Iðnbylting á röngum forsendum.

Nú á að skera niður þorskvótann svo rækilega að margir munu skaðast verulega. Það er staðreynd. Mikið hefur verið fjallað um málið og því er ljóst að fyrirtækin sem veikust eru munu leggja upp laupana. Kvótinn mun safnast á enni færri hendur. Allt þetta er fyrirséð. Allt þetta gerir ríkisstjórn Íslands sér grein fyrir.

Ríkistjórn Íslands sér þetta sem óumflýjanlega hagræðingu innan sjávarútvegsins.

Hrærigrautur hugmyndafræðanna er orðinn svo mikill að manni sundlar. Frjálshyggjuflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn tekur völdin af markaðnum með boðum og bönnum. Setur inn fátækrahjálp, ríkisstyrki sem kallast mótvægisaðgerðir. Samfylkingin sem á að vera málsvari frjáls framtaks og sérstaklega smærri fyrirtækja rústar þeim innan sjávarútvegsins. Eflir stórfyrirtækin.

Hér er á ferðinni handstýrð byggðaröskun. Það á að færa kvótann til þeirra stóru í nafni hagræðingar. Samtímis á að reyna að skapa einhver ný störf, alls óskyld sjómennsku, fyrir þá sem missa vinnuna. Þeir sem kunna ekki að meta verða sennilega bara að flytja á mölina eða austur í álver. 

Þetta verður örugglega erfitt að skilja fyrir þann sem hefur dreymt um að vera sjómaður, kannski á eigin smábát, ráða sér svolítið sjálfur og hafa unun að því að stússast í kringum bátinn sinn og veiðafæri. Reykjavíkurliðið fattar það ekki að nokkrum manni geti þótt gaman af sjómennsku. Ég held að þessi misskilda hagfæði sjái bara hamingju bak við skrifborð og tölvuskjái.

Það sem verst er að grundvöllur þessara ákvarðana er mjög umdeildur og í raun upplifi ég að enginn trúi í raun á framtíðasýn Hafró. Hvað sem öllu líður þá gagnast þessi ákvörðun í dag eins fáum og hugsast getur og er þá þorskurinn meðtalinn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband