AÐSTOÐARMAÐUR(antabus)

Stórmerkileg tíðindi. Hvers vegna ræður Geir sér aðstoðarmann? Geir er hagfræðingur sjálfur og var fjármálaráðherra lengi vel og kann því samlagningu og frádrátt nokkuð vel. Íslenska þjóðin er í bullandi mínus, þökk sé bönkunum, og þarf bara að spara.  Vandamálið er að það er ekki hægt að spara á Íslandi. Það er enginn sem treystir bönkunum fyrir fjármunum sínum og auk þess geta þeir farið á hausinn hvenær sem er.

Sparnaðurinn af hálfu Ríkisstjórnarinnar er þegar hafinn og kemur fram í þeim kjarasamningum sem hafa verið undirritaðir að undanförnu við launþega landsins. Það eru í raun einu merki þess að fyrrnefnd stjórn kannist við efnahagsvanda þjóðarinnar og það eina sem gert hefur verið, þangað til í dag að Tryggvi var ráðinn.

Getur hugsast að hlutverk Tryggva sé að semja einhverskonar handtökuskipan á einkavæddu bankana sem komu okkur í skuldasúpuna. Ef til vill að koma á laggirnar afeitrunarstofnun fyrir ofsanýríka, hver veit. Kannski vantaða Tryggva bara vinnu?


mbl.is Geir fær efnahagsráðgjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þú segir nokkuð Gunnar Skúli, Tryggvi sagði nú í frétttum áðan að það væri búið að gera fullt. Við höfum ekki orðið vör við það nema að hann sé að tala um að búið sé að gera fullt til að setja sem flesta í vandræði vegna skulda og jafnvel atvinnumissis.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.7.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ætli vininum vanti ekki bara vinnu, ég hef trú á því

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.7.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Er Geir ekki bara með þessu að viðurkenna að hann ræður ekki við djobbið? Mér sýnist það. Geir hefur heldur ekki haft lag á því að eiga þokkalegt samneyti við fjölmiðla þannig að honum veitir sennilega ekki af aðstoð af ýmsu tagi.

Þóra Guðmundsdóttir, 18.7.2008 kl. 23:50

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Tryggvi er líka skarpgreindur. Hann hefur nú þegar komið auga á að það er bráðnauðsynlegt að ná verðbólgunni niður, nokkuð sem ríkistjórnin hefur ekki áttað sig á .

Þóra Guðmundsdóttir, 18.7.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ég er sammála ykkur. Það sem mér sárnar er að við þurfum að borga brúsann af sukki bankamannanna. Hugsið ykkur að bara að Glitnir skuldar fjórföld fjárlög íslenska ríkisins. Það segir okkur að Davíð getur ekki gengist í ábyrgð fyrir flippi þessara bankamanna. Ég get ekki séð að einn hagfræðingur til viðbótar geri neinn gæfumun.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.7.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband