Heilaþvegnar týndar rjúpur.

Sigurjón Þórðarson bloggar í dag um týndar rjúpur. Áður hefur verið bent á týndan þorsk. Fræðimenn beita ýmsum reiknilíkönum til að finna út stofnstærð dýra. Það er gert því að ekki er möguleiki að telja öll dýrin eins og við gerum við mannskepnuna. Þegar þessum reikniaðferðum er beitt endurtekið árlega virðist vera sem fjöldi dýra gufi hreinlega upp milli ára. Með hliðsjón af hegðun okkar sjálfra hafa sjálfsagt heilu ættbálkarnir skroppið suður í sólina á Spáni meðan vísindamennirnir voru að telja.

Það er engin furða að nokkrir nördar sem nenna að velta hlutunum fyrir sér hafi ekki mikla trú á þessum reiknikúnstum. En hvað með okkur hin?

Við erum á fullu að vinna, fara í Bónus, sækja í ballet og fimleika, mæta á fundi í skólum barnanna og íþróttafélögum þeirra. Auk þess þurfum við að sinna heimlærdómi og öðrum þörfum barnanna okkar. Svo höfum við kannski sjálf smá hvatir, sennilega þær helstar að fara að sofa.

Ef venjulegur einstaklingur í þessu þjóðfélagi á að geta fylgst með þeim málum sem vekja áhuga hans þarf hann að vera barnlaus einsetumaður, eða verulega ofvirkur. Þjóðfélagsgerðin sem við búum við er mjög andlýðræðisleg. Hvernig á venjulegur maður að hafa tíma til að setja sig vel inn í mál og mynda sér skoðun í þessu tímaleysi. Er það ekki svo að við erum bara mötuð og heilaþvegin. Okkur er talin trú um það að friða verði rjúpuna því henni hefur fækkað svo mikið. Síðan kemur í ljós þegar einn af þessum nördum gruflar í þessu að lang flestar rjúpur týndu tölunni á skrifborði einhvers reiknimeistara út í bæ.

Þegar heppilegu fæði er hent fyrir rjúpur þá éta þær það sem er gaukað að þeim, það mettar. Eins er okkur farið, þegar sæmilega mettandi skoðun er hent fyrir okkur þá sporðrennum við henni gagnrýnislaust, bara að hún sé mettandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ójú jú Gunnar mikið rétt, tímaleysið er algjört í samtímanum og maður þarf að vera " ofvirkur " til þess að vinna, og taka þátt í öllu, þekki það vel sem ekkja og einstætt foreldri frá fjögurra ára aldri barns til nú átján ára með síharðnandi baráttu við það að lifa af af launum á vinnumarkaði síðari ár.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2007 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband