Færsluflokkur: Ferðalög
19.7.2007 | 14:16
Betlarinn LSH.
Guðlaugur heilbrigðisráðherra ráðleggur LSH að taka sér lán fyrir skuldunum.
Ég er staddur í Tyrklandi þessa dagana. Hér prúttum við. Kaupmaðurinn hefur voru að selja og ég seðla. LSH hefur ekki neitt. LSH skuldsetur sig hjá kaupmönnum. LSH er boðið að skuldsetja sig enn frekar hjá ríkinu. Ég hélt að þrælahald væri afnumið. Ríkisafskiptaflokkurinn(X-D) nýtur þess að spinna upp ríkið.
Ef LSH væri í sömu aðstöðu og bankarnir væri öldin önnur. Þá hefði LSH réttarstöðu prúttarans og gæti verðlagt sína vöru og selt hana. Þá hefði LSH tekjur og gæti greitt sínar skuldir. Þá hefði LSH virðingu.
Í dag er LSH betlari, þeir stunda ekki viðskipti enda hefur þeim á flestum stöðum verið úthýst, mellur eru enn til staðar enda stunda þær viðskipti og hafa því virðingu.
Hvernig væri að menn átti sig á því að LSH framleiðir gæðavöru og hætti að umgangast hann sem betlara.
Viðvarandi vanskil LSH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 22:21
Sjóferð-Gökova.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 16:44
Tyrkland-vatnsrennibrautagarður.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2007 | 14:06
Naflastrengurinn.
Það er mjög merkilegt að vera í Tyrklandi. Hér voru fyrstu vínin í heiminum ræktuð. Hér er borg sem heitir Efesus og er mörg þúsund ára gömul. Þar eru almenningssalerni og upphituð gólf. Íslendingar voru þá ekki einu sinni til. Þegar þeir birtust hafa þeir sjálfsagt verið flokkaðir sem villimenn af Tyrkjum. Svo erum við að setja okkur á háan hest. Í Istanbúl er kirkja sem er 1500 ára gömul og var ein stærsta kirkjan í veröldinni um 800 ára skeið. Geri aðrir betur.
Við hjónin höfum verið að ferðast svolítið að undanförnu. Heimsótt Madrid, Prag og Barcelona. Nú Kaupmannahöfn að sjálfsögðu. Þegar maður drekkur í sig menningu þessara borga, þá á einhvern hátt nær maður að samsama sig þessari fornu menningu. Á einhvern hátt er maður hluti af henni, maður finnur fyrir samhljóm. Maður fær svolítið sérstaka tilfinningu í sálina, hálfgerða helgun eða jafnvel dýpt og ró. Við eigum okkar upphaf hér, það eimir svolítið eftir af þeim naflastreng.
Við vorum á Florida fyrir ári. Gott frí í sjálfu sér. Heimsóttum skemmtigarðana fyrir börnin. Tilveran í Florida er svolítið öðruvísi en í Evrópu. Florida er tilbúin veröld. Í raun getur bara krókódíllinn búið í Florida án þess að gjörbreyta öllu umhverfi sínu með þurrkun fenja, loftkælingu og þess háttar. Í raun er Florida nánast óbyggilegt fyrir menn nema með þessum tilfæringum. Þetta er bara mjög rakt, heitt fenjasvæði fyrir krókódíla. Reyndar er krókódíllinn friðaður í Florida. Því er hann eina skepnan sem hefur öruggan tilvistargrundvöll í Florida. Hann er friðaður, enginn mé drepa hann, honum er hvorki of heitt né kalt þar sem hann marir hálfur í kafi. Auk þess má hann éta alla hina íbúana í Florida. Góður díll.
Svo eru hinir dílarnir í Flórída. Það eru þeir sem selja manni allt milli himins og jarðar. Ég held að það eina sem er frítt í henni Ameríku er loftið sem maður andar að sér. Allt annað selja þeir manni og líf þeir gengur út á að selja. Að selja eru þeirra trúarbrögð. Að selja er þeirra menning.
Þegar Evrópubúar fluttu til Ameríku þá slitnaði naflastrengurinn, því miður. Núna eigum við í vandræðum með þennan ungling sem veit ekki ennþá muninn á réttu og röngu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2007 | 15:39
Tyrkland, 15 júlí.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2007 | 23:11
STRÆTÓ-enn og aftur.
Ég er með strætó á heilanum og í kvöld í Kastljósi voru þessi mál rædd. Mest var rætt um slæma afkomu strætó. Kom þar fram að allt færri noti sér þjónustu strætó. Nú er svo komið að farþegar greiða fyrir um 25% af rekstrarkostnaði strætó en afgangurinn komi frá sveitafélögunum þ.e. útsvarið okkar.
Ég held að fólk verði að fara að gera upp við sig hvort og hvernig við ætlum að hafa strætó.
Á strætó að vera einhverskonar óhagkvæm neyðarlausn fyrir þá sem geta ekki átt almennilegan einkabíl, eða eru svo illa settir að hafa ekki bílpróf. Ef strætó á að vera fyrir undirmálsfólk eða kolgræna hugsjónamenn þá getum við svo sem haldið áfram á þessari braut.
Ef fólk meinar eitthvað með því að það vilji hafa almennilegar almenningssamgöngur þá held ég að tími sé kominn til að menn fari að bretta upp ermarnar.
Ef farþegar standa undir eingöngu 25% þá getum við alveg eins sleppt því að vera að rukka farþegana. Sparast mikill peningur sem fer í allt umstangið að rukka fólk. Auk þess sparast mikill tími fyrir vagnstjórana ef þeir þurfa ekki að rukka fólk.
Þar að auki myndi ef til vill fleiri nýta sér strætó. Ég held þó að fæstir hafi sett fyrir sér kostnaðinn heldur hversu óhægt er um vik að greiða í strætó. Fæstir eru með peninga á sér og eingöngu innvígðir eiga strætókort. Því hefði eini raunhæfi möguleikinn verið að geta greitt fyrir með sínu venjulega debet/kredit korti. Hvers vegna ekki við notum þau kort als staðar annarstaðar.
Meginvandinn er sá að það er allt of langt á milli ferða. 30 mínútur allan daginn nær náttúrulega engri átt. Það hentar engan veginn fyrir nútímafólk.
Aftur á móti er það staðreynd að vinsældir strætó eru ekki svipur við sjón miðað við áður. Það er EKKI vegna þess að margir eiga einkabíl í dag. Það er bara hluti af skýringunni. Aðalástæðan er sú að fólk upplifir ekki strætó sem raunverulegan valkost heldur sem neyðarlausn.
Háu herrar og frúr, leysið það vandamál og strætó mun lifa.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.7.2007 | 19:12
Strætó-II
Ég er svolítið með strætó á heilanum þessa dagana. Ástæðan er sú að ég og konan höfum þurft að skutla krökkunum út og suður. Eldri krakkarnir þurfa alltaf að fá bíl lánaðan. Ástæðan er að strætó fullnægir ekki einu sinni þörfum barnanna minna. Það er orðið ansi hart þegar krakkarnir geta ekki notað strætó, hvað þá að fullorðnir geti nýtt sér kerfi strætó.
Ef ekkert verður gert til að gera strætó sem raunhæfan möguleika við einkabílinn þá getum bara pakkað saman strætisvögnunum og nýtt peningana í eitthvað annað. Það er alveg út í bláinn að hafa þessa strætisvagna akandi út um allan bæ nánast MANNLAUSA fyrir utan bílstjórann.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2007 | 22:14
"Að efla almenningssamgöngur"
Gvöð hvað ég er orðinn þreyttur á þessum farsa. Í 35 ár eða lengur erum við búin að hlusta á okkar kjörnu fulltrúa tyggja á þessu endurtekið eins og tannlaust gamalmenni. Og tuggan er enn upp í kjaftinum á þeim og því ekki orðin að neinu gagni.
Nú var Siglfirðingurinn góði enn að ræða þetta með Dalvískum tónum í Speglinum í útvarpinu í kvöld.
Síðastliðna áratugi hafa almenningssamgöngur bara versnað hér á höfuðborgarsvæðinu, það er í sjálfu sér afrek því ekki voru þær góðar fyrir.
Við höfum aldrei tekið afstöðu til þess hvort Strætó eigi að vera raunverulegur valkostur við einkabílinn. Í raun má segja að framkvæmd þessara mála hingað til bendi eindregið til þess að Strætó sé ekki hugsaður sem raunverulegur valkostur við einkabílinn. Þar á móti speglast orðagjálfur stjórnmálamanna við framkvæmdina í því að almenningssamgöngur séu æskilegar, nauðsynlegar og fólk eigi að nýta sér þær. Hér er greinilega misræmi milli orðs og æðis. Góður sálfræðingur kæmist sennilega að þeirri niðurstöðu að stjórnmálamennirnir hafi hugsað sér að við hin tökum Strætó meðan þeir rúnta um á sínum einkabílum. Að minnsta kosti ef þeir væru háðir Strætó væru hlutirnir öðruvísi.
Margar þjóðir og sumar mun ríkari en við hafa almenningssamgöngur sem virka. T.d. í Sviss þar sem hver fjölskylda á einn Bens og einn BMV, af dýrustu sort, taka allir Strætó. Í Genf gengur Strætó á 5 mín fresti allan daginn, um kvöldmat fer tíminn upp í 10-12 mín á milli ferða. Eftir sem líður á kvöldið tognar á tímatöflunni og seint á kvöldin er orðnar heilar 20 mínútur á milli ferða. Auk þess þarf vagnstjórinn ekki að taka við greiðslum og við það sparast mikill tími. Allir hafa greitt fyrirfram á stoppistöðvunum, en eftirlitsmenn koma í vagnana og sektin er það stór að fáir svindla.
Svisslendingar hafa tekið þá afstöðu að almenningssamgöngur eigi að vera valkostur. Við Íslendingar höfum aldrei tekið þá afstöðu. Vinstri menn hafa reynt að koma þeim á, í hálfgerðum feluleik því aldrei hefur orðið nein mynd á því. Hægri menn hafa reynt allt til að stöðva þróun almenningssamgagna til hagsbóta fyrir einkabílinn. Það er ekki mikið mál að gefa öllum frítt í Strætó þegar enginn notar hann. Þannig að með sameiginlegri vinnu hefur stjórnmálamönnum allra flokka tekist að drepa niður allar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 19:50
Strætó.
Nú ætlar Gunnar í Kópavoginum að gefa öllum frítt í strætó í eitt ár. Mjög gott framtak, en ég er svolítið svartsýnn á árangurinn. Hugmyndin er að allir hópist í vagnana. Til þess að hinn venjulegi Íslendingur noti strætisvagn í stað einkabíls þarf kerfið að uppfylla viss skilyrði. Í fyrsta lagi þarf annað hvort að vera ókeypis eða hægt að borga með venjulegu bankakorti, því við höfum aldrei á okkur strætómiða né smápeninga. Í annan stað verður að duga að taka einn vagn, það er allt of flókið fyrir Íslendinginn að skipta um vagn. Að lokum, þetta skiptir höfuðmáli, strætó á aka svo þétt að við þurfum ekki að ath hvað klukkunni líður. Þá er ég að tala um vagn á 5 til 10 mín. fresti.
Sem sagt, bara vita númer hvað, hvaða stoppistöð, ekkert að borga og hvenær sem er, þá á strætó smá möguleika að keppa við einkabílinn.
Þangað til að kerfið getur fullnægt þessum frumþörfum okkar eru allar tilraunir svo til dauðadæmdar.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2007 | 22:20
Neskaupsstaður-Egilsstaðir.
Nú þetta er búið að vera góður tími það sem af er. En eiginkonan fór til Reykjavíkur í dag. Flogið er frá Egilsstaðarflugvelli og því þarf að taka rútu fyrsta áfangann. Hafði ég hringt í Austfjarðarleið í fyrradag og kynnt mér málin. Mikið rétt rúta kl 1545 frá Neskaupsstað og alla leið upp á flugvöll, heila 75 km. Hentað þar að auki mjög vel því rútuferðin passaði akkúrat við brottför vélarinnar.
Ég kem konunni tímanlega á Olís bensínstöðina þar sem rútan átti að koma, en eins og ykkur er nú þegar farið að gruna kom engin rúta. Alls engin. Konan hringir í Austfjarðarleið og svörin voru hálf vandræðaleg,, ee héldum að enginn ætlaði að fara,, ee sorry ee,,. Þegar konan mín benti viðkomandi á að hún þyrfti að ná flugvél suður, ja, þá gæti hugsanlega verið komin rúta eftir í fyrsta lagi hálfa klukkustund.
Niðurstaðan varð sú að ég þurfti að hendast úr vinnunni og fá lánaðan bíl og keyra í einu hendingskasti með konuna 75 km út á flugvöll.
Þeir hjá Austfjarðaleið ættu nú að skammast sín.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)