Heilablóðfall Moggans-II

Mogginn er ekki eini öldungurinn sem hefur fengið slag í dag. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík er farinn að ræða kvótamál landsbyggðarinnar. Allur Reykjavíkurlisti Framsóknarflokksins hélt ræðu í dag í tilefni sjómannadagsins. Þar var bent á ef til vill, kannski, sennilega, líklega og að öllum líkindum hefði kvótaflakk á Íslandi skaðleg áhrif á hinar dreifðu byggðir landsins. Velkominn heim Björn Ingi.

Nú vill hann gera fiskveiðistjórnun að byggðarmáli. Hans hugmynd er að leyfa fólki sem vill veiða fisk frá ákveðnum stöðum á landinu okkar grið fyrir kvótagreifunum. Við erum að upplifa endurfæðingu Framsóknarflokksins sem dreifbýlisflokks. Það er gott. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband