Færsluflokkur: Lífstíll

Ríkasta líkið í garðinum.

Bráðum er ég búinn að lifa í hálfa öld. Ég á bara börn og skuldir. Jú eina eiginkonu líka. Verð sennilega ekki vel stætt lík í kirkjugarðinum. Hef ekki mikla trú á því að maður getið tekið mikið með sér. Bara að einhver minnist manns fyrir einhver góðverk. Vonandi að ég hafi framkvæmt einhver slík. Reyndar ef maður verður ríkt lík þá munu erfingjarnir hafa úr meiru að spila.

Sumir samferðamenn okkar virðast stefna að því með oddi og egg að verða ríkasta líkið í kirkjugarðinum. Sjálfsagt veitir það einhverja huggun.

Svo koma afkomendurnir og eyða öllu saman, síendurtekin saga. Til hvers er þetta allt saman. Erum við ekki bara hluti af náttúrunni. Erum við ekki bara til til að viðhalda stofninum. Þegar því er lokið þá getum við horfið. Indíánar lögðust út þegar þeir voru orðnir til trafala og dóu. Í dag eru amma og afi á fullu og njóta lífsins. Nauðsynlegur hlekkur í lífsgæðakapphlaupinu. Hver á að passa börnin og skutla þeim nema afi og amma svo við hin getum orðið ríkasta líkið í kirkjugarðinum. Eða þannig sko.


Mótvægisaðgerðir-hvurra?

Í kvöldfréttatímanum var sagt frá því að Sunnlendingar ætla að skapa sínar eigin mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar þorskaflans á komandi vetri. Gott framtak. Sjálfsagt vita heimamenn best hvar skóinn kreppir að.

Hin hliðin á peningnum er sú að menn hafa sjálfsagt verið farnir að örvænta eftir slíkum aðgerðum frá hendi stjórnvalda. Á þeim bæ virðast allir hafa verið í góðu sumarfríi sl vikur. Það læðist að manni sá grunur að menn tali í austur og vestur í þessum málaflokki. Ingibjörg Sólrún var á Hólum í dag. Það er gamalt fræðasetur. Í viðtali sagði Utanríkisráðherrann að með góðri nettengingu og handfylli af menntamönnum væri hinum dreifðu byggðum ekkert að vanbúnaði að sækja fram á veginn til framtíðar. 

Ef maður hefur ekki áhuga á menntun og getur ekki veitt þorsk með nettengingu hvað á maður þá að gera? Á að umbreyta sjómönnum í menntamenn. Ef þeir vilja það ekki eiga þeir þá setjast fyrir framan tölvu með góðri nettengingu og blogga. Hver er þorskur í þessum vangaveltum? Er ég svona einfaldur að halda að fullfrískir íslenskir karlmenn, sjálfráða, fjárráða og haldnir löngun og áhuga á að sigla út á hafið og veiða fisk hafi lítinn sem engan áhuga á að sitja fyrir framan háhraðatengingu heima í stofu. 

Hér held ég að menn tali tungum tveim. Ég held að landsbyggðarmenn vonist eftir mótvægisaðgerðum við hæfi, einhverri vinnu sem hentar þeim. Stjórnmálamenn ætla að breyta sjómönnum í háhraðanetamenn. Hvað verður um þá sem falla milli skips og bryggju, verða þeir sendir á einhverskonar hæli eða betrunarvist?

Ekki nema von að menn fari að dikta upp sínar eigin mótvægisaðgerðir. 

 


"Lífið er yndislegt" í Eyjum.

VESTANNAEYJAR 2007 010Hér sjáum við reyktan Lunda sem allir gæddu sér á og þótti

mjög góður. 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér er okkur boðið inní Hvítt tjald Eyjamanna. Dísa og Gunsi buðu okkur. Hún átti afmæli daginn eftir. Sennilega bara um þrítugt, þeir eldast vel þessir Eyjamenn.

 

VESTANNAEYJAR 2007 015

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sjáum við þrjá ættliði í Brekkunni í Herjólfsdal. Tengdó, eiginkonan og yngsta dóttirin. Mikið stuð.

 

VESTANNAEYJAR 2007 022

 

 

 

 

 

 

 

Flugeldasýningin var stórkostleg. 


Mr. Bormann og Vestmannaeyjar.

Ég var í Vestmannaeyjum sl viku. Ræddi og skrafaði við heimamenn. Samgöngumál brenna á Eyjamönnum eins og búast má við, þetta er nú einu sinni eyja umlukin hafi. Ekki beint einfalt mál að bruna í bæinn. Göngin eru komin út af borðinu, ég segi nú til allra hamingju því ég hefði þá aldrei þorað til eyja aftur. Síðan eru eftir tveir kostir. Annar er að byggja bryggju á sandi. Samkvæmt heilagri ritningu og heilbrigðri skynsemi lofar það ekki góðu. Þar að auki felst í þeirri leið fjallvegur, þe Hellisheiði sem getur oft verið leiðigjörn, ófærð eða mikil þoka. En samtals er tíminn frá Eyjum til byggða uþb 2-2,5 klst. Það gerir ávinning upp á 1 klst miðað við núverandi ástand. Hvað sandbryggjan á að kosta veit ég ekki en gefins er hún ekki.

Hinn kosturinn er að kaupa nýjan Herjólf, ekki bara einn heldur tvo. Hafa þá hraðskreiðari þannig að tíminn milli lands og Eyja verði 2 klst. Þá verður heildarferðartíminn um 2,5 klst. Aftur sparnaður um eina klst miðað við núverandi ástand. Ef þessi kostur verður fyrir valinu vinnst margt. Ferðum fjölgar. Það gefur Eyjamönnum möguleika á því að ákveða með stuttum fyrirvara að skreppa upp á land en núna þurfa þeir að panta far með Herjólfi með löngum fyrirvara um helgar. Þetta er í raun óþolandi. Ef við veltum fyrir okkur að aðrir landsmenn geta skroppið eftir sínum þjóðvegum þegar þeim dettur í hug ef veður leyfir. Því myndi þetta  leiða til jöfnunar. Annar kostur er að höfnin í Þorlákshöfn myndi nýtast og þær fjárfestingar sem í henni liggja. Auk þess sleppa menn við fjallveg-Hellisheiðina. Einnig þarf ekki að betrumbæta vegakerfið í kringum Bakka sem óneitanlega þarf að gera. Kolefnisjöfnun er í tísku þessa dagana. Í staðin fyrir að allir Eyjamenn séu að aka um Suðurland þá eru allir bílarnir þeirra kyrrstæðir í ferju og menga því  mun minna.

Því er það algjörlega óskiljanlegt að Mr Bormann ætlar að byggja framtíð samgöngumála Eyjamanna á sandi. Þar að auki gat ég ekki betur heyrt en að flestir Eyjamenn sem ég ræddi við væru mér sammála. Mr Bormann ætti kannski að gera eina létta skoðanakönnun í Eyjum. Eða er hann að hugsa um einhverja aðra en þá? 


Óvinurinn.

Ég er búinn að lifa næstum í hálfa öld, ég hef aldrei upplifað stríð enn sem komið er. Í æsku voru Rússarnir alltaf á leiðinni en komu aldrei. Í dag eru hryðjuverkamenn á ferðinni, vonandi koma þeir aldrei. Styrjaldir hafa fylgt mannkyninu alla tíð. Herveldi hafa komið og farið. Þetta er órjúfanlegur hluti mannlegrar menningar að eiga á hættu að vera sprengdur í loft upp af Óvininum.

Óvinurinn eru einhverjir tindátar sem hefur verið sagt að sprengja okkur í loft upp. Gegn þessari vá ætla Íslendingar að berjast gegn með því að reka hér ratsjárstöðvar, sem eru jafnvel orðnar úreltar. Ekki er hægt að sjá að ratsjárstöðvarnar muni vara okkur við innrás því önnur NATO ríki munu sjá það langt á undan okkur. Ég held að þetta brölt sé hálf tilgangslaust amk hvað viðkemur vörnum Íslands. Ef aðrir hafa rænu á því að láta okkur vita að innrás sé í vændum munum við vita það með nægum fyrirvara. NATO mun þá verja okkur ef það er talið borga sig annars ekki. Við breytum engu þar um. 

Hvað viðkemur hryðjuverkjum þá höldum við áfram að gera flugfarþegum gramt í geð og vonandi með einhverjum árangri. Það sem er árangursríkast er að uppræta allar hvatir til að sprengja aðrar manneskjur í loft upp. Leysa vandamálin fyrir botni Miðjarahafs. Hjálpa Bandaríkjunum í gegnum gelgjuskeið hinna fullvalda ríkja. Þá vantar mikinn þroska enn sem komið er. Óvinurinn leynist víða. 


Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Við vorum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Reyndar var ég að vinna frá föstudegi til föstudags. Samferða voru eiginkonan, dæturnar og tengdamamma. Ómissandi fyrir vel heppnaða útilegu. Synirnir voru svo á sjálfri Þjóðhátíðinni. Allir skemmtu sér konunglega og allir vilja koma aftur. Þjóðhátíð er svolítið merkilegur og sérstakur viðburður, engin venjuleg útihátíð. Það er erfitt að lýsa með orðum. Ef til vill eiga orð 11 ára dóttur minnar vel við. Við vorum búin að fylgjast með stemmingunni í Herjólfi á leið til Eyja, lífinu í Herjólfsdal, kvöldvöku í Herjólfsdal. Upplifa bekkjarbílana. Svo var okkur boðið í eitt af þessum landsfrægu hvítu tjöldum Vestamanneyinga inní Herjólfsdal. Þar var okkur strax boðið upp á samlokur, flatkökur með hangikjöti og LUNDA. Þessu var öllu skolað niður með viðeigandi drykkjum. Sú 11 ára fylgdist með öllu með galopin augun og af undrun. Svo kom að því að hún dró föður sinn að sér og hvíslaði í eyra hans,

"eru Vestamanneyingar líka Íslendingar?". 


Bullshit = BUS.IS

Drengurinn var að vandræðast vegna morgundagsins. Vildi ekki hjóla í vinnuna en vildi gjarnan fá bílinn. Bentum honum á BUS.is.  Hann svaraði stutt og laggott"bullshit". Kom fram á moggablogginu í dag að 3% þjóðarinnar gengur til vinnunnar en eingöngu 2% nota strætó. Það er greinilegt að strætó er eingöngu afarkostum þeirra sem koma engum öðrum ferðamáta við. Þannig er börnunum mínum einnig innanbrjóst, strætó er algjört neyðarúrræði. Hnignun þessa kerfis er með eindæmum og fáa sinn líka. Fádæma hæfileikaleysi til að setja sig í spor þeirra sem hefðu áhuga á að nota strætó frekar en einkabílinn. Ef vottur af tilfinningargreind og metnaði hefði verið til staðar hefði kerfið blómstrað í dag.

Í raun er þetta svo einfalt. Geta greitt með þeim kortum sem maður er venjulega með í vasanum. Vita eingöngu hvaða leið taka skuli og vagninn komi það oft að ekki þurfi að bíða nema í mesta lagi 10 mínútur. Sökum þess hversu málið er auðleyst, en ekki hefur tekist að leysa það, er augljóst að aldrei hefur staðið til að hafa hér almennilegar almenningssamgöngur.


Borgaralegt lýðræði.

Stundum hef ég velt fyrir mér lýðræði og hvernig við beitum því. Að vera Borgari í lýðræðis ríki setur vissar skyldur á herðar manns. Að vera Borgari krefst þess að maður sé virkur, hafi skoðun og komi þeim á framfæri. Ekki bara í kosningum. Margir hafa verið harðduglegir á þessu sviði. Sjálfsagt voru aðal aðferðirnar að mæta á fundi og skrifa í blöð. Einnig hefur sjálfsagt verið mjög áhrifaríkt að geta hitt félagana á minni fundum og lagt á ráðin. Þetta hefur sjálfsagt verið gott og gilt áður fyrr en er sennilega allt of hægvirkt á öld hraðans í dag.

Í dag er hraðvirkari aðferðum beitt. Fulltrúar fólksins eru með heimasíður á netinu, setja þar fram skoðanir sínar og áður en að dagur er að kveldi þá hafa þeir fengið fjölda athugasemda frá virkum Borgurum þessa lands. Gallinn er reyndar sá að oft eru það varðhundar andstæðinganna sem eru duglegastir við að senda inn athugasemdir. Menn verða nú að sætta sig við það og oft reynist sannleikskorn í því sem þeir segja.

Auk þess erum við þessir venjulegu að blogga og rífa kjaft, þar er hægt að taka púlsinn og að reyna átta sig á hvað venjulegir Borgarar eru að hugsa.

Að hafa heimasíðu hefur reyndar vissan galla. Þú ert svolítið berskjaldaður. Þú lætur skoðanir þínar í ljós og hægt að mótmæla þér, svona eins og þú sért í samtali við hálfa þjóðina. Vissum virðist ekki hugnast þessi tækni að öllu leiti. Hafa etv heimasíðu en hún er í formi eintals því ekki er hægt að koma með athugasemdir-sem sagt lokuð heimasíða. Aðrir hafa enga heimasíðu og eru ekkert að vasast í netheimum. Virðist alls ekki tengjast neinum aldri, frekar persónu. Finnst kannski þægilegra að tala við nokkra samherja úr heimasímanum, ekkert ónæði. Lýðræðið er vissulega tímafrekt og krefjandi. Að vera einvaldur finnst sumum einfaldara, örugglega einvaldinum. Því miður verða tengsl þeirra við almúgann oft lítil og ómarkviss. Þeir þorna oft upp því það er nærandi að standa í skoðanaskiptum. 


Vínsala, neysla eða ofneysla.

Það hefur verið nokkur umræða um smásölu víns á Íslandi. Talsmenn frelsisins vilja færa okkur nær Evrópu í þessum efnum. Andstæðingarnir vilja höft og hátt verðlag.

Það er þetta með vímuefnin okkar og stjórnlausa fíkn í þau á móti eðlilegri neyslu. Það er á margan hátt verið að takast á um hvernig við umgöngumst þessi efni og hvernig við tökumst á við þau. Hvernig við höfum meðhöndlað fíkn náungans í vímuefni er merkilegt fyrirbæri. Afstaða okkar á 21. öldinni til fíkla er ekki ósvipuð umgengni forfeðra okkar á holdsveikum hér á öldum áður.

Ef við höldum okkur við samlíkinguna við holdsveika þá var það stefnan að vona inn í það síðasta að veikjast ekki sjálfur. Ef maður veiktist var það refsing æðri máttarvalda og síðan voru viðkomandi úthýstir úr mannlegu samfélagi. Svipað er komið fyrir okkur á dag. Allir vonast til að börnin þeirra verði ekki fíklar. Ef fíkill er í fjölskyldu náungans þá reynum við að forðast frekari umgegni í þeirri von að smitast ekki. Svo viljum við koma þeim fyrir á stofnunum þar sem þau eru "læknuð". Eins og með holdsveikina. Vandamálið er að holdsveiki er ekki fíkn, fíkn er eitthvað sem býr með einstaklingum eða myndast við notkun efnis.

Fíkn á sér þrjár undirstöður. Fíkniefnið, einstaklinginn og fíknina. Þegar allt kemur saman þá er komin fíkniefnaneysla. Til að leysa það vandamál þarf að eyða einhverjum þessara þriggja þátta. Það hefur ekki gengið vel hingað til. Spurningin er hvort það er fullreynt með þeim aðferðum sem við höfum beitt hingað til eða tími endurskoðunarinnar er kominn.

Ef fíkniefnaneysla væri eins og holdsveiki væri vandamálið einfalt. Því miður er ekki svo. Fíkniefnaneysla er flókið fyrirbæri. Ef fíkn er til staðar þá skiptir engu máli hvar fíkniefnið er selt né hversu mikið það kostar. Öllu er fórnað. Því held ég að það skipti ekki máli þó vín sé ódýrara en í dag. Persónulega skiptir það mig engu méli þó ég fari í eina verslun aukalega til að kaupa vín og sé því enga knýjandi þörf á því að færa vínsölu inn í matvöruverslanir. Ef hægt væri að láta fíkniefni hverfa í eitt skipti fyrir öll væri málið leyst. Svo er ekki. Meðan þannig er málum háttað verður að vera til staðar forvarnarstarf og meðferð þeirra sem verða fíklar.

Aftur á móti er umræða um hvernig við ætlum að fást við afleiðingar annarra fíkniefna en víns mjög mikilvæg og þörf.


Jón Magnússon á Útvarpi Sögu.

Ligg heima veikur með tyrkneskt kvef og hita. Get því veitt mér þann munað að hlusta á útvarpið. Í svefnrofanum heyri ég í Jóni Magnússyni þingmanni FF. Hann er þá líka þáttastjórnandi á útvarpi Sögu. Smátt og smátt verða múslímskir vírusar sem heltekið hafa skrokkinn á mér að láta undan orðræðu Jóns og ég fer að hlusta á hann með athygli.

Margt var rætt og skrafað. Greinilegt að áhugi okkar Jóns á söngvaranum Roger Whittaker er sá sami, enda er hann algjör snillingur. Svo kom Magnús Þór til Jóns til skrafs og ráðagerða. Margt sem Magnús benti á sem betur mætti fara, sérstaklega í utanríkisþjónustunni voru þarfar athugasemdir. Stundum upplifir maður utanríkisþjónustuna í misskyldri útrás. Mörg íslensk fyrirtæki eru í útrás fyrir eigin reikning og gera slíkt í því markmiði að hagnast. Að íslensk utanríkisþjónusta sé í útrás á reikning okkar landsmanna er mun vafasamara. Hagnaðurinn er oft vandfundinn og virðist ganga út á flott nafnspjöld í húsakynnum Sameiniðuþjóðanna til handa starfsmönnum utanríkisþjónustu Íslands. Er sammála Magnúsi að utanríkisþjónustan eigi að einbeita sér að málum sem snerta hagsmuni okkar Íslendinga beint.

Varð þó fyrir annarri upplifun líka. Kom upp viss söknuður að Magnús skildi detta út af þingi sl vor. Þar missti FF góðan málssvara sinna mála. Sömu sögu má segja um Sigurjón Þórðar. Þetta er kannski fornaldarhyggja að allt hafi verið betra áður. Nýir menn hafa komið í staðinn. Þeir eiga eftir að sanna sig sem þeir vonandi gera.

Aftur á móti eins og fram kemur fram í þunglyndislegum pistli mínum um tilvistarrétt FF þá sakna ég þess að FF hafi ekki slegið í gegn sl vor. Auk þess sakna ég þess að rödd FF hefur ekki verið virkari í sumar. Er ég að gera of miklar kröfur? Þegar mál sem hafa þetta beina tengingu við helstu baráttumál flokksins hafa verið aðal mál sumarsins hefði heimasíðan mátt vera logandi virk og veitt okkur hinum fóður og næringu til rökræðna á milli manna .

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband