14.1.2010 | 23:51
Haítí, Ísland og pennavinur minn Strauss-Kahn
Strauss-Kahn, pennavinur minn, segir að við þurfum á þessu margumtalaða alþjóðasamfélagi að halda. Nú vill svo til að það samanstendur fyrst og fremst af Evrópu og Bandaríkjunum. Það vill að við borgum þeim lán sem þeir lugu upp á okkur forspurðum. Eitthvað eru Íslendingar að velta fyrir sér málinu og slík óvissa er greinilega ekki alþjóðasamfélaginu að skapi. Af þeim sökum á að reyna að svelta okkur til hlýðni. Bretar, Hollendingar, AGS og Svíar spila þetta vel saman og ætla sér að ná sínu fram.
Haítí varð fyrir mjög miklu áfalli, gríðarlega öflugur jarðskjálfti hefur lagt höfuðborgina og ef til vill fleiri borgir í rúst. Tala látinna gæti hlaupið á tugum eða hundruðum þúsunda. Neyðin er æpandi og þjóðir heims fylkja liði til Haítí til að hjálpa. Hugur og samúð okkar er með þessari þjóð í dag.
Stundum er sagt að Ísland gæti orðið Haíti norðursins. Þá eru menn að meina efnahagslega. Það er sérkennilegt að við eigum einnig jarðaskjálfta sameiginlega. Við eigum einnig AGS sameiginlega. AGS hefur verið ríkjandi á Haítí í þrjá áratugi. Landið er bláfátækt, samgöngur, heilsugæsla og stjórnsýsla yfir höfuð er mjög vanbúinn að takast á við þær hörmungar sem núna dynja á þeim.
Haítí var sjálfbært land áður fyrr en í dag lifir það á innfluttum Bandarískum hrísgrjónum. Laun duga ekki til framfærslu en henta erlendum fyrirtækjum mjög vel til framleiðslu á vörum sem skilja ekki neinn hagnað eftir í landinu. AGS hefur tekist að skuldsetja þjóðina þannig að mest af þjóðarframleiðslu þeirra fer í afborganir af skuldum. Haítí búar voru ekki vel staddir fyrir jarðskjálftann en börðust samt. Þvílík þrautseigja hjá einni þjóð. Sú þrautseigja mun á endanum koma þeim í gegnum þær hörmungar sem dynja á þeim núna.
Ef íslenska þjóðin segi nei, ef við neitum að borga þær skuldir sem troðið er upp á okkur, skuldir sem geta lagt velferðakerfi okkar í rúst, þá sköpum við fordæmi. Það fordæmi óttast Strauss-Kahn. Þá gætu Haítí búar gert eins og við og orðið á nýjan leik sjálfbær þjóð.
Stuðningur alþjóðasamfélagsins nauðsynlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Mitt svar við óréttlætinu er NEI. Hvað mun gerast ef við höfnum meintri aðstoð AGS?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 15.1.2010 kl. 15:05
Ég tel að við séum ekki borgunarmenn fyrir skuldum okkar og því er ekki rétt að bæta við fleiri. Við verðum að fá skuldir afskrifaðar þannig að við séum sjálfbær.
Gunnar Skúli Ármannsson, 16.1.2010 kl. 00:22
Þakk fyrir frábæra grein í Mbl. í dag. leyfði mér að vitna til hennar á mínu bloggi.
Halldór Jónsson, 20.1.2010 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.