Betlarinn LSH.

Guðlaugur heilbrigðisráðherra ráðleggur LSH að taka sér lán fyrir skuldunum.

Ég er staddur í Tyrklandi þessa dagana. Hér prúttum við. Kaupmaðurinn hefur voru að selja og ég seðla. LSH hefur ekki neitt. LSH skuldsetur sig hjá kaupmönnum. LSH er boðið að skuldsetja sig enn frekar hjá ríkinu. Ég hélt að þrælahald væri afnumið. Ríkisafskiptaflokkurinn(X-D) nýtur þess að spinna upp ríkið.

Ef LSH væri í sömu aðstöðu og bankarnir væri öldin önnur. Þá hefði LSH réttarstöðu prúttarans og gæti verðlagt sína vöru og selt hana. Þá hefði LSH tekjur og gæti greitt sínar skuldir. Þá hefði LSH virðingu.

Í dag er LSH betlari, þeir stunda ekki viðskipti enda hefur þeim á flestum stöðum verið úthýst, mellur eru enn til staðar enda stunda þær viðskipti og hafa því virðingu.

Hvernig væri að menn átti sig á því að LSH framleiðir gæðavöru og hætti að umgangast hann sem betlara. 


mbl.is Viðvarandi vanskil LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband