skúli Ármannsson, 11.2.2009 kl. 11:49
Þessi myllusteinn var hann vegna Höllu Rutar? ég var að ræða við Guðjón Arnar áðan og vegna ummæla vinkonu minnar Rannveigar spurði ég hann út í þetta mál. Hann sagði við mig; Hvorki ég né Magnús Reynir höfum lagt stein í götu Höllu Rutar, ég meira að segja fór þrisvar og ræddi við hana. Þar á meðal fór ég með henni yfir það hvernig ætti að umgangast félagaskrána. Aðvaraði hana með að gefa nöfn aldrei út í síma, vegna þess að þess að ég þekki dæmi um að aðrir verið sé að njósna um einstaka félaga, og þeir látnir gjalda fyrir að vera í flokknum.
Síðan segir hann. Halla Rut var ráðin af Reykjavíkurfélögunum til að sinna þeirra málum. Henni var boðið að vera með allt sitt í húsakynnum flokksins, nota allt sem þar er síma, tölvur og ljósritun og allt sem fylgir. En við gátum ekki greitt henni laun. Hún var ekki ráðin á vegum Frjálslynda flokksins heldur Reykjavíkurfélaganna, og ef við förum að skapa þetta fordæmi, á þarf eflaust að gera eitthvað svipað annarsstaðar, og til þess er ekki til peningar.
Ef þetta er það sem allt snýst um. Verð ég að segja að það gefur ekki tilefni til alls þess sem þið ágæta fólk hafið endalaust rætt um sem einokun og klíkuskapur forystunnar.
Mér finnst Halla Rut frábær kona og hörkudugleg, ég var rosalega ánægð með að hún skyldi genginn til liðs við okkur, og sorgmædd þegar hún fór. En ef þetta er ástæðan, þá er illt í efni.
Ég veit ekki hvaða aðrir atbuðir hafa orðið til þessa eilífa umtals um óhæfni og ódrengskapar forystunnar. Ég kannast satt að segja ekki við slíkt. Ég hef aldrei staðið Guðjón Arnar að lygi eða ódrengsskap, því síður Magnús Reynir. Það má deila um hversu góður hann er í samskiptum við fólk, hann gæti verið aktívari þar. En það gefur heldur ekki tilefni til þessa niðurrifs sem þið stundið.
Mér hefur alltaf þótt vænt um Sigurjón Þórðarson, og mér fannst hann einn af betri þingmönnum landsins, meðan hann var á þingi, og ég vona svo sannarlega að hann komist inn á þing aftur fyrir austan, þar sem hann hefur unnið sér inn sess, og komst næstum því inn síðast. En hann hefur líka verið með þennan söng Því miður. Ég skil hann svo sem að honum hafi mislíkað við Kristinn H. En þar er líka orðum aukið að Kristinn hafi verið tekinn fram fyrir hann fyrir vestan. Ég þekki það mjög vel. Og ég segi nú bara ; ef Sigurjón vill komast á þing aftur, þar sem hann á svo fyllilega heima, þá er þetta ekki leiðin til að ná árangri. Það gera menn ekki með því að væla undan forystunni. Menn gera það með því að berjast áfram á sínum eigin forsendum. Og þar er hann sterkur og flottur.
Rannveig vinkona mín er líka svona bitur út í forystuna. Ég hef fengið frá henni útskýringar þar sem henni finnst meðal annars ritarinn hrokafullur, og Magnús ekki að standa sig í vinnunni. Það eru rök út af fyrir sig, hvort það eru rök til að hætta að vera með finnst mér ekki. Og vona að svo sé ekki. Ég held að Kolbrún hafi svolítið farið fram úr sjálfri sér í svari til Gmaríu, alveg eins og ég sjálf hér í annari færslu, þar sem ég baðst afsökunnar á ummælum mínum. Magnús aftur á móti veit ég að hefur unnið þrekvirki við að koma fjármálum flokksins á réttan kjöl eftir óráðsíu fyrrverandi framkvæmdastjóra. Lá við að hann leggði nótt við dag til þess. Hann hefur líka samið niður skuldir flokksins um nokkrar milljónir. Og það er mikið til honum að þakka að flokkurinn er nú skuldlaus. Það þykir ef til vill ekki í frásögur færandi, en mér finnst skipta máli.
Sem sagt ágætu félagar þetta niðurrifstal finnst mér vera komið út í öfgar og er niðurdrepandi og eyðileggjandi. Ef ykkur finnst þið ekki geta verið í flokknum, þá er það alveg skiljanlegt. Og ekkert annað að gera en að fara annað. En mér finnst að málefnin eigi að skipta máli en ekki einstaka fólk. Það má alltaf skipta um manneskjur, en málefni sem flokkur hefur setið og unnið saman, samþykkt og vill fylgja skiptir öllu máli, og ég verð að segja að þar hefur vel tekist til.
Svo óska ég ykkur alls góðs, vona að þið finnið ykkur stað, því ég veit að innst inni erum við öll á sömu línu, höfum bara mismunandi sýn á forystuna. Og það er allt í lagi út af fyrir sig. Það verður hver maður að gala eins og hann hefur rödd til. Vona samt að þið sjáið ykkur fært að koma til baka og taka höndum saman við að vinna að málefnun Frjálslyndaflokksins. Mér heyrist að það sé komin hugur í fólk að fara af stað í kosningabaráttu. Nú er það sjávarútvegsstefnan og atvinnumálin í heild sem skipta öllu máli. Og því miður virðist vera svo að eini flokkurinn sem hefur skilning á sjávarútvegi og landbúnaði sé flokkurinn okkar, þar hefur aldrei borið skugga á og rödd okkar hefur heyrst og aðrir tekið upp sumt af því sem við brydduðum upp á. Meðan við erum svona fá, þá er röddinn mjóróma, en ætti að hljóma um alla sali, því hún á fullan rétt á sér.
Og nú er þetta orðið allof langt hjá mér. En ég vil ítreka mínar bestu óskir til ykkar allra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2009 kl. 13:58
Ásthildur vinkona mín skrifar eftirfarandi:
"Ef ykkur finnst þið ekki geta verið í flokknum, þá er það alveg skiljanlegt. Og ekkert annað að gera en að fara annað. "
Ekkert annað að gera segir þú?
Forysta sem nýtur hvorki hylli kjósenda né eigin flokksmanna segir þeim að ekki sé um annað að ræða en að þeir fari annað í guðsfriði. Forysta sem brýtur fundarsköp til þess eins að geta flúið með landsþingið á sveitahótel til þess að forðast kosningar og endurnýjun getur ekki ætlast til eins né neins.
Halla Rut kom með góðum hug en var lögð í einelti. Og hvort sem Guðjón vissi af því eða ekki þá var þessi háttsemi ekki til að auka hróður flokksforystunnar.
Sigurður Þórðarson, 11.2.2009 kl. 16:19
Sæl Ásthildur;
þakka innlitið, rödd þín skiptir máli. Bæði sökum þess að þú hefur verið lengi í flokknum og ert auk þess mæt kona. Ég meina þetta og er ekkert að hæðast.
Síðan segir hann. Halla Rut var ráðin af Reykjavíkurfélögunum til að sinna þeirra málum. Henni var boðið að vera með allt sitt í húsakynnum flokksins, nota allt sem þar er síma, tölvur og ljósritun og allt sem fylgir. En við gátum ekki greitt henni laun. Hún var ekki ráðin á vegum Frjálslynda flokksins heldur Reykjavíkurfélaganna, og ef við förum að skapa þetta fordæmi, á þarf eflaust að gera eitthvað svipað annarsstaðar, og til þess er ekki til peningar.
Mín gagnrýni hefur fyrst og fremst beinst að getuleysi flokksins, forustunnar, að virkja fólk til starfa. Mér hefur fundist eins og skilningur á því hvernig maður stækkar flokkinn með sem minnstum tilkostnaði sé ekki mikill. Í Reykjavík eru flestir kjósendur landsins. Með öflugu starfi í Reykjavík hefði verið hægt að stækka flokkinn. Af þeim sökum hefði ég viljað sjá forustuna leggja allt kapp á að leggja bestu netin þar sem torfan er þéttust, hér í Reykjavík.
Halla Rut var ráðin af Reykjavíkurfélögunum til að sinna þeirra málum.
þeirra málum?? Hvaða munur er á okkar málum og ykkar málum.Halla Rut ætlaði bara að smala inn kjósendum fyrir ALLANN FLOKKINN.
Hún var ekki ráðin á vegum Frjálslynda flokksins heldur Reykjavíkurfélaganna,
Við og þið. Bíddu við er hún þá í öðrum flokki??
Henni var boðið að vera með allt sitt í húsakynnum flokksins, nota allt sem þar er síma, tölvur og ljósritun og allt sem fylgir. En við gátum ekki greitt henni launHalla Rut kom með sinn eigin ljósritara og tölvu. Það eina sem henni var skaffað var sími og nettenging.
Reykjavíkurfélögin máttu sem sagt hafa sinn starfsmann, það var ekki beinlínis komið í veg fyrir það. Starfsmaðurinn mátti sinna starfi fyrir Reykjavíkurfélögin eins og það væri eitthvað alveg sér og kæmi ekki beint FF við.
Mér finnst að forustan hefði átt að hoppa á alla þá í Reykjavíkurfélögunum sem vildu endilega vinna fyrir FF og setja allt þetta viljuga fólk í botnlausa vinnu fyrir flokkinn. Úr því að við komum til að vinna fyrir flokkinn þá þótti okkur afskiptaleysið sérstakt og skrítin viðhorf að við mættum dunda okkur úti í horni. Við ætluðum bara smala inn nýjum kjósendum þannig að flokkurinn yrði stór og öflugur. Ég veit ekki hvort ég get útskýrt mitt mál betur Mér finnst bara svo sorglegt að ef allt þetta fólk í Reykjavík hefði verið virkjað og látið vinna þa hefði nöldrið orðið mun minna og starfið blómlegt. Ég er meira sorgmæddur en reynslunni ríkari.
Sökum þess hvað þið berið ábyrgð á góðri stefnu óska ég ykkur alls hins besta í framtíðinni.
Gunnar Skúli Ármannsson, 11.2.2009 kl. 16:42
Sæll Gunnar. Það er leitt að þú hafir ákveðið að hætta afskiptum af flokkstarfinu, ég óska þér alls hins besta og hafðu þökk fyrir samskiptin í gegnum tíðina.
Gakktu á guðs vegum.
Kolbeinn Már Guðjónsson, 11.2.2009 kl. 18:41
Gunnar, ég er sannfærður um að ef Ásthildur hefði verið í bænum og séð þetta með eigin augum væri hún sammála okkur. Þú veist það Gunnar að hún Halla mætti óvild og illkvittni. Ég ætla ekki að rekja þá sögu hér á blogginu. Allt það fólk sem unnið hefur fyrir flokkinn undanfarin ár í Reykjavík er búið að gefast upp.
En skipstjórnn rær á ný mið: http://vidargudjohnsen.blog.is/blog/vidargudjohnsen/entry/801363/
það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig það gengur.
Sigurður Þórðarson, 11.2.2009 kl. 18:45
Sæll Kolbeinn,
takk fyrir góð samskipti og leitt hvernig fór.
Gunnar Skúli Ármannsson, 11.2.2009 kl. 19:18
Halla skaffaði tölvu, prentara og fl. Það var margbúið að lofa að tengja tölvu og prentara sem er í eigu flokksins en enn hefur það ekki verið gert.
Það má alveg orða það þannig að Magnús Reynir hafi lagt stein í götu Höllu. Eftir að Guðjón hafði heimsótt hana og verið hinn almennilegasti í alla staði, kom Magnús Reynir. Hann var beinlínis með leiðindi við hana. Meðal annars fann hann að því við hana að hún ætti ekki að vera í því herbergi sem hún væri í því Guðjón hefði hugsað sér að vera þar með fundi. Með sama hætti var Magnús Reynir líka ókurteis við Gunnar Skúla. Gunnar sem hafði lagt á sig ómælda vinnu varðandi Skúlatúnið. Fyrst við að mála og koma því í stand og síðar við ýmislegt annað svo sem þrif og þess háttar.
Síðastliðið haust var samþykkt á Miðstjórnarfundi að Landsþing yrði haldið innan 50 km. frá Reykjavík. Það var ekki síður með landsbyggðafólkið í huga sem það var gert. Allir vita að fólk t.d. austan af fjörðum á hægast með að sækja slíka viðburði til Reykjavíkur. Það getur verið bæði dýrt og erfitt að þvælast fyrst til Reykjavíkur og síðan langt út fyrir bæinn. Allt í einu var eins og þetta hefði aldrei verið samþykkt, hvorki Guðjón né Kolbrún virtust muna nokkurn skapaðan hlut og ákveðið var að halda þingið í Stykkishólmi. Ekki nóg með það heldur var okkur Reykvíkingunm bent á það að okkur væri ekki ofgott að fara út á land.
Þetta er samt ekki í eina skiptið sem vilji Miðstjórnar hefur verið hundsaður. Annað dæmið varðaði Ólaf F. Mæði Miðstjórn og stór fundur á Grand Hóteli tjáðu sinn vilja um að vera EKKI að sækjast eftir honum í flokkinn. En hvað var svo gert. Foringinn fór sjálfur og leitaði eftir liðsinni Ólafs.
Þóra Guðmundsdóttir, 12.2.2009 kl. 22:57
Sæl Þóra, ég velti því fyrir mér hvort það hafi aldrei hvarflað að foringjanum og þeim sem næst honum standa að það gæti verið snúið að reka kosningabaráttu eftir að búið er að flæma alla sjálfboðaliðana burt? Kannski er þetta með ráðum gert? Einhvertíma heyrði maður að hugrakkir skipstjórar á sökkvandi skipi kappkostuðu að vera síðastir frá borði.
Sigurður Þórðarson, 12.2.2009 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.