Sér er nú hver spennitreyjan.

Þingflokkur VG þeysist fram á völlinn íslenskum heilbrigðismálum til varnar.  Við þökkum.  Sjálfsagt vel meint.  Aftur á móti er manni ekki grunlaust um að hér sé notað tækifæri til að lumbra  á Guðlaugi bara vegna þess að tækifæri gafst.

 Mat VG er augljóst, allt er að fara andskotans til undir stjórn Guðlaugs Þórs. Það sem VG átta sig ekki á er að þegar kemur aðili í heilbrigðisráðuneytið og tekur við að umbylta ýmsu verðum við almennir starfsmenn svolítið forvitin. Heilbrigðismál hafa verið í spennitreyju kyrrstöðu um árabil og því er hreyfing nýmæli.

Guðlaugur er að prófa nýja hluti og er það vel. Sumt mun takast og annað mistakast eins og gengur. En að vilja ekki breyta neinu er að vera fastur í spennitreyju hugans. 


mbl.is VG segir heilbrigðisstofnanir í spennitreyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég skil reyndar ótta manna varðandi þan ógnarhraða sem er á einkavæðingu innan heilbrigðiskerfisins sem fer fram án nokkurrar umræðu. Strákurinn geysist áfram á gammi sínum og hirðir lítt um að kynna málin. Slíkt fer alltaf illa í fólk.

Er sammála því að einkavæða ýmsa þætti starfseminnar en treysti Sjálfstæðismönnum passlega. Markmiðin felast m.a. í því að fækka opinberum starfsmönnum umtalsvert og ná þannig fram hagræðingu. Rök sem eiga vel við hagfræðina en skapar óöryggi meðal starfsmanna. Einkageirinn mun ótryggari vettvangur og réttindin lakari. Spái því að læknaritarstéttin muni rýrna á næstu 2-3 árum, þvottahúsið fer út, dregið verði verulega úr rannsóknum sem verða keyptar af Domus og svona má áfram telja varðandi alla stoðþjónustu. Ef af líkum lætur verður þjónusta einstakra deilda boðin út, þ.e sú sem fellur ekki undir hátækniþjónustu. 

Etv. jákvæð þróun en í öllu falli þarf upplýst umræða að fara fram eða hvað

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.3.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Halla Rut

Þetta er nákvæmlega málið Gunnar. Fólk er hrætt við breytingar jafnvel þótt þær séu til góðs. Það er eins og það sé einhvernvegin saumað í okkur að reyna að gagnrúna allt sem er nýtt og öðruvísi en við eigum að venjast.

Halla Rut , 15.3.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sammála þér að upplýst umræða þarf að fara fram. Það kom fram í kvöldfréttunum að tilboð einkaaðila í deild á Landakoti voru töluvert hærri en Ríkið greiðir fyrir viðkomandi þjónustu hjá Landspítalanum. Ég geri ráð fyrir að þetta brölt allt saman muni upplýsa menn um raunverulegan kostnað. Núna stendur til að taka upp svo kallað DRG kerfi, það er greitt fyrir unnin verk. Þá mun dýralæknirinn þurfa að greiða þjónustuna eftir reikning. Það verður mjög spennandi að fylgjast með því.

Gunnar Skúli Ármannsson, 15.3.2008 kl. 22:27

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar Skúli.

Það vantar nú venjulega ekki hlaupaskóna vinstra megin þegar eitthvað breytist í kerfinu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.3.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband