21.6.2008 | 00:33
Get ég forðað börnum frá nauðgun?
Hvað fær heilan ráðherra til að rífa sig upp, fresta ferðalagi erlendis og ferðast norður í land? Er það hrun íslensku krónunnar um fjórðung? Er það alkul íslensk fasteignamarkaðar? Er það stöðvun í nýbyggingum og yfirvofandi atvinnuleysi fjölda byggingaverkamanna? Er það mannréttindabrot íslenskra stjórnvalda á sjómönnum? Er það megn óánægja kvennastétta með kjör sín? Nei það er ekki svo heldur ísbjörn. Ísbjörn sem vilst hefur yfir hafið til Íslands frá Grænlandi.
Ég er svo gamaldags og óendanlega nýtinn að fyrir mér er ísbjörn bara matur. Þar sem hann getur verið mönnum hættulegur finnst mér það sjálfsagt að aflífa hann sem fyrst. Sjálfsagt má reyna að gera það fljótt og án mikilla þjáninga fyrir dýrið. Að standa í einhverju veseni til að forða Norðlendingum frá góðri búbót finnst mér út í hött.
Mitt vandamál er að sjá glóruna í því að elska bjarndýr meira en menn. Í Darfur héraði í Súdan er búið að nauðga svo til öllum konum af óvinahermönnum. Þegar fyrrum kvennalistakona, Þórunn, hleypur út um víðan völl til að bjarga gömlu lífsþreyttu bjarndýri í stað þess að sinna því umhverfi sem er okkur kærast, þ.e. dætrum okkar sem verið er að nauðga á skipulegan hátt í Súdan er manni nóg boðið
Meðan íslenskur ráðherra reynir að hlaupa upp grænlenskt bjarndýr bjargar hann ekki dætrum okkar frá nauðgunum í Súdan. Mér er spurn, finnst Samfylkingarfólki hefðbundinn grænlenskur matur mikilvægari en meydómur dætra okkar? Komumst við ekki í Öryggisráðið fyrr en við höfum bjargað einu bjarndýri?
Svona eru sögurnar frá Sudan:
Hundreds of people in Khartoum have been rounded up because they are from Darfur, and brutally beaten and thrown into overcrowded jails where some have died. The Sudanese authorities should account for every individual and charge them with a cognizable crime or immediately release them.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
kannski hún hefði farið til Súdan hefði hún átt þess kost. En það finnast fleiri birnir vittu til....
Hólmdís Hjartardóttir, 21.6.2008 kl. 00:37
Sæl Hólmdís,
takk fyrir athugasemdina, hún þarf í sjálfu sér ekki að fara eitt né neitt. Hún getur látið lögregluna fyrir norðan skjóta bjarndýrið athugasemdalaust. Aftur á móti vil ég að menn bregðist hart við þegar svívirðileg mannréttindabrot eru framkvæmd á skipulagðan hátt á börnum og ungum konum.
Gunnar Skúli Ármannsson, 21.6.2008 kl. 00:51
Þörf og rétt ábending. Ráðherra virðist hafa vikið frá fyrri sannfæringu, á því er enginn vafi. Áherslur hafa heldur betur breyst, stóllinn er verðmætur hjá henni sem og öðrum flokksfélögum hennar. Spurningin er hins vegar sú; hvenær sýður upp úr hjá þeim sem þó fylgja sinni sannfæringu eftir? Hversu sterkur er flokksaginn og forystan????
Þetta er grátleg staða
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 01:04
Mikið rétt Guðrún, það virðist í augnablikinu sem ást á bjarndýrum sé vænleg til vinsælda. Ég gæti best trúað því að sú ást nái þvert í gegnum alla Samfylkinguna. Að vorkenna einhverjum útlendum konum passar ekki alltaf öllum.
Gunnar Skúli Ármannsson, 21.6.2008 kl. 01:12
en satt er það heimurinn er að bregðast fólkinu í Darfur....ástandið þar er hræðilegt
Hólmdís Hjartardóttir, 21.6.2008 kl. 13:42
Eins og ég skil þig Gunnar ertu fyrst og fremst að vekja athygli á klikkaðri forgangsröðun, bæði fréttasnapa og pólitíkusa sem oft eru að spila á þau hljóðfærin öll. Sem slíkt tek ég undir hvert orð í grein þinni.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.6.2008 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.