Færsluflokkur: Fjármál

AGS og skuldsett íslensk heimili

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn endurskoðaði okkur síðast, haustið 2009, þá skrifuðu Jóhanna og Steingrímur bréf til sjóðsins. Þetta er svokölluð viljayfirlýsing. Þar kemur fram hvað stjórnvöld lofa að gera í stað hjálpar sjóðsins. Flestir nenna ekki að lesa svona texta, hann er þó á netinu.

Stefna okkar varðandi fjármálakerfið mun áfram lúta nokkrum meginreglum. Í fyrsta lagi er mikilvægt, frá þjóðhagslegu sjónarmiði, að komið verði á fót traustu bankakerfi
eins fljótt og unnt er. Þrátt fyrir að við leggjum áfram áherslu á að vernda innlendar innstæður höfum við, í öðru lagi, enga fjárhagslega getu til að taka á okkur tap einkageirans
vegna bankakreppunnar umfram það sem orðið er, hvort sem um væri að ræða bein framlög ríkisins eða að gengið væri óbeint á efnahagsreikning þess með aukinni áhættu. Í þriðja lagi
verður að tryggja að komið sé fram við innstæðueigendur og kröfuhafa á sanngjarnan hátt, án mismununar og í samræmi við gildandi lög. 

Ennfremur:

      Þegar hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana fyrir heimilin og nú er lögð megináhersla á regluverk varðandi gjaldþrot einstaklinga.

Meðal markvissra aðgerða til að styðja við skuldsett heimili er: (i) setning laga um „tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði“ sem veita heimild
til að lengja lánstíma hóflegra veðlána ef úrræði utan dómstóla hafa reynst ófullnægjandi, og (ii) breyting á gjaldþrotalögum til að einstakir skuldara og ótryggðir kröfuhafar geti samið sín á milli. Þar sem þessi lög hafa nú tekið gildi höfum við
aflétt óformlegri frystingu á afborgunum veðlána og heimild um að ekki sé hægt að ganga að veðum mun frá og með októberlokum renna út, og verða að fullu útrunnin í
janúarlok 2010.


Við erum að skoða gögn um tekju- og skuldastöðu heimilanna til að meta hvort þörf sé fyrir frekari aðgerðir á þessu sviði. Við munum einnig setja fram viðmiðunarreglur
í samræmi við bestu starfshætti á alþjóðavísu til að stuðla að skjótri endurskipulagningu á skuldastöðu heimilanna án aðkomu dómstóla, og það mun
tryggja að í öllum fjármálastofnunum verður unnið samkvæmt samræmdri áætlun, þar sem tekið er tillit til aðstæðna.

Auk þess hefur regluverk varðandi gjaldþrot einstaklinga verið endurskoðað í þeim tilgangi að meta hvort frekari lagabreytinga sé þörf, þar með talið hvort kveðið skuli á um ráðgjafarþjónustu í lögunum og að þau taki einnig til eigenda tryggðra
skuldabréfa í greiðsluaðlögunarferli einstaklings. Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út skýrslu sem inniheldur helstu umbótatillögurnar og mun leggja fram frumvarp fyrir
Alþingi í nóvember 2009.

Nú verður hver og einn að meta hvort hann telji líklegt að íslensk stjórnvöld séu þess megnug að bjarga skuldsettum heimilum eftir að hafa lofað þessu s.l. haust.

 

 


Ársfundur SÍ í dag-reynslunni ríkari

Mér var boðið á ársfund Seðlabanka Íslands í dag. Ég mætti. Ég hélt í einfeldni minni að boðið yrði upp á umræður um landsins gagn og nauðsynjar. Í staðinn héldu menn ræður í röðum. Enginn horfðist í augu við staðreyndir lífsins í ræðum sínum og hafði því ekki forsendur til að ráða okkur heilt. Því leið ekki á löngu þangað til höfuð mitt seig ofaní bringu og ég steinsofnaði.

Eftir að fundi lauk var boðið upp á næringu. Eðal áfengi og snittur af dýrustu sort, ekki niðurskurður í þessu húsi. Ég stóð álengdar og virti fyrir mér söfnuðinn samtímis og ég sötraði á hvítvíninu. Elítan virtist þekkjast nokkuð vel innbyrðis, faðmar og knús, en ég stóð utangáttar. Langflestir sem ég kannaðist við höfðu haft rullu í leikhúsi Davíðs á sínum tíma og komið landi mínu lóðbeint á hausinn án vandkvæða.

Í sjálfu sér verður maður að líta á svona uppákomu sem hvern annan listrænan gjörning í boði skattgreiðanda. 


Jóhanna, eldgos og rústabjörgun

Það er eldgos á Íslandi í dag. Menn höfðu grunsemdir um að slíkt gæti gerst og voru við öllu búnir. Þegar það hófst ruku menn til og unnu fumlaust eftir fyrirfram gerðum áætlunum. Hingað til hefur ekkert farið úrskeiðis. Jóhanna forsætisráðherra brá sér af bæ í dag og kynnti sér málin af eigin raun. Hún heitir hugsanlegum fórnarlömbum hamfaranna fullum stuðningi og bótum ef illa fer.

Jóhanna sat í ríkisstjórn í aðdraganda bankahrunsins. Engin plön, engin áætlun. Við bankahrunið varð uppi fótur og fit, fum og fát. Enginn brá sér af bæ til að kynna sér málin af eigin raun og hefur ekki gert enn. Fórnalömbin sitja ein og yfirgefin í rústum heimila sinna. Ríkisstjórn Jóhönnu bíður fórnarlömbum bankahrunsins að berjast í bökkum til æviloka. Ef fórnarlömbunum hugnast ekki það hlutskipti eða geta ekki annað ætlar Jóhanna og Árni Páll að hjálpa þeim að verða gjaldþrota á mettíma. Það kallast rústabjörgun, draga líkin út því þau lykta svo illa. Síðan getur nýtt fólk flutt inn í staðinn.

Að ljá Lyklafrumvarpi Lilju Mós liðsinni sitt er ekki inní myndinni hjá Jóhönnu. Hún tekur afstöðu með lánadrottnum þessa lands, enda hafa þeir fóðrað kosningajóði hennar.


The day after...

Við verðum sjálfsagt nokkurn tíma að jafna okkur eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það kom þó greinilega fram í Silfrinu áhugi hjá Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum að taka við stjórnartaumunum. Ég tel það ekki gæfulegt og allra síst við þessar aðstæður. Reyndar er svo komið fyrir þjóðinni að málflutningur Steingríms og Jóhönnu gæti á endanum hrakið okkur í fang þeirra, því allt er hey í harðindum.

Ef ríkisstjórnin á að lifa verður Steingrímur að fjarlægja vírusforritið úr sér sem einhver plantaði inn í hann eftir kosningar. Hann þarf bara að standa við öll kosningaloforðin, Icesave ekki á þjóðina, Ekki ESB, Kvótann til þjóðarinnar, Velferðakerfi án nauðungaruppboða á heimilum landsmanna, fjárglæframenn gjaldi heimsku sinnar, stjórnlagaþing, AGS úr landi, ekki enduruppbygging á gamla kerfinu. Gott væri að hann gluggaði aðeins í gamlar sjónvarpsupptökur frá því fyrir kosningar.

Líf ríkisstjórnarinnar hangir því á upprisu gamla Steingríms. Jóhanna var, er og verður þannig að ég er ekkert að ræða hana nánar eða Samfylkinguna. Það virðist hvort sem er sem þau séu ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Reyndir menn segja mér reyndar að Steingrímur muni ekkert breytast, sumir fullyrða nefnilega að hann var, er og verður, við sáum það bara ekki fyrr en núna.


Yfirlýsing Alþingis götunnar

Yfirlýsing Alþingis götunnar.

Við erum hér saman komin í dag til að stofna Alþingi götunnar.

Hagsmunir fjármagnseigenda og innanbúðarmanna hafa ráðið för á Íslandi eftir hrun eins og fyrir hrun. Hagsmunir almennings hafa ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum nema í aðdragenda kosninga.

Kjör aldraðra, öryrkja og fatlaðra voru skorin niður strax. Skuldsetning heimila og fyrirtækja er látin vaxa óáreitt, með gjaldþrotum og nauðungaruppboðum. Launakjör skorin niður, uppsagnir og skattahækkanir. Allt kunnulegir fylgifiskar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þegar kemur að kreppulausnum.

Þeir sem djarfast spiluðu á útrásartímanum, halda gróðanum en tapið er lagt á herðar almennings.

Stjórnlagaþing, lýðræðið, rödd og vald almennings er haft að háðung og spotti.

Hingað og ekki lengra, okkur er nóg boðið. Öll helstu kosningaloforðin svikin. Hvers vegna erum við gleymd daginn eftir kjördag? Erum við engin ógn við notalega tilveru ykkar í glerhúsinu? Baksvipur ykkar finnst okkur kuldalegur.

Við fylkjum liði með almenningi sem flykkist út á göturnar víða um heim, í Grikklandi, í Lettlandi og höfnum því að gróði nýfrjálshyggjunnar sé einkavæddur en tapið þjóðnýtt.

Þess vegna stofnum við Alþingi götunnar, til að snúa ykkur við í roðinu, til að þið hlustið á okkur, okkur sem kusum ykkur á þing. Valdið er okkar, þegnanna. Þið starfið í umboði okkar. Þannig er lýðræðið, er einhver týra logandi hjá stjórnvöldum eða var enginn að gæta eldsins?

Við krefjumst þess að höfuðstóll lána sé leiðréttur, verðtryggingin afnumin, skuldir fyrnist við þrot, þeir sem bera ábyrgð á kreppunni axli líka birgðarnar en ekki bara við skilvísir Íslendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendur úr landi og manngildið sett ofar fjármagninu, auðlindir landisns verði í ævarandi eigu þjóðarinnar og að við fáum verkfæri til að hafa hemil á ykkur, þingmönnum okkar.

Þetta er hlutverk Alþingis götunnar. Ég set hér með Alþingi götunnar og lýsi yfir stofnun þess hér á Austurvelli 6. mars árið 2010. Alþingi götunnar er hér með sett. 

 

Declaration of the Parliament of the people.

We are gathered here today to assemble the Parliament of the people

Before and after the finance crash in Iceland, the interest, the needs of the finance world have been first priority of our governments. The politicians have not been looking after the interest of their employer, the people of Iceland, except in the time up to elections.

For the old and handicapped this has meant that all state support has been cut down drastically. Mortgages and loans on homes and smaller businesses have been growing out of proportions until an auction is the only solution. Wages are cut, taxes higher and layoffs are happening regularly. All those things are known consequences following the”help” that the IMF provides to nations in need.

The ones, who played the boldest game in the finance wonder, keep the profit while the loss rolls over on the shoulders of ordinary people.

Our hopes for a new constitution and a real democracy, the voice and the power of the people are only met with a sardonic grin.

Now we say stop, here and not further, we have had enough. All the promises of our politicians have been broken. Why are we forgotten the day after an election? Are we no threat to your being? We don’t like that you give us a cold shoulder.

We, like the people in Greece and Latvia, take the streets and say no to the privatization of neo libarism failures while the losses are pulled over the heads of ordinary people.

By that reason we conduct the Parliament of the people. We want you to listen to us, us the people who voted for you, your employers. The power lies by us. That is democracy

We demand that loans and mortgages will be lowered to a reasonable amount, that by a auction the rest debt is zeroed out, that the people who hold the main responsibility for the finance crash shoulder the burden of it, not with us who always worked and paied. We demand the departure of the IMF and that people will be valued higher than profit and money. We demand that our recourses will be forever the property of the Icelandic nation and that we will be given tools to keep you on track, our politicians.

Those are the goals of the Parliament of the people. I hereby declare the foundation of the Parliament of the people Austurvöllur 6th of March 2010.

 

Það eru ósannindi að kosningin sé markleysa !

Einhverjir eru að gera að því skóna að Vinstri grænir séu að klofna. Það er í sjálfu sér ekki stóra málið, flokkar hafa klofnað eða sameinast áður.

Það sem er alvarlegt er að þjóðin er klofin. Einn mjög skýr hópur er sá sem vill ganga í Evrópusambandið hvað sem það kostar. Annar hópurinn vill ekki greiða Icesave hvað sem það kostar. Ef í þeim hópi voru einhverjir Evrópusinnar þá hafa þeir skipt um skoðun. Síðan er hópur sem er á milli hinna tveggja. Það sem einkennir hann eru einstaklingar sem hafa fjárhagslegt öryggi, atvinnu og komast af í kreppunni. Margir þessara aðila tengjast hægri (Steingríms) armi VG og styðja hann yfir gröf og dauða þó þeir vilji ekki inn í ESB. Síðan eru einstaklingar sem halda að á Íslandi sé vinstri stjórn og vilja að hún lifi. All nokkur hluti hefur ekki kynnt sér málin umfram það að fylgjast með þeim sem hæst lætur hverju sinni.

Núna er staðan sú að sá samningur sem Svavar kom með er ekki góður fyrir íslenska skattgreiðendur því betri er í burðarliðnum. Þökk sé Ólafi Ragnari. Svavari og Steingrími finnst frumhlaup forsetans óþolandi afskipti af innanríkismálum VG. Steingrímur er pólitískt afsprengi Svavars og Svarar má ekki vamm sitt vita í lok ferils síns í Utanríkisráðuneyti nýfrjálshyggjunnar síðast liðin ár.

Af þessum sökum bindast þeir fóstbræðralagi með Evrópusinnum Samfylkingarinnar og reyna að telja þjóðinni trú um að þjóðaratkvæðagreiðslan sé marklaus.

Lögin sem forsetinn neitaði að skrifa undir eru í gildi þrátt fyrir það. Til að fella eða styðja lögin verða kjósendur að mæta og kjósa. Því eru það ósannindi að kosningin sé markleysa. Þeir sem halda þessu fram vega að stjórnarskrá og lýðræði okkar.

Allt gert til að komast í ESB eða að forða kuski af flibba sendiherra. 


Ræðan mín á Austurvelli í dag

Ræða á Austurvelli 27. febrúar 2010.

 

Eftir viku mun íslenska þjóðin greiða atkvæði um Icesave lögin.

Icesave er skuld einkabanka.

Icesave er skuld sem þröngvað var upp á íslenska þjóð, skuld sem við berum ekki ábyrgð á og eigum því ekki að greiða. En við vorum og erum beitt ofbeldi og þvingunum til að samþykkja skuldina.

 

Að ofbeldi og skuld fari saman er ekkert nýtt.

 

Upphaf hugtaksins skuld kemur frá þeim tíma þegar einstaklingar voru teknir herfangi. Þá urðu menn þrælar sigurvegarans.

Þess vegna er skuldin svo nátengd ofbeldi.

Hefur einhver skrifað undir skuldabréf án þess að fylgt hafi með nokkrar blaðsíður af hótunum um hvað muni gerast ef maður borgar ekki.

Skuld og ofbeldi eru tvíburar.

 

Saga skuldarinnar er saga ofbeldis.

 

Í sögu skuldarinnar eru einnig ljósir punktar.

Í Mesópótamíu áttu skuldir til að vaxa langt fram úr greiðslugetu bænda og til að koma í veg fyrir að lánadrottnar eignuðust allt,  var farið að afskrifa skuldir.

Þessi barátta milli skynsemi og græðgi hefur staðið allar götur síðan.

 

Á Íslandi í dag er sama vandamál.

Það er mikil hætta á að lánadrottnar eignist megnið af fasteignum landsins og erlendir aðilar eignist auðlindir okkar.

Munum við láta undan græðginni eða beita skynseminni?

 

Ísland, íslensk þjóð, ég og þú getum orðið herfang lánadrottna.

Kannski erum við nú þegar orðin þrælar, hver veit? 

Það skapraunar lánadrottnunum að við kunnum ekki að gangast við hlutverkinu.

Kannski er það það sem ríkisstjórnin á Íslandi er alltaf að reyna að segja okkur, að við séum þrælar og eigum bara að sætta okkur við það.

Kannski er vandamálið að við erum komin af ofvirkum Norðmönnum sem enginn réð við á þeim tíma,  því Rítalín var ekki komið á markaðinn  og það eina sem hægt var að gera í stöðunni var að senda okkur til Íslands.

 

 

 

 

 

Ríkisstjórn Íslands ætlar að skuldsetja okkur með Icesave skuldinni, sú skuld er engum Íslendingi til gagns. Skuld sem gagnast ekki þjóð en styrkir bara viðkomandi ríkisstjórn í sessi, slíka skuld ber þjóðin enga ábyrgð á og ber ekki að taka á sig.

Finna má slíkar dómsniðurstöður í sögu skuldarinnar.

Þannig er Icesave skuldin.

Þetta vita Bretar og Hollendingar mæta vel, þeir kunna sögu skuldarinnar manna best, þess vegna liggur þeim svona mikið á að hneppa okkur í skuldafjötra.

Ég segi Nei!! Ég vil ekki vera þræll!!

 

 

 

Skuldir voru afskrifaðar hér áður fyrr til að halda samfélögum saman eins og í Mesópótamíu. Á Íslandi er engin sátt í dag um skuldirnar. Sumir á íslandi fá skuldir sínar afskrifaðar.

Aðrir fá innistæður sínar bættar. Sáttin er rofin, það er ekki friður á Íslandi, það er ófriður því annars værum við heima að bóna bílana okkar. Þjóðin er sundruð, það erum við og þeir.

 

Íslenska ríkisstjórnin ætlar ekki bara að hneppa íslenska þjóð í skuldafangelsi vegna Icesave heldur einnig að bjóða upp fasteignir landsmanna og reka okkur út af heimilum okkar. Ríkisstjórnin er talsmaður lánadrottnanna, skuldir skulu innheimtar með öllum ráðum.

 

Hvers vegna er skjaldborgin fræga svona andsnúin almenningi, hvers vegna upplifum við bara skjaldborg um lánadrottna. Ástæðan er sú að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill hafa það þannig og ríkisstjórnin fylgir fyrirmælum hans í einu og öllu.

 

 

Þetta stendur allt skýrum stöfum í Viljayfirlýsing íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjadeyrissjóðsins 20 október 2009, þessi viljayfirlýsing er undirrituð af Jóhönnu og Steingrími:

 

Grein 7:

Þrátt fyrir að við leggjum áfram áherslu á að vernda innlendar innstæður höfum við, í öðru lagi, enga fjárhagslega getu til að taka á okkur tap einkageirans vegna bankakreppunnar umfram það sem orðið er,

 

Er einhver hér sem á mikið af innlendum innistæðum??

Er einhver hér sem á eign sem hefur helmingast í verði og skuldin tvöfaldast?? Þeas svokallaður einkageiri, það erum ég og þú.

 

 

Tökum grein 15 núna;

Þessi kafli sem grein 15 er í Viljayfirlýsingunni heitir Endurskipulagning skulda.

 

Markviss endurskipulagning á skuldastöðu heimila og fyrirtækja er mikilvægur liður í því að stefnan um endurskipulagningu fjármálakerfisins nái fram að ganga

Semsagt svo að fjármálakerfið lifi þá þarf að endurskipuleggja skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Það á að fórna þeim sem skuldar, það á að fórna heimilum landsmanna fyrir fjármálakerfið.

 

Hvernig á það að ganga fyrir sig?

Í lok 15 greinar segir og ég vitna í AGS;

 

”auðvelda markaðnum að greina milli áreiðanlegra lántakenda sem njóta skulu greiðsluaðlögunar og óáreiðanlegra lántakenda sem rjúfa skal öll fjárhagstengsl við

Það á að láta markaðinn ákveða hverjir skulu fara í gjaldþrot og hverjir ekki.

Er þetta skjaldborg að hætti norræna velferðakerfisins eða er þetta meir í ætt við hinn alræmda Alþjóðagjaldeyrissjóð.

 

 

 

 

 

Grein 16;

Þegar hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana fyrir heimilin og nú er lögð megináhersla á regluverk varðandi gjaldþrot einstaklinga.

Þetta segja þau í október s.l. , þau segja að það sé búið að hjálpa heimilunum en vinnan í kringum gjaldþrotin sé framundan. Þá vitum við það og bara til að minna ykkur á hverjir eru þau þá eru það Jóhanna og Steingrímur sem skrifa undir þessa Viljayfirlýsingu.

 

Þetta er skjaldborg Jóhönnu og Steingríms, skjaldborgin er smíðuð í Whasington USA, skjalborg AGS er neytt upp á okkur, þau hafa skrifað undir að þau munu fylgja stefnu strákanna frá Whasington, þau hafa samþykkt þetta, þau eru að framkvæma stefnu AGS í einu og öllu.

 

Það erum við, við hér á Austurvelli, sem viljum ekki sætta okkur við að samlandar okkar verði settir á götuna. Við sættum okkur ekki heldur við að borga skuldir einkabanka.

Við neitum að vera einhver björgunarhringur fyrir glatað fjármálakerfi sem fer aftur og aftur í kreppur.

Við neytum því að samborgarar okkar verði gerðir gjaldþrota til að fullnægja hvötum fjármagnsins.

Ef við samþykkjum allar þessar skuldir þá erum við orðin þrælar.

 

Við viljum réttlæti, við viljum réttlæti, við viljum réttlæti, þarf ég að segja það aftur?

 

 

 

 

Í mannréttindaryfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna kemur skýrt fram að allir eiga rétt á lífskjörum sem eru nauðsynleg til að vernda heilsu og vellíðan.

Einnig segir í mannréttindaryfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna að allir eigi rétt á fæði, klæði, húsnæði, læknishjálp, félagslegri þjónustu og rétti til atvinnu eða öryggi vegna atvinnumissis.

 

Vill þjóðin það sama og ríkisstjórnin. Vill þjóðin að fólk sé neitt til að velja á milli þess að greiða af húsnæðislánum eða að eiga fyrir mat. Ef ríkistjórn Íslands vill þetta þá eru þau að framkvæma mannréttindarbrot í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það er hræsni af verstu sort að skrifa fyrst undir mannréttindaryfirlýsingu og síðan undir skilmála AGS. Þetta tvennt fer ekki saman, það getur aldrei blandast, ekki frekar en fita og vatn.

 

 

 

 

Félagar, Austurvellingar, núna er komin tími til að laukarnirnr fari að sýna sig.

Stöndum saman og mótmælum órétti og mannréttindabrotum á okkur.

Að greiða skuld hvað sem það kostar er rangt.

Lánadrottnarnir ganga eins langt og við leyfum þeim að ganga.

Það er okkar að setja þeim mörk, hingað og ekki lengra segi ég.

Ef við stöndum saman getum við hvað sem er     og þeir óttast það.

Stöndum nú upp og mótmælum segjum hingað og ekki lengra,

Segjum mannréttindi framar fjármagni.

 


Eftir helgina.....

Stjórnvöld eru alltaf að segja að eitthvað jákvætt gerist "eftir helgina". Þannig hefur það verið síðan Jóhanna og Steingrímur tóku við. Síðan gerist ósköp fátt. Er þjóðin of óþolinmóð?

Óþolinmæðin á rætur sínar í forsendubresti sem varð öllum augljós haustið 2008. Þá kom það skírt fram að kjörnir fulltrúar sem treyst hafði verið fyrir stjórn landsins höfðu brugðist. Afleiðingar mistakanna voru sendar til þjóðarinnar. Þjóðin kaus nýja stjórn sem lofaði öllu fögru en er líka að senda afleiðingarnar til þjóðarinnar. Það er að renna upp fyrir þjóðinni að stjórnvöld, hvaða nafni sem þau nefna sig, eru bara senditíkur auðvaldsins við að koma reikningnum til almennings. Vandamálið hjá stjórnvöldum er að þrællinn er hugsi.

Við, þrælarnir, viljum frelsi frá valdi auðmagnsins. Hljómar eins og kommúnistaávarpið en er ljósár frá því fyrirbæri. Almenningur er farinn að gera sér grein fyrir eðli hlutanna. Fólk er að átta sig á því að ekki er sjálfgefið að greiða skuld hvað sem það kostar. Að leggja fjölskyldur og efnahag einstaklinga í rúst er of mikið til að greiða einhverja skuld. Skuld sem var búin til í tölvu, tölur á skjá sem voru fluttar frá einni bankabók í aðra bankabók og síðan að lokum í bankabók bankans. Er slíkt talnaflakk nægur grundvöllur fyrir uppboði á heimili, ævistarfi, almennings á Íslandi.

Þarna greinir þjóðina og stjórnvöld á. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvort þau öfl sem vilja hag almennings sem mestan beri gæfu til að snúa bökum saman. Þá þurfum við ekki að bíða neitt fram yfir helgi.

 


Norskir víkingar-2

Í hádeginu í dag(5 feb) áttum við mjög góðan fund með formanni stórs stéttafélags í Noregi, er um að ræða opinbera starfsmenn og eru félagsmenn jafnmargir og íslenska þjóðin. Þar var farið yfir stöðuna með AGS og Icesave. Einnig rætt um aðkomu íslenskra stéttafélaga að þessum deilumálum meðal íslensku þjóðarinnar. Í heildina mjög góður fundur þar sem okkur tókst að lýsa ástandinu nokkuð vel fyrir verkalýðsleiðtoganum norska.

IMG 3070


Fundur í Stortinget í Ósló

Við vorum á mjög góðum fundi núna með systurflokki Vg á Íslandi. Okkur var boðið í Stortinget og ræddum þar um AGS og Icesave. Það fylgir því mjög sérkennileg tilfinning að finna þann velvilja og áhuga á örlögum okkar sem er hér til staðar í Noregi. Ekki ber þeim nokkur skylda til að aðstoða okkur og þar að auki eru við samkeppnisaðilar á mörkuðum. Þrátt fyrir það vilja margir aðstoða okkur. Það er eins og á Íslandi að afstaða manna til Icesave mótast algjörlega af áhuga þeirra á ESB. Þeir Norðmenn sem vilja fara í ESB vilja að við borgum Icesave en hinir ekki. Fundurinn í dag í þinghúsinu hér í Ósló var mjög góður.

IMG 3089


mbl.is Ekki formlega rætt við Noreg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband