Vonin.

Hvað viljum við að Jóhanna geri sem Forsætisráðherra?

Innst inni viljum við að hún reddi málunum þannig að við getum öll haldið áfram að vera smáborgarar. Þá er stærsta vandamál mitt hvort viðri svo vel næstu helgi að ég geti þrifið bílinn minn utandyra. Því miður verður mér ekki að ósk minni og ég verð að halda áfram að vera virkur borgari og bíllinn minn skítugur. Spurningin er nefnilega hvort börnin mín eiga að erfa hreinan óryðgaðan bíl eða land sem þó flýtur. Seinni kosturinn virðist öllu mikilvægari. Öllum þeim öflum í þjóðfélaginu sem er í nöp við gagnrýna hugsun borgaranna munu reyna að stefna almenningi að bílaþvotti um helgar eða að horfa á íþróttir eða önnur afþreyingarefni sem hafa enga pólitíska skírskotun. Ég tel að stór hluti þjóðarinnar sé sama um bílana sína þessa dagana. Flestir munu fylgjast vel með Jóhönnu og Companí.

Við viljum opið, gegnsætt þjóðfélaf Jóhanna. Við viljum vera með. Við viljum að ekki bara þingfundir séu opnir almenningi heldur einnig allir aðrir fundir þar sem örlög okkar eru ráðin séu opin öllum.

Við viljum getað raða upp frambjóðendum í kosningunum og það sé bindandi svo að flokkurinn sem við kjósum sé skipaður því fólki sem við höfum trú á en ekki flokkseigendafélagið.

Við viljum að þeir sem stofnuðu til skuldanna borgi þær-engar refjar.

Við viljum að birgðunum sé deilt eftir getu.

Við viljum spillinguna burt.

Við viljum nýtt Ísland með nýjum gildum.

Við viljum réttlæti.

Aldrei áður hefur nein Ríkisstjórn haft meiri möguleika á því að gera raunverulegar breytingar. Jóhanna, ekki klúðra þessu tækifæri.

Sjálfstæðismenn og aðrir kerfiskarlar, liggið lágt, Austurvöllur er á vaktinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr þetta eru góðar ráðleggingar til Jóhönnu hjá þér.  Sérstaklega það að þeir sem stofnuðu til skuldanna borgi þær líka. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.2.2009 kl. 02:16

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sofnaði í gærkvöld með þakkir á vörum og vaknaði í morgun með bros á sömu vörum. Búin að fá ríkistjórn tiltekta, breytinga og uppbyggingar. Það þýðir að vonirnar eru stórar og væntingarnar miklar, en nú verður líka fylgst með og veitt aðhald. Ekki með því að berja potta og pönnur, heldur með því að skrifa og skrifa. Láta vita, senda tölvupósta, hrós og hvatningu, athugasemdir og gagnrýni. Skammir eru ekki mín deild lengur, búin með þann kvóta.

Skolaði af bílnum mínum um daginn til að sjá út, ætla að gera það annað slagið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.2.2009 kl. 08:26

3 identicon

Aldrei höfum við fengið það sem við viljum. Því skyldi það vera öðruvísi nú?

Þórður Möller (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 09:19

4 Smámynd: doddý

hæ gunnar - vel mælt hjá þér 

ég ætla að láta guðlaug þór fægja bílinn minn!

nú er búið að afnema innlagnarskatt á lsh, st jó virðist vera borgið. er það ekki nóg á fyrsta degi? það var allavega tvennt af mörgu sem ég vildi að þessi stjórn gerði. kv d

(einn maski af ódýrustu gerð kostar 16 kr og minnkar líkur á loftmengun - það hafa 100 rannsóknir sannað - líka í svíþjóð . ) kv d

doddý, 2.2.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband