Gróa á leiti og Frjálslyndi flokkurinn.

Það er lenska þegar maður þekkir ekki til staðreynda né réttrar atburðarrásar að hlustirnar verða einkar móttækilegar fyrir Gróusögum. Það er sterk tilhneiging að fylla upp í tómarúmið, hálfgerð gúrkutíð.

Þannig hafa hlutirninr æxlast hjá Frjálslynda flokknum. Nánast algjör þögn frá körlunum í brúnni í allt sumar. Við á dekkinu förum því að reyna að skálda í eyðurnar.

Inn í eyrnahlustir mínar hafa ýmsar sögur flögrað sem erfitt er að meta sökum fyrrnefndar þagnar.

Meðal annars hvað kostaði kosningabaráttan og hvernig stendur flokkurinn fjárhagslega, var ekki einhver að tala um opið bókhald hjá flokkunum? Hvar verður húsnæði í vetur fyrir flokkstarf, eru einhverjir möguleikar í stöðunni og höfum við almennir félagsmenn einhver tök á því að segja hvað okkur finnst í því máli. Hver verður næsti framkvæmdastjóri flokksins. Hvernig verður vetrarstarfinu háttað? Hvaða mál ætla þingmenn vorir að leggja áheyrslu á í vetur, getum við komið að því á einhvern hátt, getum við leiðbeint þeim? Hvað er toppstykkið að pæla?

Heimasíðan hefur verið dauð frá kosningum. Enginn netpóstur. Við á dekkinu erum farin að krunka saman nefjum. Þetta er að verða nokkuð gott sumarfrí hjá þein finnst mér, sjálfur fékk ég bara 2 vikur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar.

Nýliðnar kosningar eru aðrar kosningar sem ég tek þátt í af hálfu flokksins og það get ég sagt þér að sumarið nú er ósköp álíka sumrinu 2003, þar sem flokksstarf lagðist í doða fram á haust. Reyndar fórum við í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum í ferðaleg í byrjun júni sem var mjög ánægjulegt. Sjálf vildi ég sjá milku virkara starf og mun leggja mitt af mörkum til þess að svo megi verða, hér eftir sem hingað til.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.9.2007 kl. 00:37

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Guðrún María,

Þó að menn hafi ekið yfir á rauðu 2003 er það engu skárra að endurtaka það núna. Þessi skortur á tilfinningagreind er flokknum ekki til góðs. Ef við aðhyllumst lýðræði þá verðum við að beita þeim aðferðum sem eru til boða á árinu 2007. Þá á ég við að koma boðum og fréttum til félagsmanna í gegnum heimasíðu flokksins og að senda félagsmönnum netpóst um það sem er að gerast í brúnni. Það er virkt lýðræði, þ.e.a.s. við sem erum á dekkinu fáum möguleika á að segja hvað okkur finnst, enda erum við farin að krunka saman nefjum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 8.9.2007 kl. 00:53

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég tek alveg undir þá þína gagnrýni Gunnar, hún er réttmæt og eðlileg.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.9.2007 kl. 01:10

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gunnar. Það er rétt hjá þér að það hefur verið heldur dauft yfir heimasíðunni miðað við hversu frábær hún hefur verið og vonandi stendur það til bóta. Það er nú ekkert að því að fólk "stingi saman nefjum" og vonandi kemur eitthvað gott út úr því. Ég held að við  sem erum í "furðuverkinu" eins og Guðmundur kallar okkur höfum haft nóg fyrir stafni. Bæði hafa verið miðstjórnar-og framkvæmdastjórnarfundir og unnið  hefur verið að því að selja fasteign flokksins og koma fjármálum í viðunandi horf. Þingmenn okkar hafa verið mjög áberandi á Útvarpi Sögu og öðrum fjölmiðlum og þannig komið boðskapnum á framfæri. Einhver þreyta kann að vera eftir mikla átakabaráttu í kosningunum sem ég held að hafi verið mun hatrammari en 2003.  Þetta stendur vonandi allt til bóta. með kveðju Kolbrún 

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.9.2007 kl. 19:31

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Kolbrún,

gagnrýni mín á að vera hvetjandi, ég vil ekki á nokkurn hátt brjóta neitt niður. Síst af öllu í FF þar sem við berjumst fyrir mjög mikilvægum málefnum.

Þú nefnir miðstjórnar og framkvæmdastjórnarfund. Nú vill svo illa til að þetta er í fyrsta skiptið sem ég sé eitthvað skriflegt á netinu að þessir fundir hafi verið haldnir. Það er einmitt þetta sem ég er að gagnrýna. "Þið" eruð búin að halda fundi og selja fasteign og bjarga fjármálum flokksins."Við" galeiðuþrælarnir fréttum ekki neitt. Við erum ekki með í ráðum. Við eigum þess ekki kost að stunda virkt borgaralýðræði.

Ef heimasíðan hefði verið lifandi og netpóstsskrá flokksins hefði verið notuð þá hefðum við verið með á nótunum. Þó það hefði ekki verið fyrir annað að geta svarað ýmsum spurningum vinnufélaganna. 

Að þingmenn vorir séu á útvarpi Sögu eða öðrum miðlum vil ég sem flokksbundinn ekki fá fréttir þannig um innra starf sem á að vera í flokknum.

Það sem þið hafið gert í sumar er gott en var skylda ykkar sem kjörnir embættismenn flokksins.

Því miður Kolbrún þá erum við mörg í grasrótinni sem erum ekki sátt. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 8.9.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband