SKORTSTAÐA-?!??

Ég á sætan rauðan jeppa. Nonni vinnufélagi minn fær hann lánaðan í 3 mánuði. Hann greiðir mér 50 þúsund krónur fyrir að fá bílinn minn lánaðan í 3 mánuði. Nonni selur svo bílinn minn strax á 3 milljónir, sem er sem sagt núvirði bílsins. Nonni ætlar að sjálfsögðu að skila mér aftur bílnum að þrem mánuðum liðnum, ÞVÍ ÉG Á BÍLINN ENNÞÁ. Það er að segja á milli mín og Nonna á ég bílinn ennþá, annars væri hann ekkert að hugsa um að afhenda mér bílinn MINN aftur. Auk þess er Nonni strangheiðarlegur maður, er reyndar örlítið gefinn fyrir skjótfenginn gróða. Hann hefur nefnilega hugsað sér að kaupa bílinn mitt aftur til baka áður en þriggja mánaða lánstímanum er lokið. Nonni er að vonast til að bíllinn minn hafi fallið í verði á þessum þremur mánuðum. Ef hann Nonni minn er heppinn þá kaupir hann sæta jeppann minn á 2 milljónir og græðir næstum því eina milljón á bröltinu. Sniðugt, ekki satt?

Bröltinu fylgir viss áhætta og í því felast vandamálin. Ef bíllinn minn hækkar í verði tapar Nonni. Það er ekki verst af öllu. Það sem er verra er ef allar bílasölur landsins fara á hausinn í einu. Þá getur Nonni ekki keypt aftur bílinn minn. Síðan munu lánadrottnar sem bílasölurnar skulduðu taka bílinn minn upp í skuldir bílasölunnar. Þá á ég 50 þúsund kallinn frá honum Nonna en engan bíl. Nonni er horfinn eins og jörðin hafi gleypt hann.

Ég vona bara að eins sé ekki komið fyrir lífeyrissjóðnum mínum og bílnum mínum því þá er ég virkilega í djúpum skít, eða þannig sko.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband