9.8.2008 | 23:45
Fagin og kók.
Það er merkilegt þetta blessaða þjóðlíf okkar. Þegar bankarnir missa tekjur auka þeir álögurnar á okkur venjulegum neytendum. Þannig halda þeir í horfinu og útlendir greinendur skilja ekki neitt í neinu. Þrátt fyrir djúpa niðursveiflu skila þeir afgangi. Meira að segja Bubbi tapaði á trúnni á fyrirtækjum. Mjög einföld regla er sú að fjárfesta í fyrirtækjum sem framleiða eitthvað, eins og Coke t.d. Ekki fjarfesta fyrr en síðasta skuldin er greidd, þannig er það bara. Þetta eru hinar einföldu reglur gyðingsins í Mark Twain. Það virðist að þeir sem telja fólki trú um að að fara EKKI eftir þessum grundvallaratriðum hagfræðinnar fái mestu launin. Það virðist sem Brútus hafi alltaf vinninginn.
Það er eins og öll íslenska þjóðin hafi verið að sniffa kók undanfarin ár. Full af óraunsæi og látið slag standa. Þjóðin er núna með timburmenn og fráhvarf. Yfirvöld, þ.e. íslenska Ríkisstjórnin virðist enn vera í vímu. Allt er svo gott og elskulegt og best að gera ekki neitt og bara njóta. Við þessir venjulegu sem erum fyrir löngu komnir úr trippinu sköðumst bara enn meira eftir því sem tíminn líður. Það er mál til komið að senda yfirvöld í þurrkví.
Meginregla Fagins var eftirfarandi; afla 20 pennía og eyða 19, einfalt ekki satt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Menntun og skóli, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.