OPINN BORGARAFUNDUR MÁNUDAGSKVÖLD KL. 20:00

New Image

 

 

Opinn borgarafundur #8 - Fréttatilkynning

Hér eru stuttar lýsingar á erindunum sem flutt verða á mánudaginn.

 

Erindi Roberts Wade:

Hrun íslenska fjármálakerfisins í alþjóðlegu samhengi. Var hrun íslenska fjármálakerfisins náttúruhamfarir, einhvers konar "perfect storm", eða hamfarir af mannavöldum? Mátti sjá hrunið fyrir? Hvað veikti efnahagslegar varnir Íslands? Hverjir bera ábyrgð? Hver átti að vernda almenning fyrir aðsteðjandi efnahagsvá? Hver átti að standa vörð um hagsmuni og almenna velferð fólksins í landinu? Hvað er nú framundan? Kreppan herðir nú tökin á löndum Evrópu, - botninum er ekki náð. Hvaða áhrif hefur það á batahorfur hins íslenska efnahagslífs?

 

Erindi Sigurbjargar Sigurgeirsdóttir:

Stjórnmál og stjórnsýsla:

Sú efnahags- og peningamálastefna sem leiddi til hruns íslenska fjármálakerfisins er dæmi um stefnu sem farið hefur hrapalega úrskeiðis með skelfilegum afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf og heimilin í landinu.

Hvernig og hvers vegna geta hugmyndir og stefnumál hins opinbera farið svona úrskeiðis?

Hvernig og hvers vegna þarf að endurhugsa og breyta innra umhverfi stjórnsýslunnar og koma stefnumótun hins opinbera í skipulagðari farveg?

 

Erindi Raffaellu Tenconi:

The summary of what I would present is:

1. Straumur macroeconomic forecasts for 2009-2010

2. The challenges of the near term and the risks surrounding these projections

3. Pros and cons of keeping the ISK, unilaterally adopting another currency or fully entering EU and the eurozone

I will not take a position on which option we recommend as I believe it is a political decision that should be enacted on the basis of the voters’ preferences. All options have advantages and disadvantages, I am happy to discuss those.

 

Erindi Herberts Sveinbjörnssonar:

Framtíð og nýliðin fortíð séð með augum hins almenna borgara, áhyggjur, afleiðingar og hugsanlegar lausnir. Spurt er af hverju er manneskjan að stofna samfélög ef þetta eru afleiðingarnar? Hverjar eru siðferðilegar skyldur borgaranna í samfélagi? Er hugtakið „löglegt en siðlaust“ lífsstíll á Íslandi? Hvernig samfélag viljum við? Og síðast en ekki síst, hvar er Nýja Ísland?

 

 

VERUM MEÐVIRK EKKI ÓVIRK !!!!  MÆTUM ÖLL.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll félagi og gleðilegt ár. Gangi ykkur vel og vonandi mæta sem flestir. Bestu kveðjur að Norðan.

Hallgrímur Guðmundsson, 10.1.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband