Óvinurinn.

Ég er búinn að lifa næstum í hálfa öld, ég hef aldrei upplifað stríð enn sem komið er. Í æsku voru Rússarnir alltaf á leiðinni en komu aldrei. Í dag eru hryðjuverkamenn á ferðinni, vonandi koma þeir aldrei. Styrjaldir hafa fylgt mannkyninu alla tíð. Herveldi hafa komið og farið. Þetta er órjúfanlegur hluti mannlegrar menningar að eiga á hættu að vera sprengdur í loft upp af Óvininum.

Óvinurinn eru einhverjir tindátar sem hefur verið sagt að sprengja okkur í loft upp. Gegn þessari vá ætla Íslendingar að berjast gegn með því að reka hér ratsjárstöðvar, sem eru jafnvel orðnar úreltar. Ekki er hægt að sjá að ratsjárstöðvarnar muni vara okkur við innrás því önnur NATO ríki munu sjá það langt á undan okkur. Ég held að þetta brölt sé hálf tilgangslaust amk hvað viðkemur vörnum Íslands. Ef aðrir hafa rænu á því að láta okkur vita að innrás sé í vændum munum við vita það með nægum fyrirvara. NATO mun þá verja okkur ef það er talið borga sig annars ekki. Við breytum engu þar um. 

Hvað viðkemur hryðjuverkjum þá höldum við áfram að gera flugfarþegum gramt í geð og vonandi með einhverjum árangri. Það sem er árangursríkast er að uppræta allar hvatir til að sprengja aðrar manneskjur í loft upp. Leysa vandamálin fyrir botni Miðjarahafs. Hjálpa Bandaríkjunum í gegnum gelgjuskeið hinna fullvalda ríkja. Þá vantar mikinn þroska enn sem komið er. Óvinurinn leynist víða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil nú meina að sú staðreynd að Rússarnir komu aldrei gæti haft eitthvað að gera með það að Ameríkanarnir voru hérna. Þeir komu a.m.k til Tékkóslóvakíu og Ungverjalands og flestra annarra staða þar sem menn voru ekki í stöðu til þess að fæla þá í burtu.

Það er stundum sagt um fælandi varnir að virki þær eins og þær eiga að gera, bjóði þær upp á þá gagnrýni seinna meir að þær hafi verið tilgagnslausar frá  upphafi.

Ef það þarf að beita orrustuþotum hérna auðveldar ratsjárkerfið notkun þeirra til muna. Það er mun erfiðara að kalla til AWACS með skömmum fyrirvara.

Við ættum ekki að setja öll eggin í NATO körfuna og ekki að miða allar okkar varnir við hryðjuverkamenn. Hef reyndar litla trú á að NATO reynist trúverðug vörn til lengri tíma. Sagan er ófyrirsjáanleg en það er hægt að gera skynsamlegar, almennar varúðarráðstafanir.

Mér sýnist það öllu gerlegra að tryggja hér ákveðnar varnir en að uppræta allar hvatir mannskepnunnar til þess að standa í árásum, þótt það megi svosem reyna hitt líka, svona fyrir Karmað.

Óskaplega eru menn neikvæðir gagnvart stórveldinu sem er, eftir allt saman, friðsamast sinnar tegundar í sögunni. Það kemur líka úr hörðustu átt þegar að Evrópumenn tala um bandaríkin sem land á gelgjuskeiði. Eru menn strax búnir að gleyma Bosníu-Hersegóvínu og Kosovo? Hver reyndist vera sá fullorðni á heimilinu þá?

Mér sýnist Evrópa vera búin að standa svo lengi í skjóli Bandaríkjanna í varnarmálum að það sé frekar hún sem er farin að minna á óreyndan ungling sem alltaf þykist vita best. Afstaða margra Íslendinga í þessum málum er e.t.v öfgakenndasta dæmið um það. Vonandi tökum við þroskumst við eitthvað áður en við þurfum að sjá um okkur alveg sjálf. Annars gætum við farið okkur að voða.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 11:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta sem þú segir um að uppræta þörfina á hryðjuverkum er alveg hárrétt.  Við þurfum að taka burtu kvatann til illverka.  En hverjir eru mestu hryðjuverkamenn heimsins, hvaða þjóð hefur beitt hryllilegasta vopni samtímans einir þjóða ?  hverjir eru sífellt að ráðast inn í önnur lönd undir vafasömum ástæðum, og hverjir eru að etja saman þjóðarbrotum um allan heim til að ná undirtökunum og selja vopn sín ? Það skyldu þó ekki vera þeir sem hæst gala um hryðjuverk ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2007 kl. 12:08

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Hans, takk fyrir athugasemdina. Ég ólst upp við þennan þankagang og hef heyrt hann oft síðan. Ekki það að menn megi ekki hafa sínar skoðanir. Er þér ósammála í flestu. Mæli með bók sem ég las fyrir mörgum árum og hét ef ég man rétt "hákarlinn og sardínurnar".

Gunnar Skúli Ármannsson, 11.8.2007 kl. 19:46

4 identicon

Ég skal sjá hvort að mér tekst að grafa hana upp. Mæli sjálfur með On the Origins of War eftir Donald (ekki Robert) Kagan.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 23:39

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk fyrir Hans, hef auga með bókinni.

Gunnar Skúli Ármannsson, 12.8.2007 kl. 00:32

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur, er þér mjög sammála.

Gunnar Skúli Ármannsson, 12.8.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband