Jón Magnússon á Útvarpi Sögu.

Ligg heima veikur með tyrkneskt kvef og hita. Get því veitt mér þann munað að hlusta á útvarpið. Í svefnrofanum heyri ég í Jóni Magnússyni þingmanni FF. Hann er þá líka þáttastjórnandi á útvarpi Sögu. Smátt og smátt verða múslímskir vírusar sem heltekið hafa skrokkinn á mér að láta undan orðræðu Jóns og ég fer að hlusta á hann með athygli.

Margt var rætt og skrafað. Greinilegt að áhugi okkar Jóns á söngvaranum Roger Whittaker er sá sami, enda er hann algjör snillingur. Svo kom Magnús Þór til Jóns til skrafs og ráðagerða. Margt sem Magnús benti á sem betur mætti fara, sérstaklega í utanríkisþjónustunni voru þarfar athugasemdir. Stundum upplifir maður utanríkisþjónustuna í misskyldri útrás. Mörg íslensk fyrirtæki eru í útrás fyrir eigin reikning og gera slíkt í því markmiði að hagnast. Að íslensk utanríkisþjónusta sé í útrás á reikning okkar landsmanna er mun vafasamara. Hagnaðurinn er oft vandfundinn og virðist ganga út á flott nafnspjöld í húsakynnum Sameiniðuþjóðanna til handa starfsmönnum utanríkisþjónustu Íslands. Er sammála Magnúsi að utanríkisþjónustan eigi að einbeita sér að málum sem snerta hagsmuni okkar Íslendinga beint.

Varð þó fyrir annarri upplifun líka. Kom upp viss söknuður að Magnús skildi detta út af þingi sl vor. Þar missti FF góðan málssvara sinna mála. Sömu sögu má segja um Sigurjón Þórðar. Þetta er kannski fornaldarhyggja að allt hafi verið betra áður. Nýir menn hafa komið í staðinn. Þeir eiga eftir að sanna sig sem þeir vonandi gera.

Aftur á móti eins og fram kemur fram í þunglyndislegum pistli mínum um tilvistarrétt FF þá sakna ég þess að FF hafi ekki slegið í gegn sl vor. Auk þess sakna ég þess að rödd FF hefur ekki verið virkari í sumar. Er ég að gera of miklar kröfur? Þegar mál sem hafa þetta beina tengingu við helstu baráttumál flokksins hafa verið aðal mál sumarsins hefði heimasíðan mátt vera logandi virk og veitt okkur hinum fóður og næringu til rökræðna á milli manna .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég skrifa undir hvert orð.  Það var FF þungt í skauti að klofna skömmu fyrir kosningar.  Þó að klofningsbrotið hafi ekki verið stórt (Magga Sverris + borgarstjórnarflokkur FF) þá munar litinn flokk um hvert atkvæði.  Með því að stilla sér upp við hlið FF (hægra megin við miðju/vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn) náði Íslandshreyfingin einhverjum atkvæðum frá FF.  Þó þau væru ekki mörg í % þá voru þau of mörg.  Sigurjón hefði náð flogið inn í norðausturkjördæmi ef Íslandshreyfingin hefði ekki þvælst fyrir.

  Meirihluti starfsemi utanríkisþjónustunnar er algjörlega óþarfur.  Bara bruðl,  mont,  stórmennskustælar (= minnimáttarkennd),  bitlingabitar handa útvöldum o.s.frv.  Þá á ég einkum við sendiráðasukkið og bröltið varðandi hina kjánalegu eftirsókn í setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.    

Jens Guð, 30.7.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það hefði sjálfsagt verið fengur fyrir FF að halda Margréti innanborðs en því miður féll hún fyrir borð. Einhvern veginn mistókst það að sigla bátnum í höfn með alla innanborð, því fór sem fór.

Gunnar Skúli Ármannsson, 31.7.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta var synd og skömm.  En Margrét kaus að sigla sóló.  Taldi sig komast betur áfram þannig.  Þar var ekki um neinn ágreining annan að ræða að mínu mati.  En ég held að það sé best að slíkt fólk fari hreinlega.  Það verður þá samheldnari kjarni sem heldur áfram.  'Eg sakna Sigurjóns og Magnúsar.  Ég vona að okkur auðnist að koma þeim inn aftur þó síðar verði.  Rödd Frjálslynda flokksins á rétt á sér, og mun verða sterkari.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2007 kl. 07:54

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Gunnar ýmsar góðar ábendingar. Til að 4 manna þingflokkur geti gert sig gildandi þarf hann að fá ráðleggingar, hvatningu og stuðning þeirra sem vilja leggjast á árar með okkur. Hikaðu ekki við að hafa samband við mig og benda mér á og ráðleggja mér um mál sem þú hefur áhuga á.

Jón Magnússon, 31.7.2007 kl. 16:40

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ásthildur: Ég veit í sjálfu sér ekki meir um ástæður Margrétar en kom fram í fjölmiðlum á sínum tíma. Ég veit ekkert hvað gerðist á bak við tjöldin. Aftur á móti skildi ég alls ekki hvers vegna hún vildi úr flokknum. Þaðan af síður hvers vegna hún nýtti sér ekki stöðu sína í flokknum til að koma góðum málum áfram, vitandi ef hún vildi hafa áhrif á stefnu flokksins er frumskilyrði að vera í honum en ekki utan.

Jón: Takk fyrir gott boð, verð örugglega í sambandi. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 31.7.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband