30.9.2008 | 23:10
Frjálslyndi Flokkurinn og Kristinn H.
Á fjölmennum fundi hjá FF í síðustu viku kom fram einlæg ósk meirihluta fundarmanna að Kristinn H Gunnarsson yrði ekki lengur formaður þingflokksins.
Þingflokkurinn varð við þessari ósk fundarmanna og Jón Magnússon hefur verið skipaður formaður þingflokksins. Þarna skynjaði flokksforystan grasrótina og megi hún eiga þökk fyrir. Í Reykjavíkurfélögunum er mikill áhugi fyrir öflugu flokkstarfi. Bæði er það starf sem snýr meir að Reykjavíkurborg og málefnum hennar. Borgarmálafélagið sinnir því. Einnig eru tvö kjördæmafélög í Reykjavík sem tengjast frekar starfinu á landsvísu með hugann við alþingiskosningar Við væntum þess að sú breyting sem gerð hefur verið á æðstu stjórn FF muni hafa það í för með sér að starfið í Reykjavík muni eflast mjög. Afleiðing þess gæti orðið aukið fylgi við flokkinn og fleiri (kven)menn á þing. Ef svo fer mun landsbyggðin njóta ávaxtanna af vinnu okkar í Reykjavík.
Vonandi er hér um gæfuspor að ræða fyrir Frjálslynda flokkinn. Að minnsta kosti hefur alvarlegt ágreiningsefni innan flokksins verið leyst.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- helgatho
- sigurjonth
- haddi9001
- kreppan
- thjodarsalin
- marinogn
- jonl
- egill
- jari
- gretarmar
- hedinnb
- vilhjalmurarnason
- reykur
- larahanna
- kreppuvaktin
- georg
- andrigeir
- gretar-petur
- gullvagninn
- astromix
- andres
- thorsaari
- baldvinj
- lillo
- berglist
- hehau
- ragnar73
- siggith
- axelthor
- xfakureyri
- arikuld
- gmaria
- fiski
- alla
- framtid
- jakobk
- lillagud
- skessa
- birgitta
- neddi
- aevark
- jon-o-vilhjalmsson
- benediktae
- jensgud
- thorolfursfinnsson
- svanurg
- brell
- manisvans
- jax
- saemi7
- sigurbjorns
- inhauth
- smali
- olinathorv
- heidistrand
- doddyjones
- esk
- gunnaraxel
- valli57
- lydurarnason
- kolbrunerin
- rannveigh
- gammon
- tolliagustar
- hist
- zoa
- photo
- jhe
- gudni-is
- jonvalurjensson
- arh
- martasmarta
- hallarut
- gusg
- zeriaph
- kokkurinn
- luf
- hallgrimurg
- sifjar
- harpabraga
- ffreykjavik
- fuf
- arabina
- steinibriem
- lucas
- liljabolla
- solir
- glamor
- vesteinngauti
- duna54
- gunnsithor
- vestskafttenor
- bingi
- jogamagg
- jenfo
- jennystefania
- lehamzdr
- andresm
- kreppukallinn
- maeglika
- gattin
- isspiss
- valgeirskagfjord
- gus
- minos
- gudbjorng
- jaj
- agbjarn
- thorgunnl
- fullvalda
- zumann
- theodorn
- thoragud
- skarfur
- omarragnarsson
- ludvikludviksson
- vest1
- dramb
- reynir
- bjarnimax
- raudurvettvangur
- hvirfilbylur
- creel
- tilveran-i-esb
- gudruntora
- eyglohardar
- snorrima
- ingagm
- baldher
- einarbb
- thjodarheidur
- tryggvigunnarhansen
- jonarni
- eirikurgudmundsson
- postdoc
- halldorjonsson
- ludvikjuliusson
- eeelle
- altice
- bergthorg
- au
- jp
- andres08
- bofs
- ding
- stebbifr
- huxa
- elkris
- daliaa
- salvor
- krist
- bjarnihardar
- eldlinan
- socialcredit
- epeturs
- drsaxi
- falconer
- samstada-thjodar
Athugasemdir
Tek undir þetta Gunnar Skúli. Við skulum leyfa okkur að binda við þessa niðurstöðu nokkrar vonir. Það var mikið slys að kveikja umræðu um fálæti til landsbyggðarfólks og drepa með því á dreif aðalatriðum allra þessara slæmu deilna. Fátt er mikilvægara en að treysta böndin milli okkar hér á suðvesturhorninu og fólksins úti á landsbyggðinni. Enda hefur það verið meginkjarninn í stefnu Frjálslynda flokksins.
Árni Gunnarsson, 30.9.2008 kl. 23:33
Sæll Gunnar Skúli.
Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér, og landið allt er ein heild , svo er nú og hefur verið.
kv.gmaria.,
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.10.2008 kl. 01:51
"Það var mikið slys að kveikja umræðu um fálæti til landsbyggðarfólks og drepa með því á dreif aðalatriðum allra þessara slæmu deilna."
Þessu er ég sammála, þetta var stórslys en vonandi ekki dauðaslys. En það er nú þannig, Árni, að sannleikurinn er sagna bestur og bara ágætt að fólk á landsbyggðinni viti hver hugur Reykjavíkurfélaganna er. Mér finnst stefna flokksins besta byggðastefna sem er í boði í dag þó menn séu ekki alltaf að túlka hana ef annað hentar þeim betur. Nú er væntanlega búið að leiðrétta "höfuðborgarhallann" og "lýðræðisslagsíðuna" eins og mikið hefur verið í umræðunni hjá okkur og þá er bara spurningin, hverjum treystir nú fólkið á landsbyggðinni ? kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 1.10.2008 kl. 22:13
Ég er sammála Guðrúnu Maríu að landið sé ein heild og ekki séu efni til þess að draga fólk í andstæðar fylkingar eftir búsetu.
Það eru hagsmunir Vesturbæinga að Bakkfirðingar fái að draga bein úr sjó í Bakkaflóa.
Sigurjón Þórðarson, 2.10.2008 kl. 12:56
Eins og ég hef alltaf sagt, hagsmunir okkar allra hljóta að fara saman. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég verð vör við hræðslu landsbyggðarinnar í garð Reykvíkinga. Það er líka mikill misskilningur landsbyggðarfólks ef það heldur að við hér viljum fá það allt í bæinn Guð forði okkur öllum frá því. Ég vil miklu frekar stuðla að því að fólk geti flutt út á land.
Þóra Guðmundsdóttir, 2.10.2008 kl. 19:28
Sæl. Það er sannarlega ánægjulegt að sjá það hér og það staðfest af hinum fróða Sigurjóni að landið er ein heild. Ég verð nú að fara að kíkja í landafræðibókina mína. Líka merkilegt að sjá að Sigurjón fyrrverandi þingmaður FF tekur ekki undir það að okkar landsbyggðastefna sé sú besta sem völ er á. Þóra, ég er ekki hissa á því að landsbyggðafólk hafi efasemdir eða ótta eins og þú kallar það, til Reykjavíkurvaldsins. Ég hef búið mest alla ævi á landsbyggðinni og setið 8 ár í sveitarstjórn og þekki þann vanda að sækja fjármagn til Reykjavíkur þrátt fyrir að uppruni þess hafi komið af landsbyggðinni. Sumir vilja ekki fá þetta fólk í bæinn og jesúsa sig en vilja að völdin séu hér í Reykjavík. Er ekki kjördæmaskipan með þeim hætti sem hún er í dag um vægi atkvæða útaf því að það er talið nauðsynlegt landsbyggðarinnar vegna að þar sé meira vægi en í Reykjavík. En að lokum Þóra er það einhverjir ákveðnir aðilar sem þú vilt að flytji út á land eða ertu að spá í það sjálf?. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 2.10.2008 kl. 21:13
Sú aðferðarfræði sem beitt var í ,,jöfnun valds á milli landsbyggðar og höfuðborgar" var ljót og ekki mönnum sæmandi. Hún var hvorki málefnaleg né rökstdd og einkenndist af ókurteisi og í sumu tilvikum klárum níðskrifum.
Búast menn virkilega við því að menn jafni sig á slíkum hamförum, rétt bara sí sona? Það er ansi hljótt í herbúðum Jóns manna þessa dagana enda sigur unninn. Mannaskipti innan flokksskrifstofunnar virðast fara fram í húmi nætur.
Það mun taka tíma fyrir flokkinn að öðlast trúverðugleika, stöðug innri barátta um völd, embætti og titla einkennir flokkstarfið út á við. Kjósendur sneiða eðlilega hjá slíku stjórnmálaafli, hvernig má annað vera? Hvernig geta kjósendur tekið FF alvarlega?
Flokkurinn er vængbrotinn og kofinn og því ekki í stakk búinn til að sinna hlutverki sínu í stjórnarandstöðunni, svo einfalt er þetta nú.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 4.10.2008 kl. 23:34
Jóna." Sú aðferðarfræði sem beitt var í ,,jöfnun valds á milli landsbyggðar og höfuðborgar" var ljót og ekki mönnum sæmandi" Þetta er sterkt að orði kveðið en því miður er þetta rétt. Þannig upplifi ég það allavega . Að sitja undir óvæginni aðför að okkar reyndasta þingmanni og formanni vorum á hverjum miðstjórnarfundinum eftir annan er bæði ógeðslegt og særandi fyrir fólk með réttlætiskennd. "Málstaðurinn" var ekki að jafna nein hlutföll (enda er til eitthvað sem heitir jákvæð mismunun og við konur notum það orð stundum) heldur var það aðför að stefnu flokksins til framtíðar og að ná tökum til að ráða hverjir færu í framboð næst. Ég óttast að það verði annað landslag í næstu kosningum og finnst þó sumum nóg um öfgastefnu flokksins í dag. Mér sýnist næsta víst að það verður hvorki Kristinn H. né Sigurjón Þ. sem þar fara í fararbroddi og það finnst víst mörgum ágætt. Ég ítreka þá skoðun mína hér að við erum núna með bestu byggðastefnuna en get ekki ætlast til að fólk treysti því mikið lengur. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 5.10.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.