Akureyringar eru einnig farin að mótmæla í kvöld.

Það var hringt í mig áðan frá Akureyri. Þau eru búin að safnast saman nokkur hópur á Ráðhústorginu á Akureyri. Þetta eru nokkurs konar samúðarmótmæli til stuðning "skrílsins" í Reykjavík. Við fyrir sunnan segjum bara pent, takk fyrir. Reyndar eru þau að mótmæla á sömu forsendum og aðrir á landinu.

Helgi Hjörvar leggur til á Alþingi að meirihluti þjóðarinnar geti krafist kosninga. Ég veit ekki hvort ég á að gráta eða hlæja. Stór hluti þjóðarinnar hefur farið fram á kosningar lengi. Það hefur ekki komið fram nein fylking sem krefst áframhaldandi ástands ad motum Geir Haarde. Því er það augljóst að við viljum kosningar. Geir þarf bara að boða til kosninga. Að þingmenn þurfi að búa til einhverskonar sómakæra leið fyrir hann er hlægilegt.


mbl.is Enn fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekki hvað þessi mótmæli eiga að skila þjóðinni okkar. Haldið þið mótmælendur, virkilega að stjórnvöldin í landinu séu ekki meðvituð um ástandið nú þegar. Hverskonar lýður eruð þið eiginlega!! Ég fellst alveg á það að einhver mistök hafi verið gerð. Hinsvegar held ég að ástandið sé óyfirstíganlegt nema ef við, LÝÐURINN styðjum stjórnvöldin og sitjandi ríkisstjórn þar til að stöðugleiki hefur náðst í landinu. Þá er ég fyrst til í að sjá kosningar. Alger óþarfi að eyðileggja vinnu æðstu ráðamanna þjóðarinnar, sem eru ekkert að gera nema að reyna að laga ástandið. Efast ekkert um að mörgum ykkar finnist "skemmtilegt", "huggulegt" og "hamingjuríkt" (sem eru orðin sem ég heyrði og las í fréttunum) að mótmæla fyrir utan Alþingishúsið. En hypjiði ykkur nú að fara að gera eitthvað sem er mannbætandi, er gott fyrir fjölskylduna  ÞIÐ MEGIÐ OG SKULUÐ SKAMMAST YKKUR!!!!

Gabríel Þór Gíslason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:29

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Eitt orð við Gabríel: Þú ættir að skammast þín fyrir að tala niður til fólks sem þú þekkir ekki nokkurn skapaðan hlut! Ef þú sættir þig við þessi „einhverju mistök“ gott og vel en þú getur bara ekki ætlast til að við séum sammála þér! Stöðugleiki næst ekki í þessu samfélagi nema núverandi ríkisstjórn segi af sér. Sættu þig við það! Ef þeir hefðu haft einhvern vilja til að vinna þá vinnu sem þeir voru ráðnir til væri ástandið ekki þannig núna að það er mótmælt í höfuðstöðum allra fjórðunga landsins!

Og aftur skammastu þín að láta þér detta í hug að tala niður til alls þessa fólks sem sumt hvert ætlar m.a.s. að vaka til að standa vörð um það sem þú virðist ekki hafa skilning á hvað er!

Gunnar: Fyrirgefðu, að ég skuli hvæsa svona á þinni síðu. Það er ekki líkt mér en erkibjáninn hann Gabríel fór alveg með mína stóísku ró. Kannski vegna þess að það liggur fleira undir sem hefur svo sannarlega raskað öllum mínum hversdagsleika og ógnar ró minni um leið.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:49

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég frétti að það hefði verið fjör á Akureyri í dag. Heyrði það meira að segja í gegn um gemsann minn þegar ég var að tala við Akureyring. Flott samstaða. Mótmælin eiga að skila þjóðinni lýðræði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband