Framtíðin?

Stjórnarslit? Ný Ríkisstjórn? Kosningar-hvenær? Ný stjórnarskrá? Aukið lýðræði?

Ríkisstjórnin hefur gert minnst lítið sem dugar venjulegu fólki. Almenningur fer á hausinn. Almenningur tapar stórfé vegna verðhækkana íbúðarlána. Almenningur tapar stórfé vegna verðfalls eigna þeirra. Almenningur tapar stórfé vegna svæsinnar rýrnunar á lífeyri þeirra. Almenningur tapar stórfé vegna síhækkandi verðlags. Almenningur tapar stórfé vegna þess að fjármunir þeirra gufuðu upp í bönkunum við hrunið. Almenningur tapar stórfé því hann missir vinnuna. Eigendur fyrirtækja tapa stórfé því almenningur getur ekki keypt eitt né neitt. Hvorki frjálshyggja né nokkuð annað virkar við þessar aðstæður. Reyndar virka svik og prettir.

Hvað knýr núverandi Ríkisstjórn til að lafa fram að kosningum í vor? Hvers vegna er Ingibjörg Sólrún reiðubúin til að verja stjórnina falli fram að óhjákvæmilegum kosningum. Er það ESB. Ég dreg það er í efa. Hvers vegna mega ekki Vinstri Græn ekki komast í valdastöðu. Er það andstaðan við AGS og ESB. Ég dreg það í efa. Það er ekkert ráðrúm til að leiða slík mál til lykta fyrir kosningar, enda hefur þingheimur öðrum hnöppum að hneppa.

Er hugsanlegt að margir þingmenn og Ráðherrar hafi eitthvað óhreint í pokahorninu? Er samtrygging með vanhæfum Seðlabanka og Fjármálaeftirliti ástæða. Er daður ýmissa við spillt auðmannagengi ástæðan. Er hugsanlegt að flest allir þingmenn okkar þoli ekki dagsljósið. Er því svona mikilvægt að grafa skömmina svo tryggilega að flest allir eigi möguleika að valdastólunum aftur eftir kosningar. Viljum við það??

Almenningur er valdalaus nema eitt andartak í kjörklefanum. Eftir hæfilegan heilaþvott kostaðan af fjársterkum aðilum kjósum við örugglega "rétt".

Hvernig bregðumst við þessari stöðu? Almenningur fær engar upplýsingar frá valdhöfum. Því grunum við valdhafa um græsku. Við verðum að breyta þjóðfélaginu okkar. Í raun þurfum við byltingu-friðsamlega nota bene.

Við verðum að færa völd frá flokkunum til almennings. Við verðum að uppræta alla spillingu. Við verðum að margfalda völd Alþingis. Minnka völd Ráðherra. Auka sjálfstæði dómara. Banna vinavæðingu.

Hvernig??  Við þurfum að koma okkur saman um leið og aðferð sem virkar fljótt og vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband