Dagur eitt í mótmælum og Obama.

Það voru mikil mótmæli við Alþingishúsið okkar í dag. Ég vil þakka þeim mótmælendum sem stóðu vaktina fyrir mig því ég komst ekki sjálfur. Ég sá í sjónvarpinu í kvöld mótmælenda banka síendurtekið með sleif í hjálm lögreglumanns. Mér finnst það tilgangslaus mótmæli og mér finnst að við eigum ekki að ögra Lögreglunni beint. Lögreglan eru vinir okkar, eiga sjálfir börn og skuldir. Lögreglan er þar að auki í mjög erfiðri stöðu. Hún þarf að ganga bil beggja, eða allra í raun. Ráðherrarnir eru í fýlu og vilja  að löggan blási þessum lýð í burtu. Ultrahægristrákar eins og Gísli Freyr finnst lögreglan eigi að skilgreina ofbeldi og skemmdaverk ultraþröngt svo Lögreglan gangi hart fram. Það þjónar hagsmunum ultrahægristrákanna. Helga Vala var aftur á móti á annarri skoðun. Hún taldi daginn í dag, dag eitt í mótmælum. Þar fer hún eins að og Obama og telur kjark í sína þjóð. Sjálfsagt er hún sammála Obama að alvöru menn verða að kljást við aðsteðjandi vandamál og leysa þau en ekki hygla sérútvöldum. Obama sagði að sá tími sé liðinn í Bandaríkjunum. Geir ætti að drífa sig svo hann geti tekið sama strætó og Bush vinur hans.

Að öllu gamni slepptu. Ef íslenska Ríkisstjórnin gerir sér ekki grein fyrir að hún á að boða til kosninga mjög fljótlega er hún ekki á vetur setjandi. Íslensk þjóð virðist hafa gert upp hug sinn. Hún mun halda áfram að þrýsta á um kosningar. Því er spurningin ekki hvort heldur hvenær. Eftir því sem Ríkisstjórnin reynir að tóra því meir mun ofbeldið færast í aukana. Ábyrgð þess er á endanum Alþingis. Því verða Alþingismenn að vakna og brjótast undan flokksræðinu. Kæru Alþingismenn, er ekki mun skemmtilegra og nytsamlegra að fara í snarpa kosningabaráttu en að halda áfram að greiða atkvæði eftir pöntun?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar Skúli bróðir minn!

Eru einhver mótmæli niðrí bæ og einhver forseti sem mætir í vinnunna í útlöndum virkilega það sem þér þykir merkilegast við þennan dag, 20. janúar ?    :)

kv.

Óskar

Óskar (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband