24.4.2010 | 00:41
Hreppsómagar og AGS
Ekki get ég sagt að ég sé hlutlaus í umfjöllun minni um frambjóðenda Frjálslynda flokksins til borgarstjórnarkosninganna í vor. Ég er kvæntur Helgu sem er í fyrsta sætinu. Í sumar verða 30 ár liðin frá brúðkaupinu og eins og eðalvínum er einum lagið þá batnar ávöxturinn með hverju árinu sem líður. Þar sem ekkert mark er á mér takandi vegna hagsmunatengsla ætla ég að ræða önnur mál.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gefið fyrirmæli um hvernig á að binda enda á óraunhæfar væntingar almennings um afskriftir skulda. Einhver ný lög sem samþykkja á fyrir lok júní munu setja þann ramma sem skuldugir einstaklingar þurfa að fylgja. Kjarninn í þeim lögum virðist eiga að vera sá að ef skuldarar geta ekki sýnt fram á trúverðugar afborganir lána þá munu lánadrottnar eiga alls kostar við þá.
Hér er átt við skuldirnar eins og þær hafa margfaldast vegna hrunsins, þeir sem geta borgað þær lifa af hinir ekki.
Í tillögum AGS er ekki gert ráð fyrir neinni leiðréttingu hvað þá lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur.
Að öllu óbreyttu munu mörg þúsund heimili verða gerð upp í haust. Heimilunum verður sundrað, hreppsómagar munu aftur öðlast tilveru á Íslandi. Er þetta sú framtíð sem við kjósum að sjá hér á landi?
Helga leiðir Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Mannréttindi, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með konuna
Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.4.2010 kl. 01:59
Ef Helga leiðir Frjálslynda hver leiðir þá Helgu?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.4.2010 kl. 02:19
Líst ljómandi á þetta. Til Hamingju með frúnna. Ekki vekur Halli síður hjá manni vonir. Drífandi og ljónskarpur drengur.
Já það smellur hér 1. nóv. Þá vakna menn upp við vondan draum. Lénsveldi banksteranna orðið að veruleika. Ég held að þetta sé ekki almennilega sigið inn hjá fólki. Held að það trúi þessu hreinlega ekki.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.4.2010 kl. 05:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.