Lýðræðið.

Það er skrítið þetta lýðræði. Við kjósum með jöfnu millibili. Á þann hátt ákveðum við hvaða einstaklingar munu fylgja hugsjónum okkar eftir á Alþingi. Svo gerist það að úrslit kosninganna eru okkur ekki að skapi. Sá sem við höfðum mestar mætur á nær ekki kjöri heldur einhver annar. Það ákvarðast í raun af kosningalögum, hvernig atkvæðin eru meðhöndluð, svona tæknilega séð. Á þann hátt nær lýðræðið ekki tilgangi sínum, að ákveðinn hópur velur sér fulltrúa til að bera fram sín mál. Kosningalögin gera það mögulegt að einhver allt annar en við höfðum í hyggju næði kjöri. Hvað er þá til ráða?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þetta er nokkuð sem ég hef svo oft hugleitt en aldrei heyrt neinn tala um.

Halla Rut , 30.9.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar Skúli.

Maður hefur nú aldeilis velt vöngum yfir blessuðu lýðræðinu fyrr og síðar og þróun þess.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.10.2007 kl. 00:37

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvernig væri ef landið væri eitt kjördæmi? Þá yrði alla vega ekki hippsum happs eins nú er oft á tíðum.

Sigurður Þórðarson, 3.10.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband