THE GUNS OF NAVARONE.

Image:GunsofNavarone.jpg

 Við sem erum kominn á miðjan aldur munum vel eftir þessari kvikmynd. Hún rifjaðist upp fyrir mér um daginn. Þessi saga gengur út á að Þjóðverjar voru með  tvær mjög öflugar og langdrægar fallbyssur á klettaeyju í Miðjarahafinu. Ef bandamenn reyndu að komast framhjá drundi umsvifalaust í þýsku fallbyssunum og sökkti mörgum skipum bandamanna. Þar að auki var stór herafli Breta innikróaður í Afríku og komst hvergi. Þrátt fyrir miklar loftárásir tókst ekki að þagga niður í þessum fallbyssum. Því var send inn í virkið sérsveit sem tókst að lokum að koma fyrir sprengjum og þagga endanlega niður í þessum fallbyssum og gera litla klettinn í hafinu hættulausan með öllu.

Þegar ég frétti af afdrifum Sigurjóns Þórðar og Magnúsar Þórs hjá Frjálslynda flokknum kom þessi gamla kvikmynd upp í hugann hjá mér. Þeir tveir hafa verið öflugustu fallbyssur flokksins á liðnu kjörtímabili. Ekki eyrt neinu og sökkt mörgum skipum fyrir andstæðingunum. Flokkurinn hefur kosið að nýta sér krafta þeirra í eins litlu mæli og hægt er á næstunni, einmitt þegar kvótaskerðing er í hámarki og virkilega er þörf fyrir kröftugar og langdrægar fallbyssur. Kletturinn er algjörlega hættulaus í augnablikinu. Ég vona að samlíkingunni við fyrrnefnda kvikmynd ljúki hér því illt væri til þess að hugsa að einhver sérsveit hafi komið sér fyrir í flokknum. Kannski er sérsveitin bara ranghugmyndir hjá forystunni og rangt stöðumat eða gamaldags stjórnunarhættir og skortur á tilfinningargreind.

 

 

'


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband