STURLUNGAÖLD.

Það er margt sérkennilegt í fari okkar Íslendinga. Nýlega komst mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna að því að við höfðum framið mannréttindabrot á samlöndum okkar. Vilhjálmur fyrrverandi borgarstjóri er uppvís af þvílíku pólitísku klúðri þessa dagana að hann mun komast á spjöld kennslubóka sem dæmi um hvernig stjórnmálamenn eiga ekki að haga sér. Augljóst er að hann var leikskoppur einhverra peningamanna. Heill haugur af gömlum varnarliðsíbúðum var seldur á slikk á Keflavíkurflugvelli, og kaupendur eru enn ekki búnir að borga þær. Opinberar stöðuveitingar fara eftir forskrift Sikileyskrar reglu sem er stundum kölluð mafían. Peningamenn ásælast orkuauðlyndir landsmanna og ekki er laust við kjörnir fulltrúar okkar styðji þá dyggilega við þá iðju. Dýralæknirinn hefur það helst sér til málsbótar að hvæsa á menntamálráðherra að henni komi ekkert við hvað hann ætli sér að skammta kennurum í laun. Sjálfsag vegna þess að hún er kona.

Ég er farinn að hallast að því að það sé röng söguskýring að Sturlungaöldin sé liðin. Ef það reynist rétt hjá mér mun Þorgerður ekki lána Árna sínum lokk úr hári sínu á ögurstund. Slíkt virðist að minnsta kosti vera of seint fyrir Vilhjálm.

Það sem er öllu merkilegra að ekkert hefur breyst frá Sturlungaöld því við leiguhjúin fylgjumst bara með og tautum eitthvað en höldum svo áfram að kemba ullina eins og ekkert hafi í skorist.

Er ekki orðið tímabært að fara að "praktísera" lýðræði á Íslandi.

 sturlunga3

 

Sturlungaöld er tímabil í sögu Íslands sem er venjulega látið ná frá 1220 þegar Snorri Sturluson kom út til Íslands frá Noregi og hóf mikla eignasöfnun, til 1264 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála. Tímabilið er kennt við Sturlunga, þá ætt sem var mest áberandi framan af. Það einkenndist af miklum átökum milli helstu höfðingjaætta Íslands um eignir og völd svo sumir höfundar hafa jafnvel gengið svo langt að tala um borgarastyrjöld í því samhengi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það er deginum ljósara að Sjálfstæðismenn hafa verið of lengi við völd. Hafa ugglaust samið eigin leikreglur lengi án þess að spillingin hafi komið upp á yfirborðið. Nú eru menn orðnir kærulausir eða finnst sjálfsagt að aðrir samþykki þeirra leikreglur . Í öllu falli skiptir leynd ekki máli lengur.

Svarta skýrslan er vonbrigði að því leytinu að Tjarnakvartettinn hefur dregið í land. Einhver málefnasamningur hefur vængstíft hópinn. Nú eru bæði Vilhjálmur og Ólafur í úlfakreppu. Ef Villi víkur er næstum öruggt að nýji meirihlutinn falli, enn og aftur. Engin sátt um næsta leiðtogaefni Sjálfstæðismanna. Sturlungaöld er réttnefni

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 15:06

2 identicon

Geturðu ekki sett á bloggið nýjustu greinina sem birtist í mogganum ? Ég nefnilega missti einhverra hluta af henni..... en ég hef heyrt margt gott um hana og langar endilega að lesa hana :-)

Kveðja að austan

Hrönn Sig (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband