Ísland í dag.

Er fimmtugur kall eins og ég forngripur í þessu þjóðfélagi. Hringamyndun í viðskiptum virðist vera reglan. Gamli Sjálfstæðisflokkurinn sem ól mig upp einkenndist af einstaklingshyggju, frelsi einstaklingsins, framtaki einstaklingsins og frelsi til athafna. Dugnaður var gilt hugtak.  Ríkisafskipti voru af hinu vonda. Náttúrulögmálin myndu leiða til bestu niðurstöðu flestum í hag.

Í dag er Sjálfstæðisflokkurinn flokkur ríkisafskipta. Algjört kratabæli með Framsóknarstíl. Regluverkið er sniðið að einhverjum góðvinum flokksins sem græða á tá og fingri. Svo er það kallað frjálshyggja, í mínum eyrum argasta klám. Að beita ríkisvaldinu til að veita vissum aðilum forskot er ekki frjálshyggja í mínum huga. Í besta falli ríkiskapítalismi en þó mun frekar í ætt við áætlunarbúskap Stalíns gamla. Síðan er smurt smáaurum á kvartssárustu hópana eftir þörfum.

Ef fáir græða mikið er ef til vill mun auðveldara fyrir hagfræðinga að reikna út stöðugleika og aðrar hagfræðilegar niðurstöður en ef margir einstaklingar eru að maka krókinn.

Við verðum að gera þá kröfu til hagfræðingsins í brúnni að hann leggi á sig smá reiknikúnstir og fylgi að minnsta kosti upphaflegri hugsun Sjálfstæðisflokksins. Að allt skuli falla og standa með hámarks gróða er ekki til góðs fyrir fjöldann, sérstaklega þegar það er ríkisstýrt. Það fengu þegnar fyrrum Sovétríkjanna að reyna í sínum áætlunarbúskap sem vit átti að hafa fyrir einstaklingsframtakinu. Hleypum smá rómantík inn í tilveruna og leyfum smáum að njóta sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband