Skötuselurinn beit íslenska spillingu

Skötuselsfrumvarpið skapar 150 mönnum atvinnu, gjaldeyristekjur upp á 1,2 milljarða og leigutekjur upp á 240 miljónir ef 2000 tonnum  af skötusel verður úthlutað. Hafnarsjóðir, sveitarfélög og ríkið koma til með að fá auknar tekjur.

Ríkið úthlutar þessum aflaheimildum. Þar með missa kvótagreifarnir spón úr aski sínum. Auk þess er frumvarpið fordæmisgefandi. Þar með er verið að vega að hagsmunum Landsambands Íslenskra Útvegsmanna eða LÍÚ eins og það er kallað. Þetta er fámennur hópur, mjög ríkur og valdamikill, sem hefur mikla hagsmuni að verja.

Í dag kom glöggt fram að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samtök Atvinnulífsins og jafnvel ASÍ deila hagsmunum og hugsjónum með þessum fámenna hópi í íslensku samfélagi. Mjög sérkennilegt var að upplifa að RÚV bauð talsmanni hópsins í drottningarviðtal í Kastljósinu í kvöld. 

Í dag komum við við kaunin á í íslenskri spillingu og ekki að furða að fjandinn er laus.


mbl.is Segir að rætt hafi verið um skötuselinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott komment hjá þér á þessa frétt, sammála þó ég sé kvótaeigandi

Reimar (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 01:08

2 identicon

Fín færsla, eitt er þó rétt að hafa í huga að einn hópur er spilltari en  "hópurinn fámenni".  Það er sá hópur sem lét múta sér og situr nú yfir galtómum ríkiskassanum og hefur engar mútugjafir lengur, en þarf að finna aura til að borga sjálfum sér út. 

Sægreifinn (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 17:01

3 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Það er nokkuð til í þessu hjá þér með drottningarviðtalið við Vilhjálm í Kastljósinu í gær, en við því var svo sem að búast hjá RÚV. Hann var hins vegar í það miklum vandræðum með að svara spurningum Helga Seljan að ég hugsa að fleiri hafi séð í gegnum málsstað þessara aðila.

Eiríkur Guðmundsson, 24.3.2010 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband