28.7.2007 | 23:22
Tyrkland og Guðstrúin.
Nú er Tyrklandsævintýrinu lokið. Við komum heim í nótt. Allir voru sammála um að ferðin hafi verið meiri háttar vel heppnuð. Okkur fannst gott að vera í Tyrklandi. Fjölskyldan vill mjög gjarnan fara aftur að ári og segir það sína sögu. Vorum á Club Turban hótelinu seinni vikuna. Nutum lífsins þar í hvívetna. Get virkilega mælt með Tyrklandi sem ferðamannastað.
Það sem gerir Tyrkland óneitanlega svolítið sérstakan ferðamannastað er að það er múslímskt land. Oftast höfum við verið að ferðast um kristin svæði, lútersk eða kaþólsk. Tyrkland hefur þá sérstöðu að fullur aðskilnaður er á ríki og trú. Sem ferðamaður í Tyrklandi er nánast ekkert sem bendir til þess að maður sé í landi þar sem 99% íbúanna séu múhameðstrúar. Maður var ekkert var við trúariðkun landsmanna. Enginn af þeim Tyrkjum sem voru að vinna í kringum mann virtust biðjast fyrir fimm sinnum á dag. Einstaka konur voru huldar klæðum en þær voru algjör undantekning. Flest minnti mann á vestræna menningu, bæði í háttalagi og öllu umhverfi.
Það vakti auk þess athygli mína að nýkjörinn forseti Tyrklands, sem hefur verið hallur við strangtrúarstefnu, gerði strax grein fyrir því að hann hygðist ekki breyta neinu í sambandi trúar og ríkis. Enda eins gott fyrir hann, því annars mun herinn setja hann af.
Svipað hugarfar ríkir hér á landi, nema með öfugum formerkjum. Þegar alræmdur vinstri maður, Ólafur Ragnar, er kjörinn forseti á Íslandi þá gengur ekki hnífurinn á milli hans og lútersku kirkjunnar á Íslandi. Ef hann hefði vogað sér að setja sig upp á móti kirkjunni hefði hann aldrei náð kjöri sem forseti. Þá hefði "herinn" sett hann af.
Hér á landi er ekki neinn aðskilnaður trúar og ríkis. Að því leitinu erum við komin skemur á veg en Tyrkir.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Já það er rétt hjá þér Skúli að ég hef aldrei litið Kóraninn augum. Aftur á móti eru lýsingar mínar frá Tyrklandi sú upplifun sem ég varð fyrir þar við tveggja vikna dvöl sem ferðamaður þar.
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.7.2007 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.