Heildsalinn Steingrímur...

Það er þó nokkur áhugi á næstu viljayfirlýsingu sem íslensk stjórnvöld munu senda til AGS. Ekki að undra. Rannsóknarskýrslan sem verður birt á mánudaginn er reyndar mjög mikilvæg en hún fjallar þó um liðna atburði. Mesti fengurinn í henni verður vonandi sá að við vitum þá hvaða leið við eigum ekki að fara. Jafnframt gæti komið fram hverjum við eigum ekki að treysta fyrir framtíð okkar.

Viljayfirlýsingin segir okkur hvernig AGS ætlar að stjórna litla Íslandi. Með viljayfirlýsingunum sem koma fram fyrir hverja endurskoðun kemur fram stefna AGS. Þar sem AGS er mekka nýfrjálshyggjunnar er ekki nema von að Kristján Þór vilji fræðast.

Aðrir Íslendingar hafa þó enn meiri áhyggjur af því að Steingrímur J Sigfússon fyrrverandi róttæklingur sé orðinn heildsali nýfrjálshyggjunnar hér á landi fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í Whasington.

Þannig hefur farið fyrir mörgum.


mbl.is Fjárlaganefnd fundi um AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Leyndarhyggja Steingríms vekur spurningar um fjölskyldutengsl við Rothschild fjölskylduna. Það fer að verða tímabært að stofnuð verði Pukur-verðlaun....þau Steingrímur og Jóhanna myndu algerlega slá út samkeppnina.

Haraldur Baldursson, 17.4.2010 kl. 06:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband