Glorhungraðir fiskar.

Kenningin um vanveidda glorhungraða þorska virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Ef hún er rétt, hvað þá?

Jú, eftir því sem við veiðum færri fiska því fleiri verða um fæðuna í hafinu. Þá drepast enn fleiri úr hungri og færri hafa þrek til að auka stofnstærðina. 

Ef hún er röng þá er næg fæða í sjónum en við veiðum of mikið. Þá er lausnin að veiða minna svo fiskurinn hafi tækifæri til að fjölga sér.

Vesalings Einar K. að þurfa ákveða hvora leiðina við skulum fara. Hann er sjálfsagt búinn að ákveða sig fyrir löngu, því niðurstaða Hafró var ekki óvænt, a.m.k. ekki fyrir innvígða. Þegar rætt er um "þverpólitískt samráð" á hann ekki þá við að niðurstaðan verði samsuða sem muni geðjast sem flestum hagsmunaaðilum sem eitthvað mega sín. Það er pólitík. Ef ákvörðunin er alltaf pólitísk hvers vegna að reka þessa vesalings vísindamenn á haf út til að telja fiska. Í stað "þverpólitísks samráðs" er þá ekki nær að fá fjölda vísindamanna með ólíka sýn á vandamálinu og lausnir til að koma saman og ræða málin. Þetta er í raun líffræði fyrst og fremst. Halda almennilega vísindaráðstefnu, þær hafa nú verið haldnar af minna tilefni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Alveg rétt. Hvers vegna ekki ráðstefnur með alvöru málefnum?? Nóg er af hinskonar ráðstefnum. Nei bara...ég spyr , ekki veit ég neitt um fjölda Þorsksins

Rúna Guðfinnsdóttir, 4.6.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gaman að lesa þitt blögg,og þar tekið skemmtilega á málum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.6.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband