Flotkrónan fer til helvítis, verðbólgan til himna-hvar lendi ég?

Af helming sem tók afstöðu er þriðjungur sem styður ríkisstjórnunar. Spurningin er hvað helmingur þjóðarinnar er að hugsa. Ég held að mjög stór hluti þjóðarinnar sé að hugsa margt og mikið. Það eina sem ég veit með fullri vissu er að ráðherrarnir 12 eru að hugsa bæði lítið og smátt. Það eru liðnar meira en 6 vikur og ekkert bitastætt hefur komið fram. Núna eru mjög mörg fyrirtæki og heimili að komast í þrot. Það var sagt skýrt og greinilega í upphafi bankakreppunnar að þegar krónan færi á flot myndi verðgili hennar fara beina leið til helvítis. Samtímis var sagt að mikið verðbólguskot til himna myndi eiga sér stað. Af því leiðir að verðtryggð lán hækka verulega og sú hækkun er varanleg. Við lánþegar sitjum uppi með allar skuldirnar. Eignir okkar duga ekki fyrir skuldum. Hvernig væri að ríkisstjórnin kæmi með einhver ráð sem duga. Hvernig væri að við sem berum minnsta sök berum byrðar í samræmi við það.
mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Gunnar. Verðtryggingin er hækja ónýts gjaldmiðils. Meðan ríkisstjórn telur nauðsynlegt að hafa hana þá tekur hún í raun afstöðu gegn gjaldmiðlinum.

Jón Magnússon, 23.11.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Heidi Strand

Ég er sammála ykkur.


Burt með spillingarliðið.

Mótmælafundur á morgun kl 16.30 á Ingólfstogið á vegum ÖBI og fleiri.
Fundur í Háskólabíó annað kvöld.

Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

kvitt. kv .

Georg Eiður Arnarson, 23.11.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sælir allir saman,

það sem veldur mér og mörgum öðrum miklum kvíða er framtaksleysi stjórnvalda. Eigum við virkilega að brenna inni í eignum okkar?

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.11.2008 kl. 22:29

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sá ykkur hjúin en náði ekki að kasta á ykkur kveðju vegna átroðnings.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.11.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sammála þér.  Þetta er mjög óréttlát.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.11.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband