Var þetta ofbeldi?

Forsætisráðherra bað bankana að sína þeim Íslendingum miskunn sem fara illa út úr 30% skerðingu á lifibrauði sínu.

Ef kaupið mitt yrði lækkað um 30% hvað myndi ég gera. Ég væri a.m.k. ekki svona rólegur eins og viðmælendur hafa verið í sjónvarpinu hingað til. Ég yrði brjálaður. En kannski er fólkið ekki búið að gera sér grein fyrir þessu ennþá. Það er e.t.v í sama hugarástandi og konan var í á meðan henni var nauðgað á Hótel Sögu s.l. vetur. Hún trúði ekki því sem var að gerast og varð þess vegna ekki brjáluð. Það kom seinna. Við eigum sjálfsagt eftir að sjá kröftug viðbrögð seinna.

Það hugsa sjálfsagt margir með hlýhug til ríkisstjórnarinnar fyrir framtak sitt að opna neyðarmóttöku fyrir 70% Íslendingana. Bankarnir eru beðnir um miskunn sem táknar sjálfsagt að þeir láni lengur, þeir hafa aldrei gefið neitt. Flytja á störf út á land, vegaframkvæmdir ofl ofl ofl.

Hann var sýknaður í undirrétti en spurningin er hvað gerist í Hæstarétti. Ef þorskarnir eru ekki fleiri í sjónum að þremur árum liðnum þá var þetta ofbeldi eftir allt saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband