Endurfæðing Ólafs F.

Það er greinilegt að það vekur mikla athygli að Ólafur F hafi ákveðið að ganga í Frjálslynda flokkinn. Yfir 20 athugasemdir við fréttina á liðlega 2 tímum, gerir 10 athugasemdir á klukkustund. Sjálfsagt er það mjög góður árangur og jafnvel met.

Það sorglega í þessu að enginn er hið minnsta jákvæður. Fólk hæðist að þessum tilfæringum. Sumir vissu ekki að hann væri genginn úr flokknum. Andstæðingar FF hrósa happi og finnst það mátulegt á FF að fá þessa sendingu. Því miður sagði einn bloggarinn að nú muni hann segja sig úr FF vegna komu Ólafs til baka. Nettóhagnaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík er því enginn því miður.


mbl.is Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Gunnar Skúli, það er litlar líkur að því að Ólafur verði andlit flokksins því nú er búið að stofna Borgarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjavík þar sem þú situr í stjórn.  Þar er Jón Magnússon formaður og vonandi verður hann okkar borgarstjóraefni í næstu kosningum.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 19.8.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég eiginlega veit ekki hvort mér finnist innkoma Ólafs F. í FF vera jákvæð eða neikvæð. Mér finnst hann einfari sem er svolítið erfitt að átta sig á. 

Get ekki tekið undir með Ásgerði hér að ofan varðandi borgarstjórefni Borgarmálafélags Reykjavíkur, er ekki viss um að Jón Magnússon nái að lenda þeirri baráttu en auðvitað of snemmt að dæma um það. 

Til hamingju með hið nýja félag

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:37

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála Ásgerði og Guðrúnu Jónu.  Ólafur getur ekkert verið með svona fullyrðingar.  Hann er ekkert sjálfskipaður forustumaður flokksins í Reykjavík, þar munu aðrir ráða.  Annars hélt ég að Ólafur væri kominn í Íslandshreyfinguna.

Jakob Falur Kristinsson, 20.8.2008 kl. 02:44

4 Smámynd: Rannveig H

Ég er alveg samála því að Ólafur er ekki sjálfskipaður sem borgstjóraefni FF,það væri eins og að seigja fótbrotnum manni að hlaupa. Ekki veit ég hvort Ásgerði Jónu verður að von sinni, en Jón Magnússon er heldur ekki sjálfskipaður þó hann sé formaður boramálafélagsins.

Rannveig H, 20.8.2008 kl. 12:12

5 Smámynd: Hildur Sif Thorarensen

Af forvitnissökum, þið sem teljið hvorki Jón né Ólaf eiga eftir að lenda forystuhlutverkinu.. hvern setjið þið þá í það pláss? :-)

Hildur Sif

Hildur Sif Thorarensen, 21.8.2008 kl. 00:21

6 Smámynd: Rannveig H

Hildur mér finnst ekki tímabært að gefa út einhverjar yfirlýsingar um það

Og að einhver sé borgastjóraefni FF finnst mér bara hlægilegt,en það kemur í ljós hver leiðir flokkinn og fyrir mína parta vil ég ekki Ólaf F.

Rannveig H, 21.8.2008 kl. 00:40

7 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það er engan veginn tímabært að fara að stilla fólki upp á lista. Það er líka beinlínis fáránlegt að litlir flokkar bjóði fram Borgarstjóraefni. Flokkur sem fær ekki nema einn mann kjörinn, í besta falli tvo, getur ekki með nokkru móti átt tilkall til Borgarstjóraembættisins. Það væri beinlínis skrumskæling á lýðræðinu.

Þóra Guðmundsdóttir, 21.8.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband