Ísland að athlægi.

Það er ekki gaman að vera Íslendingur í dag. Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi frelsi athafnamanna og einkavæddi bankanna. Sami flokkur lagði niður frelsið og innleiddi Ráðstjórn á Íslandi. Því má segja að við fáum bæði peninga og verklagsreglur frá gamla góða Rússlandi.

Þrátt fyrir varnaðarorð færustu manna hafa embættismenn og ráðherrar gert minnst lítið, fyrr en núna og þá í algjöru pati. Enda er umheiminum skemmt. Seðlabankinn hefur sent "ekki nægjanlega vel skilgreinda ósk" til Bandaríska seðlabankans. Spurningin er hvort umsóknin var páruð á pappírsþurrku í Seðlabankanum. Norski og sænski Seðlabankinn hafa ekki fengið neina formlega ósk um aðstoð. 

Davíð er í Kastljósinu og hvítþvær sig af glæsibrag, enda enginn viðvaningur. Samt gott að fá að hlusta á hann milliliðalaust. Sannfæringarkraftur hans er svo mikill að manni líður strax mikið betur. 

Vandamálið er bara að það eru svo fáir sem skilja íslensku í heiminum og fá ekki notið orða Davíðs eins og við hér heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband