Strætó.

Nú ætlar Gunnar í Kópavoginum að gefa öllum frítt í strætó í eitt ár. Mjög gott framtak, en ég er svolítið svartsýnn á árangurinn. Hugmyndin er að allir hópist í vagnana. Til þess að hinn venjulegi Íslendingur noti strætisvagn í stað einkabíls þarf kerfið að uppfylla viss skilyrði. Í fyrsta lagi þarf annað hvort að vera ókeypis eða hægt að borga með venjulegu bankakorti, því við höfum aldrei á okkur strætómiða né smápeninga. Í annan stað verður að duga að taka einn vagn, það er allt of flókið fyrir Íslendinginn að skipta um vagn. Að lokum, þetta skiptir höfuðmáli, strætó á aka svo þétt að við þurfum ekki að ath hvað klukkunni líður. Þá er ég að tala um vagn á 5 til 10 mín. fresti.

 Sem sagt, bara vita númer hvað, hvaða stoppistöð, ekkert að borga og hvenær sem er, þá á strætó smá möguleika að keppa við einkabílinn.

Þangað til að kerfið getur fullnægt þessum frumþörfum okkar eru allar tilraunir svo til dauðadæmdar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar Ólafsson

Notaði strætó í áratugi og lærði á kerfið sem þá var í gildi. Ísl. geta litið á klukkuna annað slagið og lært tímatöfluna/nr vagnana. Það sem eg hefði viljað sjá frá Sveitarfélögunum sem reka strætó er eftirfarandi. ( íll nauðsyn vegna loftmengunar og umferðarteppu) Mesta umferðin er á mánud. til föstud. eg vill að það sé frítt í strætó á þessum dögum frá kl. 07-19. Það verður allt greiðfærara ef við getum fækkað bílum þessa daga. Eg kalla þetta sjö til sjö sinnum fimm. (7-7x5) kerfið. Ef þetta verður niðurstaðan þá vekur hún Heimsathygli og breiðist um víða Veröld. Viljum við ekki komast á heimskortið hvað þetta varðar.! Jú,Jú. Kv. GHÓ

Gísli Hjálmar Ólafsson, 14.6.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar Skúli.

Hvað segirðu ? Hef misst af þessu en vissulega jákvætt að loks skuli eiga að vera frítt í vagnana.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.6.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband