Biskupsræða eða Gúttóslagur.

Það er ekki margt sem ég hef haft tíma til að skoða á netinu í dag. Ég lagði mig þó í framkróka við að lesa ræðu biskupsins okkar. Hún var mjög uppbyggileg og réttsýn og greinilega langbesta áramótaræðan um þessi áramót. Síðla dags meðan ég tók eina létta skák við Páfann varð mér illilega brugðið. Ekki vegna gyllinæðar minnar heldur að maður kallaði mótmælendur "kommúnistadrullusokka".  Þar var mættur vinnufélagi minn Guðmundur Klemenzson. Þar sem bókin á náttborði mínu þessa dagana er Gúttóslagurinn 1932 finnst mér eins og sagan sé að endurtaka sig. Því tel ég mjög mikilvægt að við öll vöndum okkur til hins ýtrasta að tjá skoðanir okkar. Við verðum öll að hafa það að leiðarljósi að þó við þolum ekki skoðanir annarra þá munum við sameinast um að allir geti tjáð og túlkað sýnar skoðanir. Bæði grjótkast á lögreglumenn eða rúðubrot í fyrirtækjum mótmælenda  minnir frekar á Þýskaland fyrir stríð.

Slíka niðurlægingu mannsandans verðum við að hafa þroska til að neita okkur um.


mbl.is Mótmælendum ógnað á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ræða Biskups var stórkostleg,blessuð sé minning hans.

Númi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Látum það nú vera hvað hann gargaði en að sparka í liggjandi fólk er fyrir neðan allar hellur.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 09:48

3 identicon

Hlýtur ekki siðanefnd lækna að fjalla um hegðun læknisins á gamlársdag? Mér finnst að landlæknir hljóti að taka fyrir hegðun hans. Síðast en ekki síst hlýtur ekki félag lækna að velta fyrir sér að reka hann úr félaginu?

Helga (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband