Kató gamli.

http://nogoodreason.typepad.co.uk/photos/uncategorized/2008/02/04/cicero_2.jpg

Núna er ég farinn að endurtaka mig. Þannig var Kató gamli líka, endurtók sömu vísuna aftur og aftur í lok hverrar ræðu sagði hann "svo legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði". Honum varð lokum að ósk sinni.

Ég vil taka upp Evru einhliða strax. Ástæðan er eigingirni mín og ekkert annað. Ég tel það fljótvirkustu leiðina til að afnema verðtrygginguna af húsnæðislánunum mínum. Á þann hátt tekst mér að halda í lífeyrir minn í húsinu mínu sem ég hef þrælað fyrir í 30 ár. Sennilega er allur annar lífeyrir komin í ryksugu fjárglæframanna.

Svo er það þetta með EU og Samfylkinguna. Það er að sjálfsögðu algjört prinsipp mál að kolfella fyrsta samninginn sem við gerum við EU. Semja svo upp á nýtt og fá betri díl. Algjör heimska að taka fyrsta tilboði, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vona að þér verði að ósk þinni því hún mun verða mörgun til góðs.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.12.2008 kl. 21:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér lýst vel á það að taka upp evru einhliða.  Ég held að það sé of dýrt að reyna að bjarga krónunni.  Og ekki vil ég fara inn í Evrópusambandið eins og staðan er í dag allavega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2008 kl. 10:49

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gunnar Skúli. Ekki hef ég neitt sérstaklega á móti því að taka upp Evru. Það gæti verið þægilegt í samanburði á verði milli landa og á ferðalögum. Það er þó ekki ókeypis því það mun kosta okkur mikið í viðskiptasamböndum við önnur Evrópusambandsríki. Þau líða ekki svona einhliða aðgerðir því þau vilja fá auðæfi okkar í pottinn hjá sér sem fyrst og munu aldrei semja um sjávarútveginn og hafa alltaf sagt það. Ég er nokkuð viss um að þú eignast ekki meira í húsi þínu eða lífeyrissjóði þó við verðum komin með Evru. Það er verið að spá verðfalli á Evru gagnvart Dollar á næsta ári og þar með enginn stöðuleiki í boði(verðbólga). ESB býður þó upp á stöðugt atvinnuleysi og stöðuga fátækt þar sem hún er fyrir. Eru svona vangaveltur ekki bara skuldakvíði sem er eðlileg viðbrögð við þessu ástandi sem ríkir í dag. Fyrst þú spyrð þá finnst mér heimskan felast í að lát það hvarla að sér að afhenda lífsbjörg þjóðarinnar gegn lausn frá tveggja- þriggja ára aðhaldi í fjármálum. Flest höfum við gott af því að endurskoða gildismat og þyrftum hvort eð er að venjast því ef við færum í ESB. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.12.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband