Þorrablót Frjálslynda flokksins.

Þorrablót frjálslynda flokksins var í gærkvöldi. Margt var um manninn. Þrátt fyrir það var góðmennt. Þorramaturinn var svo góður og ég át svo mikið að hver andadráttur var sársaukafullur. Þegar Jóhannes eftirherma koma átti ég bágt því í hvert sinn sem ég hló þá vildi þorramaturinn fara eitthvað en hvergi var plássið.

Nokkur Vestfirskur blær var á blótinu óneytanlega því þeir voru bæði fyrirferðamiklir á staðnum bæði að fjölda og rúmmetrum. Borgarbúunum var svo snyrtilega klínt saman við utanbæjarhópinn undir fimlegri stjórn Kolbrúnar ritara.

Eina huggunin eftir kvöldið er að núna er bara tæpt ár í næsta þorrablót. 

 

http://xf.is/press/press/merki.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Menn hafa kannski vanmetið fjöldan? Á þorrablóti á að vera nóg pláss og stuðhljómsveit.

Mig skal ekki undra þú hafir átt bágt þegar Jóhann mætti, var ekki Guðni þá líka

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 16.2.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Guðni, Óli og allir hinir, þvílíkt fjölmenni.

Gunnar Skúli Ármannsson, 16.2.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar Skúli og takk fyrir síðast.

Já maturinn var alveg frábær og baunasúpa mér til mikillar ánægju.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.2.2008 kl. 23:57

4 Smámynd: Halla Rut

Gaman - gaman.

Halla Rut , 17.2.2008 kl. 21:12

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gunnar Skúli. Bara svo það sé á hreinu þá klíndi ég ekki neinum neins staðar nema sjálfri mér við borðið hjá Tryggva Agnars og hans konu. Það var aðallega út af því að það var laust við það borð 3 sæti þegar ég kom og það var alveg við púltið sem ég vissi að ég þyrfti að nota allt kvöldið. Hann er auk þess afar geðþekkur og kurteis maður og var þetta með þeirra samþykki. Ég sá lítið inn í salinn, hverjir sátu hvar, þar sem ég var með ljóskastara í augun allan tímann og mín vegna máttu menn sitja hvar sem var, þess vegna heima eins og minn gestur kaus að gera. Ekki réði ég heldur dagskránni eða hverjir komu fram. Í mínum huga skiptir ekki máli hvaðan menn eru og ég hefði viljað sjá þarna fleiri valinkunna Vestfirðinga en ég hitti fólk bæði að norðan og úr Garði , Keflavík og Sandgerði. kveðja til þin og þinna Kolbrún. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.2.2008 kl. 22:00

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Kolla,

ég var nú bara að grínast í þynnkukasti og meinti ekkert sérstakt með þessu. Þorrablótið var frábært og þú stóðst þig mjög vel í blótstýruhlutverkinu.

Kær kveðja,

Gunnar Skúli. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 17.2.2008 kl. 23:30

7 Smámynd: Rannveig H

Gunnar!!! var ég fyrirferðamikil  OMG nú tek ég á þessu.En þetta var hið skemmtilegasta blót kv.

Rannveig H, 18.2.2008 kl. 19:31

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið vildi ég að ég hefði verið þarna með ykkur.  Frábært alveg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband