Tyrkneskur strætó.

Hér í Marmaris í Tyrklandi er strætó. Hann er að mestu rekinn af einyrkjum. Þeir eiga sinn vagn og reka hann sjálfir. Þeir hafa hagsmuna að gæta, þ. e. sinna.

Þeir hafa vagninn frekar lítinn þannig að hann fyllist fljótt. Yfirbyggingin er skorin við nögl, bara þeir sjálfir. Þeir keyra sem oftast fyrirfram ákveðna leið því þannig ná þeir í sem flesta farþega. Farþegarnir þurfa ekki að kunna neina tímatöflu því hún er ekki til. Maður gengur bara út á götu og vinkar þá stoppa þeir, svo taka þeir við aðgangseyrinum sjálfir. Síðan segir maður bara STOPP og þá stoppar hann. Það gæti ekki verið einfaldara og þess vegna DETTUR MANNI EKKI Í HUG AÐ TAKA LEIGUBÍL.

Hvatir strætisvagna höfuðborgar Íslands eru allt annars eðlis. Sem fæstir farþegar sem sjaldnast gefur af sér minnstan kostnað. Þess vegna er það sem manni dettur fyrst í hug í Reykjavík er TAXI. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband