Naflastrengurinn.

Það er mjög merkilegt að vera í Tyrklandi. Hér voru fyrstu vínin í heiminum ræktuð. Hér er borg sem heitir Efesus og er mörg þúsund ára gömul. Þar eru almenningssalerni og upphituð gólf. Íslendingar voru þá ekki einu sinni til. Þegar þeir birtust hafa þeir sjálfsagt verið flokkaðir sem villimenn af Tyrkjum. Svo erum við að setja okkur á háan hest. Í Istanbúl er kirkja sem er 1500 ára gömul og var ein stærsta kirkjan í veröldinni um 800 ára skeið. Geri aðrir betur.

Við hjónin höfum verið að ferðast svolítið að undanförnu. Heimsótt Madrid, Prag og Barcelona. Nú Kaupmannahöfn að sjálfsögðu. Þegar maður drekkur í sig menningu þessara borga, þá á einhvern hátt nær maður að samsama sig þessari fornu menningu. Á einhvern hátt er maður hluti af henni, maður finnur fyrir samhljóm. Maður fær svolítið sérstaka tilfinningu í sálina, hálfgerða helgun eða jafnvel dýpt og ró. Við eigum okkar upphaf hér, það eimir svolítið eftir af þeim naflastreng.

Við vorum á Florida fyrir ári. Gott frí í sjálfu sér. Heimsóttum skemmtigarðana fyrir börnin. Tilveran í Florida er svolítið öðruvísi en í Evrópu. Florida er tilbúin veröld. Í raun getur bara krókódíllinn búið í Florida án þess að gjörbreyta öllu umhverfi sínu með þurrkun fenja, loftkælingu og þess háttar. Í raun er Florida nánast óbyggilegt fyrir menn nema með þessum tilfæringum. Þetta er bara mjög rakt, heitt fenjasvæði fyrir krókódíla. Reyndar er krókódíllinn friðaður í Florida. Því er hann eina skepnan sem hefur öruggan tilvistargrundvöll í Florida. Hann er friðaður, enginn mé drepa hann, honum er hvorki of heitt né kalt þar sem hann marir hálfur í kafi. Auk þess má hann éta alla hina íbúana í Florida. Góður díll.

Svo eru hinir dílarnir í Flórída. Það eru þeir sem selja manni allt milli himins og jarðar. Ég held að það eina sem er frítt í henni Ameríku er loftið sem maður andar að sér. Allt annað selja þeir manni og líf þeir gengur út á að selja. Að selja eru þeirra trúarbrögð. Að selja er þeirra menning.

Þegar Evrópubúar fluttu til Ameríku þá slitnaði naflastrengurinn, því miður. Núna eigum við í vandræðum með þennan ungling sem veit ekki ennþá muninn á réttu og röngu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband