Lystarstol þorskanna.

Ég held að þetta með glorhungraða matvanda þorska sé að koma hjá mér. Ég er aftur á móti að velta fyrir mér öðrum þorskum. Eftir lýsingum að dæma þá eru þeir álíka matvandir og glorhungraðir og þorskarnir í hafinu. Þeim finnst litlir og meðalstórir útvegsstaðir á landinu okkar ekki kræsilegir. Þessi sótt hefur ágerst svo í seinni tíð að helst má líkja við lystarstol á háu stigi. Þeir hafa sótt mun meir í stærri staðina. Sumir segja að þessi sjúkdómur sé eðlileg þróun stofnsins. Það hljóta að vera ríkar andstæður sem gera stofni eðlilegt að þróast sökum sjúkdóms. Hér þrýtur mig allan skilning þrátt fyrir langskólanám. Hef ég í hyggju á næstunni að ganga um eins og betlandi maður og reyna að fá botn í þetta, læt vita þegar ég verð fróðari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband