Samfylkingin.

Hvernig er þetta með Samfylkinguna. Þau fóru í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, að sjálfsögðu til að fá völd og stóla. Einnig til að sýna alþjóð að þau geti verið ábyrg í stjórn. Sýnt festu og tekið á málum með alvöru og mikilli skynsemi.

Hvernig gekk þeim í fyrsta stóra málinu sem kom til kasta þeirra. Kvótamálinu eða réttara sagt ákvörðun aflaheimilda fyrir næstu ár. Ekki vel finnst mér.

Miðað við allt sem sagt var fyrir síðustu kosningar þá er framkvæmdin döpur. Í staðinn fyrir sjálfsbjargarhvöt einstaklingsins, smáfyrirtæki sem fengju tækifæri til að blómstra þá fylkir samfylkingin sér með hagræðingarsinnum og vill steypa sjávarútveginn í stóriðju. 

Þannig mun þetta vera næstu árin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband