AGS og skuldsett íslensk heimili

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn endurskoðaði okkur síðast, haustið 2009, þá skrifuðu Jóhanna og Steingrímur bréf til sjóðsins. Þetta er svokölluð viljayfirlýsing. Þar kemur fram hvað stjórnvöld lofa að gera í stað hjálpar sjóðsins. Flestir nenna ekki að lesa svona texta, hann er þó á netinu.

Stefna okkar varðandi fjármálakerfið mun áfram lúta nokkrum meginreglum. Í fyrsta lagi er mikilvægt, frá þjóðhagslegu sjónarmiði, að komið verði á fót traustu bankakerfi
eins fljótt og unnt er. Þrátt fyrir að við leggjum áfram áherslu á að vernda innlendar innstæður höfum við, í öðru lagi, enga fjárhagslega getu til að taka á okkur tap einkageirans
vegna bankakreppunnar umfram það sem orðið er, hvort sem um væri að ræða bein framlög ríkisins eða að gengið væri óbeint á efnahagsreikning þess með aukinni áhættu. Í þriðja lagi
verður að tryggja að komið sé fram við innstæðueigendur og kröfuhafa á sanngjarnan hátt, án mismununar og í samræmi við gildandi lög. 

Ennfremur:

      Þegar hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana fyrir heimilin og nú er lögð megináhersla á regluverk varðandi gjaldþrot einstaklinga.

Meðal markvissra aðgerða til að styðja við skuldsett heimili er: (i) setning laga um „tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði“ sem veita heimild
til að lengja lánstíma hóflegra veðlána ef úrræði utan dómstóla hafa reynst ófullnægjandi, og (ii) breyting á gjaldþrotalögum til að einstakir skuldara og ótryggðir kröfuhafar geti samið sín á milli. Þar sem þessi lög hafa nú tekið gildi höfum við
aflétt óformlegri frystingu á afborgunum veðlána og heimild um að ekki sé hægt að ganga að veðum mun frá og með októberlokum renna út, og verða að fullu útrunnin í
janúarlok 2010.


Við erum að skoða gögn um tekju- og skuldastöðu heimilanna til að meta hvort þörf sé fyrir frekari aðgerðir á þessu sviði. Við munum einnig setja fram viðmiðunarreglur
í samræmi við bestu starfshætti á alþjóðavísu til að stuðla að skjótri endurskipulagningu á skuldastöðu heimilanna án aðkomu dómstóla, og það mun
tryggja að í öllum fjármálastofnunum verður unnið samkvæmt samræmdri áætlun, þar sem tekið er tillit til aðstæðna.

Auk þess hefur regluverk varðandi gjaldþrot einstaklinga verið endurskoðað í þeim tilgangi að meta hvort frekari lagabreytinga sé þörf, þar með talið hvort kveðið skuli á um ráðgjafarþjónustu í lögunum og að þau taki einnig til eigenda tryggðra
skuldabréfa í greiðsluaðlögunarferli einstaklings. Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út skýrslu sem inniheldur helstu umbótatillögurnar og mun leggja fram frumvarp fyrir
Alþingi í nóvember 2009.

Nú verður hver og einn að meta hvort hann telji líklegt að íslensk stjórnvöld séu þess megnug að bjarga skuldsettum heimilum eftir að hafa lofað þessu s.l. haust.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Greinilega ekki og hefur aldrei staðið til. Uppreisn almennings er eina von hans um réttlæti.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 1.4.2010 kl. 08:03

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að ráðherrarnir í ríkisstjórn okkar "hafi orðið fyrir einhverju"

Nú er þetta farið að líkjast því að ríkisstjórnin sé komin í vinnu hjá nýjum eiganda Íslands og landið hafi verið afhent með útistandandi kröfum á hendur þjóðinni sem hélt að þetta væri hennar land.

Og ekki er annað hægt að sjá en að þessi skilanefnd Íslands ætli að verða IMF nýjum eiganda dyggur starfskraftur.

Árni Gunnarsson, 1.4.2010 kl. 15:28

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er deginum ljósara að það á að láta almenning sökkva í skuldafen og treysta á að fólk sætti sig við að vera skuldaþrælar.

Þeir sem missa allt sitt verða eltir fram yfir andlátið af rukkurum og þannig verða einar eða tvennar kynslóðir verða afskrifaðar til að hægt sé að keyra hringekjuna áfram.

Skoðið bara lagabreytingarnar sem búið er og verið er að framkvæma, það er unnið rösklega í því að keyra niður alla athafnasemi á öllum sviðum og bíða af sér mestu reiðiöldurnar, svo er hægt að stýra þessu niðurbrotna fólki inn í ESB og afskrifa þetta sjálfstæðisbrölt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.4.2010 kl. 17:11

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk fyrir innlitin gott fólk,

við þurfum í vaxandi mæli að beina kastljósinu að AGS því ég tel lítið vit í að drepa sendiboðann.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.4.2010 kl. 20:42

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Allar þessar yfirlýsingar byggja á grunnforsendunni, alla geira má skera niður [sér í lagi heimilisgeira minnst 80% landsmanna] nema aðal skaðvaldinn Fjármálkostnaðargeirann þann hlutfallslegasta stærsta í heimi hann skal endur reisa.

IMF gefur sér  þetta [fjórflokkasamkomulag] sem staðreynd. Íslendingar kunna ekki að reikna í huganum og skilja ekki hvað 40% skerðing á gengi og endurreistur fjármálakostnaður kostar í prósentum alla hina geiranna sem verða ekki endurreistir.

Kreppa er rétt að byrja. 2005 kemur skýrsla frá starfsmönnum IMF sem varar við Íslensku hagstjórnarvillunni.

IMF vinnur eftir þeim forsendum sem Ríkistjórnirnar samþykkja.  Hann er ekki lögregla.  Heldur greinlega notaður sem grýla á börn ríkistjórnanna.

Júlíus Björnsson, 2.4.2010 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband