Færsluflokkur: Menning og listir
12.6.2007 | 22:20
Neskaupsstaður-Egilsstaðir.
Nú þetta er búið að vera góður tími það sem af er. En eiginkonan fór til Reykjavíkur í dag. Flogið er frá Egilsstaðarflugvelli og því þarf að taka rútu fyrsta áfangann. Hafði ég hringt í Austfjarðarleið í fyrradag og kynnt mér málin. Mikið rétt rúta kl 1545 frá Neskaupsstað og alla leið upp á flugvöll, heila 75 km. Hentað þar að auki mjög vel því rútuferðin passaði akkúrat við brottför vélarinnar.
Ég kem konunni tímanlega á Olís bensínstöðina þar sem rútan átti að koma, en eins og ykkur er nú þegar farið að gruna kom engin rúta. Alls engin. Konan hringir í Austfjarðarleið og svörin voru hálf vandræðaleg,, ee héldum að enginn ætlaði að fara,, ee sorry ee,,. Þegar konan mín benti viðkomandi á að hún þyrfti að ná flugvél suður, ja, þá gæti hugsanlega verið komin rúta eftir í fyrsta lagi hálfa klukkustund.
Niðurstaðan varð sú að ég þurfti að hendast úr vinnunni og fá lánaðan bíl og keyra í einu hendingskasti með konuna 75 km út á flugvöll.
Þeir hjá Austfjarðaleið ættu nú að skammast sín.
9.6.2007 | 19:26
Neskaupsstaður.
8.6.2007 | 23:30
Kjölturakkinn minn.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2007 | 22:28
Sigurjón Þórðar Framkvæmdarstjóri FF.
Það er gott til þess að hugsa að Sigurjón Þórðar verði næsti framkvæmdastjóri FF. Hann er öflugur talsmaður helstu baráttumála flokksins. Mjög öflugur sendiherra hinna dreifðu byggða landsins. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Sjaldan hefur verið sótt jafn hart að sjávarplássum landsins og nú. Svona feikivinsæll maður og Sigurjón er, jafnvel langt út fyrir raðir flokksins, mun koma þar sterkur inn. Í raun ómissandi fyrir framtíð FF flokksins. Fyrir utan hans almennu vinsældir þá hefur hann ásynd hins ákveðna stjórnmálamanns sem hefur jafnframt ekki átt í illdeilum innan flokks og barist mikinn fyrir mörgum góðum málum án þess að festa sig í neinum öfgum.
Því geta íbúar sjávarbyggða landsins treyst áfram á að Sigurjón verði áfram þeirra sendiherra þrátt fyrir að hann komst ekki inn á þing.
6.6.2007 | 18:56
Landsleikur.
3.6.2007 | 14:47
Í sjóinn á Patró.
Vegleg sjómannadagshátíð á Patreksfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)