55 milljarðar út um gluggann.

Margir eru að undirbúa jólin og reyna að gleyma tilvist kreppunnar, það er í sjálfu sér gott og blessað, en munum það að lýðræðið tekur sér aldrei frí. Ýmsir aðrir eru einnig á yfirvinnu þessa dagana. Um helgina fréttist það að fyrirtækið Milestone sem datt inn í ríkisbankann okkar hefði gert samning við skilanefnd skipuð af okkar mönnum. Sem sagt okkar banki og okkar skilanefnd gerði upp fyrirtækið Milestone. Niðurstaðan er sú að þeim voru gefnar upp skuldir upp á 55 milljarða. Við áttum kröfu á þá en af einhverjum orsökum ákveða okkar menn að sleppa þeim við að greiða skuld þeirra við OKKUR.

Ef þú fellir niður kröfu ertu að sjálfsögðu kröfunni fátækari.

Við erum 55 milljörðum fátækari.

Við þurfum því að greiða 55 milljarða meira í skatt.

Hvað er hægt að gera við 55 milljarða, t.d. byggja nýjan Landspítala.

http://www.fsr.is/library/2204/proc/7


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sæll Gunnar Skúli,

ég missti af þér þegar ég var heima síðast. Kem næst í febrúar. Við kannski náum saman þá.

Hafðu góð jól og gakktu hægt um gleðinnar dyr:)

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.12.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól!

Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband