Sækir klárinn alltaf þangað sem hann er.....

Þvílík klemma sem íslenska þjóðin er komin í. Menn geta æpt sig hása hversu óhöndulega okkur hefur tekist til það sem af er. Flokkspólitískir hagsmunir hafa skaðað okkur mikið en þrátt fyrir það erum við komin hingað. Við skulum nýta okkur reynsluna en ekki drekkja okkur í henni. Núna þurfum við að spila rétt úr stöðunni. Þá fer best á því að gera það saman, ekki sundruð.

Ég tel mjög nauðsynlegt að við kjósum um Icesave-2 lögin. Undanfarinn getur orðið mjög fræðandi og þroskandi fyrir þjóðina. Hugsanlegt er að fólk gefi sér tíma núna til að kynna sér málið. Í raun er það borgaraleg skylda fólks.

Ef við samþykkjum Icesave-2 þá taka lögin gildi og málið er dautt. Ef við fellum Icesave-2 falla lögin úr gildi. Þar sem Bretar höfnuðu fyrirvörunum í Icesave-1 lögunum hafa þeir enga ríkisábyrgð og okkur er í sjálfu sér nokk sama um það. 

Þar með er málið einfalt, þjóðin velur á milli þess að veita lánadrottnum sínum mikla ríkisábyrgð eða ekki.

Án veittrar ríkisábyrgðar léttir á landanum og lánshæfimatið fer upp, ekki satt?


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er ekki víst að lánshæfimatið hækki við höfnun, ætli það þjóni hagsmunum þeirra sem borga fyrir lánshæfimatið? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.1.2010 kl. 01:05

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lánhæfismat ómerkra einkafyrirtækja í eigu banksteranna er ekki skíts virði og það hefur hreinlega sýnt sig nú þegar.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 01:19

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við skulum ekki láta eins og við séum ein í heiminum, hvaða skoðun sem við höfum á ICESAVE málinu. Við erum háð alþjóðasamfélaginu hvort sem okkur líkar betur eða ver. Lánshæfismat erlandra fjármálastofnana er eitt af því sem skiptir máli og það er núna mjög lágt. Fjármálaráðherra er ásamt öðrum í ríkisstjórninni að vinna hörðum höndum að málinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.1.2010 kl. 03:11

4 identicon

Hólmfríður mín...

Ég hef sjaldan séð aðra eins hollustu við eitt eða neitt eins og þú svo greinilega hefur gagnvart flokknum sem þú  styður hvað sem á gengur!! Taktu nú klútinn af augunum og sjáðu hvað er að gerast í kringum þig kona.. Skiptir Steingrímur þig það miklu máli að þú ert tilbúin að missa allt sem gerir þig að Íslendingi til eh kúgara og efnahagshryðjuverkamanna í Bretlandi og Hollandi?

Ef þetta væri eh annar flokkur sem hegðaði sér eins og Steingrímur og co gerir nú þá værir þú fljót að rísa uppá afturfæturnar og öskra er ég viss um.. Svo taktu pólitískugleraugun þín af og farðu að berjast með þjóðinni þínni en ekki flokknum þínum...

Og alþjóðasamfélagið hvað er það? Alveg orðin sick á þessu orði sem er notað eins og Gríla á okkur.. Það er engin að fara útiloka okkur frá einu eða neinu hvað þá þetta almáttuga alþjóðasamfélag.. Þetta orð virðist vera notað núna eins og þegar var verið að hóta að Guð myndi hefna sín á þér ef þú fylgdir honum ekki í einu og öllu!!!! Ég segji bara stopp it og það núna!!!!!

herdis (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 10:39

5 identicon

það er sorglegt að sjá þetta mál sé hápólitískt......þetta ætti að vera mál sem sameinaði þjóðina.

Því miður hefur þetta mál verið tengt líftíma ríkisstjórnarinnar, það er rangt að mínu mati. Nú verða allir Íslendingar kynna sér afleiðingar þess að skrifa undir þennan samning.

Þær hrikalegu afleiðingar sem ríkisstjórnin er í sífellu að hóta, hafa hingað til ekki ræst. Bretar hafa ekki farið í mál, við náðum að endurfjármagna bankana (undarlegt með þessa vogunarsjóði þó), lán frá AGS hafa komið ......öllu þessu var hótað fyrir þann 1 des ef við myndum ekki samþykkja þetta......síðasta hótunin var sú að eitthvað svo hrikalegt myndi gerast að steingrímur bara treysti sér ekki til þess að segja frá því......

við verðum að gefa okkur tíma.......það hefur sýnt að hann vinnur með okkur. Alþingi væri nær að sinna nærtækari og mikilvægum verkefnum fjölskyldna í þessu landi heldur en að vera í fýlu yfir því að Ólafur sló á puttana þeirra.

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 15:33

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við megum ekki týna okkur í icesave, rannsóknarskýrslan er væntanleg, risagjaldþrot seðlabankans, ástarbréfin, og margt fleira miður skemmtilegt þar á boðstólum væntanlega. Nokkuð sem við megum ekki láta rykið falla á.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 12.1.2010 kl. 02:21

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband